Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1966, Page 26

Freyr - 15.04.1966, Page 26
204 FREYR PÉTUR SIGURÐSSON: Nýfing undanrennu í íslenzkum Almennt um vandamáliS Vegna mikilla árstíðabreytinga í mjólkur- framleiðslu eiga mjólkurbú í flestum lönd- um í meiri og minni erfiðleikum með miðlun mj ólkurmagnsins. í Noregi t. d. hefur þessum vanda verið mætt með því að borga framleiðendum meira fyrir vetrarmjólkina en sumarmjólk. Mismunurinn er um 10% af útborgunar- verðinu. Þessi verðmunur hefur samt sem áður ekki gert annað hingað til en að stöðva þessa þróun til stöðugt stærri árstíðabreyt- ingar í framleiðslunni. Vegna þessarar ójöfnu mjólkurfram- leiðslu hafa mjólkurbúin meiri mjólk á sumrin en þörf er á til sölu, til ostagerðar miðað við geymslurými, og svo til hæfilegr- ar heimsendingar undanrennu. Afgangurinn verður að fara til smjörgerð- ar. Mjólkurbúin fá þannig á sumrin mikið magn af undanrennu, sem þau verða að losna við á einhvern hátt. Endursending til framleiðenda er það einfaldasta. Það er bara oft erfitt fyrir bændur að nota þetta mikla magn undanrennu, sérstaklega vegna þess, að það er aðeins í nokkra mánuði á sumrinu, sem magnið er mjög mikið. Það er þess- vegna mikilvægt að geta losnað við undan- rennuna á annan hátt. Það, sem manni dettur fyrst í hug, er framleiðsla á kaseini og undanrennumjöli. Þessir möguleikar eru alveg háðir fram- leiðslukosnaði, sölumöguleikum og verði á heimsmarkaðinum. Það er augljóst, að þessar árstíðabreyting- ar í mjólkurframleiðslunni kosta mjólkur- búin miklar fjárhæðir. Þau hafa standandi dýr framleiðslutæki, sem þau geta ekki not- að nema til hálfs um vetrarmánuðina. Það, sem ég á við með undanrennuafgang hér á íslandi, er sú undanrenna, sem er not- uð í iðnaðarvörur til sölu erlendis, með há- um niðurgreiðslum frá ríkinu og svo það magn, sem fer í sjóinn. Árið 1963 var undanrennuafgangurinn 25,5 milljónir lítra. Til hvers getum við svo notað þessa undanrennu? A. Undanrenna til fóSurs Það hefur verið reiknað með, að 6 lítrar und- anrennu jafngildi einni fóðureiningu. Vegna hins háa efnalega gildis undanrenn- unnar fékk hún, í eldri útreikningum, svolít- ið betri útkomu en hún í raun og veru á skil- ið. Með hliðsjón af innihaldi undanrennunn- ar, af meltanlegum næringarefnum, reikna fóðurfræðingar nú með 8 lítrum í hverja fóðureiningu. Árið 1963 var endursent til bænda aðeins 3,0 milljónir lítra af undanrennu, eða 3,2% af innveginni mjólk. Ef allur undanrennu- afgangurinn hefði verið endursendur mundi magnið hafa orðið 28,7%. Til samanburðar get ég nefnt, að sum mjólkurbú í Noregi endursenda allt að 80% af innvigtaðri mjólk. Meðaltalið er þar um 20%. Ég tel aðal ástæðuna fyrir hinni litlu notkun undanrennu til fóðurs hér vera, að bændur hafa ekki fengið nægar leiðbeining- ar um hvernig hægt er að nota hana. Um notkun hennar til fóðurs má segja: Pétur Sigurðsson stundaði nám í mjólkurfrœðum við Landbúnaðarháskólann á Asi í Noregi. Grein sú er hér birtist er úrdráttur úr prófverkefni höfundar, sem hann skilaði við lokaprófið á skólanum.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.