Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 18

Freyr - 15.09.1978, Page 18
að einstök hagsmunasamtök fengju beina aðild að Stéttarsambandinu. Gísli Andrésson taldi réttmætt, að endur- skoðun á samþykktum sambandsins færi fram, og lagði til, að inn í tillöguna kæmu orðin „Samband alifuglaeigenda“ á eftir orðunum „Svínaræktarfélag íslands“. Jónas R. Jónsson studdi breytingartillögu Þórðar Pálssonar. Helgi Jónasson lýsti þeirri afstöðu nefnd- arinnar að taka upp þær tillögur, sem fyrir nefndinni lágu, til könnunar, þó að aðiid sérsambanda hefði ekki átt fylgi að fagna hjá nefndarmönnum. Erlendur Árnason lagði áherslu á, að grunnur Stéttarsambandsins væri hreppa- búnaðarfélögin. Jón Guðmundsson kvaðst ekki fylgja að- ild einstakra hagsmunasamtaka, en sæi ekkert athugavert við að kanna afstöðu bún- aðarfélaganna. Þórður Pálsson lagði fram tillögu um, að síðari hluti tillögunnar, 3. málsgrein, félli niður. Sú breytingartillaga var samþykkt með 20:7 atkvæðum. Breytingartillaga Gísla Andréssonar kom því ekki til atkvæða. Tillaga nefndarinnar svo breytt var sam- þykkt samhljóða. 12. Tillögur fjárhagsnefndar. Júlíus Jónsson mælti fyrir tillögu nefnd- arinnar um fundakostnað fulltrúa: Aðalfundur Stéttarsambands bænda samþykkir, að dagpeningar til fulltrúa séu kr. 9.500 á dag. Auk þess greiði Stéttarsambandið ferðakostnað fundar- manna. Framsögumaður kvaðst hafa heyrt þá á- bendingu, að í tillögunni ætti að standa dagkaup en ekki dagpeningar. Árni Jónasson sagði, að á skattframtöl- um væru dagpeningar taldir fram, en kæmu einnig til frádráttar. Dagkaup væri hins veg- ar skattskylt. Helgi Jónasson og Grímur Jónsson ræddu orðalagið. Tillagan óbreytt borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Engilbert Ingvarsson flutti aðra tillögu nefndarinnar um fjárstuðning við heimilda- kvikmynd: Fundurinn heimilar stjórninni að greiða allt að 1 milljón króna vegna heimildarkvikmyndar, sem tekin var af landbúnaðarsýningunni á Selfossi, enda hafi Stéttarsambandið íhlutun um endaniega gerð kvik- myndarinnar og fái eintak til eignar. Samþykkt samhljóða. Þriðju tillögu fjárhagsnefndar flutti Júlíus Jónsson, um fjárstuðning til Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 staðfestir þá ákvörðun stjórnar sambandsins að greiða fyrir rannsókn á kjötgæðum dilkafalla frá Skriðuklaustri með 1 milljón króna fjárframlagi til Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins á fyrri hluta þessa árs. Fundurinn telur mjög þýðingarmikið, að rann- sóknir séu gerðar á þýðingarmestu framleiðsluvör- um landbúnaðarins, svo sem kjöti og mjólk, til að staðfesta hollustu þeirra og áhrif mismunandi beitar- lands á kjötgæði, og að þær séu lausar við eitur- efni, sem víða erlendis eru í búvörum. Fundurinn heimilar stjórninni að verja 1 milljón króna til viðbótar á þessu ári til að Ijúka þessu um- rædda verkefni. Jafnframt skorar fundurinn á fjár- veitingavaldið að iáta Rannsóknastofnun landbún- aðarins í té nægjanlegt fé til að sinna brýnustu verkefnum á þessu sviði á næstu árum. Samþykkt samhljóða. Páll Pálsson mælti fyrir tillögu fjárhags- nefndar um nokkrar styrkbeiðnir: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 telur rétt að veita stjórninni heimild til greiðslu til eftirtalinna aðila vegna styrkbeiðna þeirra: 1. Ræktunarfélagi Norðurlands vegna útgáfu bókar- innar Berghlaup eftir Ólaf Jónsson, fyrrverandi ráðunaut, kr. 250.000,00. 2. Páli Hersteinssyni vegna athugana á atferli og vist- fræði íslenska refsins, kr. 100.000,00. 3. Þorláki Helgasyni vegna svæðiskönnunar þjóð- hátta í fjórum hreppum Borgarfjarðarsýslu, sunnan Skarðsheiðar, kr. 100.000,00. 4. Ásgeiri Ásgeirssyni vegna útgáfu bréfasafns Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal, kr. 100.000,00. Samþykkt samhljóða. 628 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.