Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1966, Síða 61

Freyr - 15.04.1966, Síða 61
FREYR 239 Furaolía í smjöri Um áraraðir hafa fjölmargar leiðir verið prófaðar til þess að gera smjör við hæfi allra neytenda. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að fóður kúnna hefur mjög mikil áhrif á gerð og gæði smjörsins og þá einnig á þéttleik þess. Fólk vill hafa smjör, sem auðvelt er að smyrja með, ofurlítið seigt og ekki hart. Vissar tegundir fóðurs gera það að verkum, að smjörið verður þurrt og stökkt, þ. e. a. s. tólgarlegt að gerð. Þurrhey er t. d. gjarnt á að valda þessum annmarka. Vissar fitutegundir í fóðrinu hafa verið notaðar til þess að ákveða þéttleik smjörsins. Finnar hafa komizt að raun um að furuolía er til þess kjörin að mýkja smjörið og eru bæði sænskar og finnskar tilraunir í gangi með furuolíu til þessara þarfa. Svíar prófa í 60 áhöfnum með 280 kýr, sem skipt er í tvo hópa, er fá mismikið magn furuolíu í fóðrinu. Það eru feitar sýrur í olíunni, sem hér er ætlað að gera gagn, en gagnið varðar bændur í Norður- Svíþjóð sér í lagi, þar er notað mikið hey handa kúnum og svo má vera, að norðlenzku hvítu kýrnar hafi ríkari tilhneigingu til að framleiða þéttara smjör en önnur kúakyn, en mestu mun þó fóðrið ráða. Árangurinn af tilraununum er talinn að feng- inn verði fyrir sumarið. Hveiti og fóðurkorn Talið er, að á uppskeruárinu 1965—66 muni met- verzlun verða með hveiti, en það stafar fyrst og fremst af of lítilli uppskeru í Kína, Indlandi og Rúss- landi á síðasta sumri. Þessvegna er gert ráð fyrir, að salan verði samtals um 60 milljónir lesta og talið er líklegt, að birgðir manneldishveitis verði þrotnar þegar ný uppskera kemur á komandi sumri. Af þessari ástæðu hefur hveiti hækkað nokkuð á heimsmarkaði í vetur og fram á sumar. Öðru máli gegni með fóðurkornið, en þar var met-uppskera vestan hafs á síðasta sumri, eða 145 milljónir lesta móti 124 árið áður. Sala fóðurkorns á heimsmarkaði vex frá ári til árs og það eru fyrst og fremst lönd Vestur-Evrópu, sem kaupa í stórum og vaxandi mæli, en einnig Japan er að verða keppinautur þar. Aðal sölulandið er hins vegar Bandaríki Norður-Ameríku, þar er framleitt í vaxandi mæli til heimanotkunar og til sölu, og eru það búfjárræktarþjóðir, sem bæði auka bústofn sinn og krefjast stöðugt vaxandi afurða af hverri skepnu, sem nota þessa vöru. Heiðafélagið danska var 100 ára þann 28. marz s. 1., en haldið var upp á afmælið og hátíðahöld mikil gerð þann 29. Svo sem ýmsum er kunnugt var það ítalsk- fæddur Dani, Enrico M. Dalgas, er veitti fyrirtækinu forstöðu fyrstu áratugina eftir stofnun þess, var með frá byrjun og hvatti þjóðina til að leggja þar hönd á plóg, minnuga þess, að þó að land hafi tap- ast eftir stríðið við Þjóðverja 1864 væri nóg land heima er breyta mætti úr auðn í ágætt nytjaland. Og þetta hefur vissulega tekizt. Heiðar hafa ver- ið ræktaðar, mýrar ræstar og gerðar að ökrum, sandflæmi ræktuð, vatnsföll færð til betri vega og land verið unnið þar sem stöðuvötn voru og sjór áður. Hundruð manna eru í þjónustu Heiðafélagsins og næg verkefni eru stöðugt framundan. Um Heiðafé- lagið og starfsemi þess verður vonandi rætt nánar seinna, á síðum FREYS. Norskar fóðurvöruverzlanir afgreiddu samtals 900.000 lestir af kraftfóðri frá heildsölustöðvum árið 1965 en það var um 11% meira en árið áður. Af þessu magni var 617.000 lestir kolvetnafóður og 283.000 lestir prótein.kr. Samvinnuverzlanir afgreiddu 22.000 lestir til bænda í búlk og fer búlkafgreiðsla vaxandi frá ári til árs og er sérstaklega verið að gera ráðstafanir til þess nú að flutningur með búlkbílum aukist að mun. Melassi er í mjög ört vaxandi mæli notaður í fóðurblöndur með afbragðs árangri. Wedholms-verksmiðjurnar í Nyköping í Sví- þjóð, sem eru sameignarfyrirtæki allra mjólk- urbúa þar í landi, framleiða hvers konar tæki til kælingar og geymslu á mjólk. Meðal annars mjólkurtanka af gerðinni DF 613 í eftirtöldum stærðum: 200, 300, 400, 600 og 900 lítra. Einnig tanka af gerðinni DF 623 í stærðun- um 1250, 1800 og 2500 lítra. Þessir tankar eru með sambyggðri frystiþjöppu frá „Prest- cold“. Einnig framleiðir Wedholms kælitæki til að kæla kælivatn í kæliþróm, en þau eru mjög hentug þar sem skortur er á nægilegu kæli- vatni. Afgreiðslutími á mjólkurtönkunum er 2—4 mánuðir, en kælar fyrir kæliþrær eru yfir- leitt fyrirliggjandi. S.Í.S.-Véladeild.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.