Akranes - 01.07.1957, Side 21

Akranes - 01.07.1957, Side 21
fundi, sem haldinn var í Saurbæ 1933, var gerð og bókuð svofelld fundarsam- þykkt: „Almennur safnaðarfundur Saurbæjar- sóknar, haldinn í Saurbæ 26. desember !933 til þess að ræða um Hallgríms- kirkjumálið og framtíð þess, kýs eftir- talda menn í fjársöfnunar- og fram- kvæmdanefxid, til þess fyrir sóknarmanna hönd framvegis og endanlega að annast allar framkvæmdir í málinu, byggingu (kirkjunnar) og allt það er þar að lýtur: Claf B. Björnsson, kirkjuráðsmann, Snæbjöm Jónsson, bóksala, Sigurjón Guðjónsson, prest. Heimilt skal þessari nefnd að bæta við sig eftir eigin vali tveimur mönnum í Reykjavík, ef fáanlegir eru. Tillagan var samþykkt í einu liljóði". Þessi nýja nefnd kom fyrst saman til fundar í Alþingishúsinu 25. janúar 1934. Samkv. fyrgetinni fundarsamþykkt fór nefndin þess á leit við Matthías Þórðar- son þjóðminjavörð, og síra Knút Am- grimsson kennara, að þeir tækju sæti í nefndinni, og urðu þeir fúslega við þeim tilmælum. Orðalag samþykktarinnar í Saurbæ um heiti nefndarinnar þótti of langt og ó- þægilegt. Var því þegar samþykkt á þess- um fyrsta fundi nefndarinnar, að heiti hennar skyldi vera Landsnefnd Hall- grímskirkju í Saurbœ. Landsnefndin tók nú málið föstum tökum, og reyndi á margvíslegan hátt að vinna þvi fylgi og afla fjár því til stuðn- ings og varð þegar mjög vel ágengt. Les- bók Morgunblaðsins 11. febrúar 1934 var öll helguð málefninu og minningu Hall- grims. Hallgrímsnefndir vom skipaðar í flestum sóknum landsins, með góðum stuðningi flestra presta, og með fúsum vilja þeirra — yfirleitt — sem til þessa nefndarstarfs voru kallaðir. Hafði þetta áreiðanlega grundvallar þýðingu fyrir fjársöfmmina, um leið og það skapaði samfellda þétta fylkingu flestra lands- manna til þess að koma málinu í höfn. — Um hendur Hallgrímsnefndanna barst kirkjunni mikið fé. 1 þær völdust yfir- leitt áhugasamir kirkjuvinir. Störfuðu sumar nefndimar af miklum áhuga að kirkjumálum sinnar eigin sóknar á veg- um nefndarinnar, og jafnvel að mannúð- armálum í víðari merkingu. Þannig gekkst Hallgrímsnefnd Ólafsfjarðarsafn- aðar fyrir byggingu minnismerkis um dmkknaða sjómenn, og mun sú nefnd hafa verið lifandi til skamms tíma a. m. k. Þetta mikla, óeigingjarna starf Hall- grímsnefndanna um land allt vil ég þakka hjartanlega. — Þá þegar fór Landsnefndin að hugleiða stærð og gerð kirkjunnar, og var þegar ákveðið á hinum fyrsta fundi, að þar skyldi vera rúm fyrir 200 manns í sæt- um. -f~ Á fundi 12. marz 1934 er rætt um, að tímabært sé að gera tilraun til að láta gera nýjan uppdrátt að hinni fyrirhug- uðu kirkju, þvi að ekki þótti fært að byggja eftir uppdrætti Árna Finsens. Nokkru síðar var samþykkt að efna til samkeppni um uppdrætti að kirlcjunni, og skipuð dómnefnd til að dæma þá upp- drætti, er nefndinni kynnu að berast. Landsnefndin hafði mikinn hug á að þessi minningarkirkja yrði byggð á hinu aldagamla kirkjustæði, og yfir gröf Hall- gríms. Var þessi möguleiki því þegar raoinsakaður ítarlega. Kom þá fljótt í ljós, að það væri með öllu ógerlegt. Varð þá núverandi staður fyrir valinu, og munu menn almennt sammála um, að staðarvalið hafi vel tekizt. AKRANES 157

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.