Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 40

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 40
inn glæsileg. Hún gekk'v að fánaborg norrænni, er var undir öðrum langvegg veizlusalarins, og mælti fram þessi er- indi úr gestaminni Matthíasar Jochums- sonar 1874: Velkomnir, gestir göfugir vinir, heilir til Islands handan um sjál Hræðist ei eld vom, örbirgð né jökla; hér bærast hjörtu, hér lifir sál. Lítið á land vort: líf þúsund ára varð hér að vonum vamarstríð eitt; en meðan hjörvar hjörtu vor skám, söng norræn tunga sigrandi ljóð. Þökk fyrir heimsókn, hugprúðu vinir, hollvinir Islands handan um sjá. Hnýtum nú heims-bönd heilagrar elsku; þá sigrar andinn eld, frost og hel! Var síðan sunginn íslenzki þjóðsöng- urinn. Aðalræðu kvöldsins flutti Þórleifur Bjamason námsstjóri og talaði um Norð- urlandabókmenntir á íslandi. Rakti hann feril íslenzkra þýðinga og las ýmsa valda kafla úr Norðurlandabókmenntum, eink- um kvæðum. Sýndi hann þar með fram á með dæmum, hve snjallar margar þýð- ingar íslenzku skáldanna væru. Þá fluttu ræður fulltrúar vinabæjanna fjögurra. Talaði fyrstur Eugéne Ibsen lögfræðingur frá Tönder, í fjarveru J. Paulsens, sem var sjúkur þennan dag. Fyrir Langesund talaði Johannes Rogn, Narpes: Bengt Stenwall, fyrir Vastervik: Artur Söderhult. Allir fæTðu fulltrúamir gjafir frá bæjum sínum og félögum: þjóð- fána og skjaldarmerki, Tönder-bær sendi bæjarstjórn Akraness fundarbjöllu ágæta, Vastervik sendi sögu borgar sinnar, vand- aða útgáfu í tveimur stómm bindum. Viðkomandi þjóðsöngvar voru sungnir eftir ræður, en undirleikari veizlunnar var frú Sigríður Auðuns. Wilhelm Larson skrifstofustjóri flutti kveðju Norræna félagsins í Vástervik á- samt boði um að halda næsta vinabæja- mót þar í borg. Var því boði tekið með fögnuði. Varaformaður Norræna félagsins hér, Ragnar Jóhannesson, þakkaði fulltrúun- um góð orð og gjafir og ávarpaði hvem þeirra sérstaklega. Þá flutti Guðmundur Björnsson ræðu og talaði um norræn menningarviðskipti. Mótinu barst vinsamlegt skeyti frá am- bassador Dana i Reykjavík, Knuth greifa. Fögur blómakarfa barst frá frú Karen Vilhjálmsson, og þökkuðu norsku gestirn- ir hana og meðfylgjandi vinarkveðju sér- staklega. Karlakórinn Svanir söng í veizlunni undir stjóm Geirlaugs Árnasonar og fjór- ir piltar sýndu íslenzka glímu. Að lokum var dansað. öllum bar saman um, að mannfagn- aður þessi hefði verið ánægjulegur og farið vel fram í alla staði og orðið til þess að styrkja vináttu- og kynningar- tengslin milli bæjanna fimm. Þriðjudaginn var enn farin ferð til fræðslu og skemmtunar. Var nú farið um Borgarfjörð. Fyrst var leiðin lögð um Borg og Borgarnes, en síðan snæddur há- degisverður í Hótel Bifröst, nýr lax og skyr með rjóma. Þá var komið í Varma- land og Reykholt og á heimleið var ek- inn Dragháls og skoðuð Saurbæjarkirkj a hin nývígða. Séra Sigurjón prófastur (Framhald á bls. 187) 176 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.