Freyr - 15.04.1966, Blaðsíða 33
FREYR
211
Heimilismiólkurtankur með ísvatnskœlivél.
Þessir tankar rúma 300, 400 eða 600 lítra.
Nokkur kostur er, að kœlivélin skuli
vera laustengd tankinum.
Tankarnir, sem Mjólkurbú Flóamanna lœtur
smíða um þessar mundir eru af þessari
gerð.
urinnar er nú í mjög góðu lagi, þar sem
kælivélin kælir mjólkina niður fyrir 3—4°
á 1—2 tímum.
Flutningskostnaður mjólkurinnar minnk-
ar, þar sem djúpkælingin gerir það að verk-
um, að auðvelt er að sækja 2ja daga gamla
mjólk heim á sveitaheimilin.
Vinnusparnaður kemur fram í mjólkur-
búunum, þar sem innvigtun fellur niður.
Mjólkin hefur verið mæld á hverjum bæ
með straummæli, sem situr á tankbílnum.
Hagnaður mjólkurbúsins liggur einnig í því
atriði, að innvigtunarbíllinn getur komið til
búsins á hvaða tíma sem er og fengið þar
afgreiðslu án annarra starfskrafta heldur
en bílstjórans. Rýrnun mjólkurinnar á einn-
ig að verða minni, þegar þessi aðferð er
notuð.
Hvað getur tafið framþróun heimilismjólk-
urtanka hér á landi?
Stofnkostnaður tankanna er mjög mikill.
Kælitankur, útbúinn samkvæmt ströngustu
kröfum, sem rúmar 400 1, kostar í dag 45.000
kr., og tilsvarandi 600 1 tankur mun kosta
hér á landi í dag 55.000 kr. Mjólkurtankbíll,
sem getur flutt 6000 1, mun kosta fullfrá-
gengin 1,1—1,2 millj. kr. Sést þá, að stofn-
kostnaður er mjög mikill, og orsakar hann
það, að hægfara þróun mun eiga sér stað.
Mjólkurframleiðendur megna ekki slík fjár-
útlát á fáum árum.
Hinn mikli stofnkostnaður orsakar það,
að allir mjólkurframleiðendur megna ekki
að kaupa heimilistank. Einhver hluti
framleiðenda verður ávallt að nota mjólk-
urbrúsa. Hagnaður í sambandi við flutning
mjólkurinnar kemur þá ekki eins fram.
Verulegur hagnaður á flutningskostnaði
kemur ekki fram, nema heilar sveitir búi
við sama flutningakerfi.
Vegir hér á landi eru víða í slíku ásig-
komulagi, mikinn hluta ársins, að vafamál
er, hvort tök séu á því að aka 10—12 tonna
þungum tankbíl heim að fjósadyrum. Trú-
lega verða snjólög og aurbleyta á íslenzku
Þannig tankbíla nota Svíar við sína mjólkurflutninga.