Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.1966, Qupperneq 60

Freyr - 15.04.1966, Qupperneq 60
238 FREYR M°L AR Produsenten heitir málgagn sambandsfélaga norska landbúnað- arins. í þriðja hefti þessa árs var á forsíðu mynd af „dýrasta mink í heimi" þar sem verið var að taka úr flugvél sendingu af „Jet Black“ en sú minka- tegund er nú í mestri tízku og aðeins 5 ára gam- alt afbrigði, því það er háttur þeirrar tízku að skipta stöðugt, eins og gerist með tízkuna. Noregur fékk sinn hlut sendingarinnar, sem annars átti að skipta milli minkræktarmanna á Norðurlöndum, en það voru 90 karldýr, er kostuðu 4 milljónir norskra króna eða 24 milljónir íslenzkar. Auðvelt er þá að reikna, að hvert dýr hefur kostað 267000 krónur. 011 á sendingin að verða í sóttkví þangað til í september og síðan vona menn að vel gangi að framleiða „Standard Black“ afbrigðið með umrædda Jet Black sem ættfeður. 4. Rétt er að skola með köldu vatni á eft- ir þvotti. Tæmið kerfið. 5. Dauðhreinsið með köldu vatni, sem inniheldur 1 desilíter (samsvarar ein- um kaffibolla) af 30% saltpétursýru (HN03). Þessi upplausn þarf að renna í 5 mín. um kerfið. Tæmið kerfið. 6. Tæmið kerfið vandlega og notið minnst 4 hreinsitappa. Ef mjólkurrör eru úr ryðfríu stáli eða úr gleri (sbr. Gascoignekerfið) þá er eftir- farandi hreinsiaðferð notuð. 1. Fjarlægið mjólkurdreggjar. 2. Sjóðandi vatn (eða minnst 90°) er sog- að inn í kerfið. Eftir að byrjað er að soga vatnið, er saltpétursýru blandað í vatnið. Blandan á að renna um kerfið í minnst 5 mín. Styrkleiki blöndunnar er 2 dl. of 30% sýru í 10 1 af vatni. 3. Skolun með sjóðandi vatni. <----------<-------------<----------------- 95°-100° vatn Saltpétursýra 95°-100° vatn + heitt vatn Tilbúinn áburður er um allan heim notaður í vaxandi mæli. Á árinu 1964-65 var notkun hans 11,5% meiri en næsta ár á undan. I vissum hlutum heims er aukning notkun- ar meiri en annarsstaðar, en mjög er misjafnt hve mikið er notað í einstökum löndum og á takmörkuð- um svæðum. íslenzkir bændur geta skoðað hver hjá sér hve langt þeir eru frá meðalnotkun áburðar á ha þegar þeir fá vitneskju um, að í Evrópu er að meðaltali notað 110 kg tilbúins áburðar á ha, í Norður- og Mið-Ameríku aðeins um 45 kg á ha, í Ástralíu og Nýja-Sjálandi 39 kg á ha, Sovétríkjun- um 22 kg á ha, Suður-Ameríku og Asíu (að Kína undanskildu) 11 kg á ha og í Afríku aðeins 4 kg á ha. Er þá að sjálfsögðu allsstaðar miðað við nytjað land. Fyrsti dýralæknaskóli heimsins var stofnaður árið 1760 í Lyon í Frakklandi. Sá hét Claude Bourgelat, sem stóð fyrir því, en dýralækna- nóm var þar áður stundað sem grein af venjulegu læknanámi. Þrettán árum síðar var fyrsti dýra- læknaskóli á Norðurlöndum stofnsettur. Hét sá P. C. Abildgárd, sem stóð fyrir því, en hann hafði numið dýralækningar hjá Bourgelat um 2% árs skeið, en áður hafði Abildgárd stundað lyfjafræði og læknisfræði í heimalandi. Nautpeningspest, sem herjaði um gjörvalla Evrópu um þetta leyti, gaf tilefni til að skólin var stofnaður, og fáum árum síðar vann Abildgárd sér alheimsálit við að stöðva framgang pestarinnar. Upp úr því streymdu dýra- læknanemar til skóla hans frá mörgum löndum og öllum álfum. Skólinn var sjálfstæð stofnun á Krist- jánshöfn unz Búnaðarháskólinn var stofnsettur 1856, en síðan hefur dýralæknadeildin alltaf verið stærsta deild hans. Sýrur til votheysverkunar eru stöðugt og í vaxandi mæli notaðar um Norður- lönd. Til skamms tíma var A. I. V.-sýran notuð af flestum en nú lækkar vegur hennar ört, maura- sýra og sölt af henni leysa hina fyrmefndu af hólmi. Þetta er ekki af því að maurasýra sé betra rotvarn- arefni, heldur af því, að hún er hættulítil, bæði í meðferð og í notkun handa búfénu, en A. I. V.-sýr- an var hættuleg ef ekki var höfð gát á öllum hlut- um. Hér á landi náði A. I. V.-sýra aldrei útbreiðslu en maurasýra og sölt hennar eru notuð í vaxandi mæli, enda borgar það sig ævinlega, öryggi um betri verkun er svo mikið við sýrunotkun. Maura- sýra fæst nú í plastdunkum, það eru góðar umbúðir. En munið, bændur, að nauðsynlegt er að sýruverja votheysturnana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.