Freyr

Árgangur

Freyr - 15.09.1978, Síða 6

Freyr - 15.09.1978, Síða 6
fleiri sem kaupa Frey því meiri möguleika höfum við til að gera blaðið fjölbreytt og vandað að efni. Eins og fram kemur hér í blaðinu voru mörg og margbreytileg mál til umræðu á aðalfundinum. Sjálfsagt eru það þó framleiðslumálin sem ber hæst í hugum flestra og sú stefna, sem þar kom fram í bráðabirgðaáliti hinnar svokölluðu ,,sjömannanefndar“. Sú nefnd var skipuð samkvæmt ályktun síðasta Bún- aðarþings til að kanna hvaða leiðir séu færastar til þess að tryggja sem best stöðu landbúnaðarins og afkomu þeirra sem að honum vinna, svo og til lausnar þeim vanda í markaðsmálum, sem nú blasir við. Þetta bráðabirgðaálit var lagt fram sem trúnaðarmál á fundinn en stefnan í því var mjög hin sama og mörkuð var á aðalfundi Stéttarsambandsins á Eiðum í fyrra. Það sem mesta athygli vakti var að svonefnd kvótakerfisleið var nánar skýrgreind þann- ig að lögð er til stigvaxandi gjaldtaka af framleiðslunni eftir bústærð, en auk þess er reiknað með heimild til þess að leggja á kjarnfóðurgjald og í þriðja lagi er lagt til að heimilað verði að greiða verðbætur til þeirra sem draga úr framleiðslunni. Þó að allnáið hafi verið sagt frá þessu bráða- birgðaáliti í ýmsum fjölmiðlum er ekki ástæða til að greina nánar frá störfum „sjö- mannanefndar“ fyrr en hún hefur skilað endanlegu áliti, en það mun verða bráð- lega. Eins og fram kemur í fundargerðinni hér í blaðinu urðu miklar umræður um drögin að áliti sjömannanefndarinnar og ýmsar ábendingar gefnar. Við afgreiðslu málsins kom einnig fram að nú er samstaða orðin meiri um málið en áður var, bæði á Eiða- fundinum og aukafundinum sem haldinn var á síðastliðnum vetri. Af öðrum málum sem til umræðu voru og ástæða virðist til að benda á má nefna hugsanlegar breytingar á samþykktum Stéttarsambands bænda. Fyrir fundinum lágu ákveðnar tillögur frá fjórum búnaðar- samböndum um slíkar breytingar. Það sem mönnum þykir helst koma til álita í þessu sambandi eru: Breytingar á fyrirkomulagi kosninga fulltrúa á Stéttar- sambandsfund — beinar kosningar á fund- um eða almennar kosningar, eins og til Búnaðarþings í stað kjörmannafyrirkomu- lagsins. Það hvort tengja eigi búnaðarsam- böndin beint Stéttarsambandinu, þannig að þau verði formlega þrep í uppbyggingu þess, eins og tilfellið er með Búnaðarfélag íslands. í þriðja lagi hvernig auka megi tengsl hins almenna bónda við Stéttarsam- bandið og stéttarsambandsfulltrúana og tryggja að bændur eigi hægara með að fylgjast með gangi þeirra mála sem Stéttar- sambandið fjallar um. Auk þessa var í þessu sambandi nokkuð rætt um beiðni frá Flagsmunasamtökum hrossabænda um beina aðild að Stéttar- sambandinu. Almennt virtust fundarmenn þeirrar skoðunar að ekki væri kleift að veita slíkum hagsmunahópum eða samtökum að- ild að sambandinu enda ættu þeir aðild að hreppabúnaðarféiögunum og væri því tvöföld aðild að Státtarsambandinu óeðli- leg. Málið var afgreitt á þann hátt að kosin var millifundanefnd til að kanna viðhorf búnaðarfélaganna í landinu til þessara hugmynda og skila áliti til næsta fundar. Ekki er óeðlilegt að allar þær umræður sem orðið hafa um landbúnaðarmálin og sá skoðanamunur sem hefur komið fram meðal bænda um leiðir út úr þeim vanda sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir verði til þess að menn taki fyrirkomulag félagsmálanna til athugunar. 616 F R E Y R
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.