Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 58
byggt þarna afburða vandað íveruhús úr
isteini, svo og nauðsynleg skepnuhús. Það
er út af fyrir sig ekkert furðulegt, en
þegar Gunnar sagði mér hve skuldimar
á þessu eru litlar, þá varð ég alveg undr-
andi. Af því er ljóst, að á ævinni hef-
ur ekki verið farið illa með líðandi stund
og fjármuni. Það er og ljóst, að fjöl-
skyldan öll hefur þarna verið hjálpleg
og að unnið sem einn maður, og má einn-
ig af því mikið læra. Sem betur fer, eru
enn til mörg slík fyrirmyndarheimili á
landinu, enda þarf þeim fremur að
fjölga en fækka, það sýna ýmsar blikur,
sem nú eru á lofti, svo í einkalifi sem
á almennum vettvangi.
Börn Gunnars og Guðríðar eru þessi:
1. Guðmundur, bifreiðastj., kvæntur
Huldu Jóhannesdóttur úr Keflavík.
Þau eru búsett við Brekkubraut 2.
Þeirra dóttir Guðríður.
2. Svava, gift Jóni Eyjólfssyni frá
Bræðraborg. Þau eru búsett við
Brekkubraut 6, og eiga einn son,
Gunnar að nafni.
3. Halldóra, gift Einari Árnasyni frá
Sóleyjartungu. I>au eru búsett við
Brekkubraut 4, og eiga 3 syni: Árna,
Gunnar og Martein.
4. Sigurlín, yfirhjúkrunarkona við
Sjúkrahús Akraness.
5. Sigurður, kvæntur Guðmundu Bun-
ólfsdóttur frá Gröf. Þau eru búsett
á hinum nýrri Steinsstöðum og eiga
einn son, Runólf að nafni.
6. Gunnar býr með Jóhönnu Þorleifs-
dóttur, ættaðri af Vestfjörðum. Þau
búa á Suðurgötu 120. Þeirra börn:
Sigurður, og stúlka óskirð.
7. Ármann, heima.
8. Sveinbjörn, lærlingur við hjólhesta-
viðgerðir.
9. Guðrún, heima.
Eins og hér má sjá, hefur það ekki
hentað Guðríði og Gunnari að sitja auð-
um höndum og hafast ekki að, enda hafa
þau ekki gert það. Þau hafa bæði unnið
mikið, verið nýtin, þrifin og reglusöm og
hugsað afburðavel um sitt stóra heimili.
Þau eru bæði framúrskarandi vandaðar
og prúðar manneskjur, sem ekki mega
vamm sitt vita í neinu. Þau eru bæði
hlédræg og koma lítt við sögu utan sins
stóra heimilis. Guðríður er óvenjulega
þrifin, nostursþrifin, eins og móðir henn-
ar. Á yngri árum sínum hafði Gunnar
mjög góða rödd (tenór). Þrátt fyrir það
var hann mjög tregur til að gerast félagi
og söngmaður í karlakórnum Svanir.
Þar var hann þó mjög lengi, en mikið
þurfti að ganga á eftir honum, eða rétt-
arasagt að þvinga hann til að syngja þar
einsöng. Á þeim vettvangi var ekkert að
honum nema hlédrægnin, sem var um of.
Þar minnist ég og þakka hina sönnu
prúðmennsku, ástúð og einlægni, svo og
alla vináttu fyrr og síðar. Hann er
trölltryggur afbragðsmaður.
Árið 1954 kaupir Guðjón Friðbjörns-
son frá Bakkabæ, en hann er bróðurson-
ur fyrrnefnds Skúla, sem fyrstur byggði
þarna. Guðjón er sonur Friðbjamar Sig-
valdasonar í Bakkabæ og konu hans
Kristjönu Stefánsdóttur. í Bakkabæ var
mikil fátækt, m. a. af því að húsbóndinn
gekk ekki heill til skógar. Guðjón fór
því snemma að vinna fyrir sér og fór
til sjós svo fljótt sem kraftarnir leyfðu
Þar fékk hann góðan skóla, því að hann
var t. d. lengi með Bjarna Ólafssyni.
Guðjón gekk á Stýrimannaskólann 1939
og 1940 og útskrifaðist þaðan. Síðari árin
hefur hann verið skipstjóri á mörgum
bátum hér. I bili hefur hann látið af sjó-
sókn vegna lasleika, en vonar að þangað
fari hann fljótlega aftur.
Guðjón er nú að stækka húsið á Steins-
AKRANES
194