Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Síða 42

Freyr - 15.04.1966, Síða 42
FREYR 220 Mjólkurstöðin á ísafirði Á ísafirði hefur Kaupfélag Isfirðinga rekið mjólkurstöð síðan 1936, en áður hafði þar verið seld ógerilsneydd mjólk. I nágrenni ísafjarðar er búskapur ekki það mikill, að hann fullnægi mjólkurþörf íbúa byggðarlagsins og verður því að sækja mjólk sjóveg og landveg í næstu hreppa, til bænda í kring um ísafjarðardjúp og til Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Megin- magnið er selt sem gerilsneydd neyzlumjólk en einnig nokkuð af rjóma, skyri og smjöri. Á árinu 1965 var neyzlumjólkin um 59% af magninu. í byggingu er þar nú ný mjólkurstöð um 1400 rúmmetrar að stærð. Verður til hennar keyptur nýtízku vélakostur og er þá gert ráð fyrir að pakka vörunni í neytendaum- búðir. Nú eru sölustaðir í Bolungarvík og Hnífsdal, en þegar nýja stöðin tekur til starfa munu útsölustaðir einnig verða á Súðavík, Suðureyri og Flateyri. Páll Sigurðsson Síðan stöðin tók til starfa fyrir 30 árum hefur innvegið mjólkurmagn 16-faldazt. Móttekin mjólk var sem hér segir: Arið 1964 1.489.455 kg — 1965 1.587.506 — Af þessu magni var neyzlumjólk seld 948.325 lítrar og rjómi 26.706 lítrar. Stöðvarstjóri er Páll Sigurðsson

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.