Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 24

Freyr - 15.09.1978, Page 24
Öllum má Ijóst vera, að slíkar aðgerðir hafa engin áhrif á því verðlagsári, sem nú er að Ijúka, og engan veginn nægileg á því næsta. Því krefst fundurinn þess, að ríkið taki á sig að tryggja bændum fullt grundvallarverð þann tíma. Til þess að hægt sé að beita raunhæfum stjórn- unaraðgerðum verður að breyta lögum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins, og fellst fundurinn í höfuð- atriðum á drög þau að nefndaráliti, sem nefnd, skip- uð af landþúnaðarráðherra 24. apríl 1978, hefur lagt fyrir fundinn. Þó vill fundurinn benda á eftirfarandi atriði: a) Athugað verði í sambandi við hugsanlegt kvóta- kerfi, hvort ekki sé rétt, að þeir, sem auka fram- leiðslu sína, greiði hækkað gjald af framleiðslu- auka. Á sama hátt verði þeir látnir njóta þess, sem draga úr framleiðsluauka. Á sama hátt verði þeir látnir njóta þess, sem draga úr framleiðslu að vissu marki. þ) Tekið verði sérstakt tillit til þeirra, sem eru að hefja búskap. c) Varðandi kjarnfóðurgjald telur fundurinn ástæðu til að athuga, hvort ekki sé rétt, að búrekstur á lögbýlum fái ákveðið magn af kjarnfóðri gjaldfrítt, miðað við búfjárfjölda. d) Heimilt verði að veita innflytjendum gjaldfrest um tiltekinn tíma á gjaldinu. e) Verðlagsár landbúnaðarins verði almanaksárið. Engilbert Ingvarsson ræddi um, að a5- staða Vestfirðinga væri erfiðari en víðast annars staðar á landinu og taka ætti tillit til þess við ákvarðanir gjaldtöku af bænd- um vegna sölutregðu á búvörum. Kvaðst hann mótfallinn tillögu framleiðslunefndar. Gunnar Guðbjartsson sagði, að vissulega væri aðstaða byggðarlaga misjöfn, en þeg- ar áætlunargerð í landbúnaði lægi fyrir í einstökum byggðarlögum landsins, væri fyrst hægt að taka tillit til mismunandi að- stöðu bænda til búvöruframleiðslu, og gæti þá verið réttmætt að mismuna gjöldum. Hann lagði til að fella niður e-lið tillögunn- ar, og varð nefndin við þeim tilmælum. Sigmundur Sigmundsson kvað uggvæn- legt að mæta þeim gjöldum, sem leiða mundu af fyrirhuguðu kvótakerfi og kjarn- fóðurgjaldi, og sagðist ekki sjá sér fært að búa áfram við þau skilyrði. Síðan var þessi tillaga framleiðslunefndar borin undir atkvæði, að e-liðnum slepptum, og samþykkt með 39:4 atkvæðum. Hermann Guðmundsson lagði einnig fram aðra tillögu framleiðslunefndar um markaðsöflun: Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1978 þakkar markaðsnefnd greinargerð um unnin störf á liðnu ári. Fundurinn lítur svo á, að þegar hafi orðið góður árangur af starfi hennar, og leggur jafnframt áherslu á, að hún vinni áfram og í vaxandi mæli að markaðs- öflun erlendis og greiði einnig fyrir nýjungum í með- ferð búvara innanlands. Samþykkt samhljóða. 18. Tiiiaga iánamálanefndar. Haukur Steindórsson lagði fram nýja tillögu lánamálanefndar um afgreiðslu afurða- og rekstrarlána. Var tillagan óbreytt frá því, er hún var rædd áður. Fyrir lágu þessar breytingartillögur: Frá Engilbert Ingvarssyni: orðið ,,ekki‘“ falli niður. Frá Stefáni A. Jónssyni: Meginmál tlllögunnar verði svo: „telur ekki æskilegt að breyta því fyrirkomulagi, sem nú er, að afgreiða afurðalán Indbúnaðarins til sölufélaga bændda, en jafnframt séu kannaðir mögulekar á því, að rekstr- arlán geti gengð til bænda, ef þeir æskja þess“. Breytingartillaga Engilberts felld með 38:2 atkv., breytingartillaga Stefáns felld með 25:8 atkv. Tillaga nefndarinnar óbreytt samþykkt með öllum þorra atkvæða gegn 2. 19. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1979. TEKJUR: 1. Frá Búnaðarmálasjóði ........ kr. 75.000.000 2. Bankavextir ................. — 1.500.000 3. Vextir af vaxtaaukareikningum — 6.200.000 4. Vextir af verðbréfum og vöxtum — 3.900.000 Samtals kr. 86.600.000 GJÖLD: 1. Stjórnunarkostn. og endurskoðun kr. 7.600.000 2. Skrifstofukostnaður .............. — 1.200.000 3. Starfsmenn, laun, ferðakostnaður — 11.500.000 4. Fulltrúafundir ................... — 9.000.000 5. N.B.C. fundur..................... — 1.000.000 6. Árgjald til I.F.A.P............... — 200.000 7. Upplýsingaþjónustan .............. — 800.000 634 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.