Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 35

Freyr - 15.09.1978, Page 35
veg, að dregið verði úr útgjöldum við rekstur einstakra ríkisstofnana og banka með bættu skipulagi og aukinni vinnu- hagræðingu. Ekki er mælt með sam- drætti í samgöngumálum. Talið er rétt að athuga möguleika á að fresta nýjum virkjunarframkvæmdum. Mælt er með því að draga úr erlend- um lántökum svo sem frekast er fært. 6. Ýmis atriði um stjórn fjárfestingarmála og fjármálastjórn eru í skýrslu for- mannsins með þeim hætti, að stjórn Stéttarsambands bænda getur ekki fall- ist á þau. Mjög er óljóst, hvað átt er við með arðsemismati framkvæmda og einkum, þegar langtímasjónarmið eru höfð í huga, vegna síbreytilegra að- stæðna í framleiðslu- og markaðsþróun. Eftir atvikum er unnt að fallast á rýmkun bindiskyldu sparifjáraukningar við Seðlabanka íslands um 5%, fari spari- fjármyndun yfir ákveðið mark, enda verði ekki horfið frá því, að Seðlabank- inn veiti afurðalánin til atvinnuveganna og þau aukin frá því, sem nú er. 7. Stjórn Stéttarsambands bænda telur að skilgreina þurfi skýrt, hvaða félög eru skattskyld eða skyldug til að binda fé í sparnaði sbr. tillögu formanns nefndar- innar um það efni. Hún telur ekki rétt, að stéttarfélög og menningarfélög eigi né geti fallið undir þann flokk. Þar er t.d. átt við ungmennafélög, kvenfélög, búnaðarfélög, búnaðar- og ræktunar- sambönd og stéttarfélög hvers konar. 8. Nauðsynlegt er, að gerðar verði sér- stakar ráðstafanir til aðstoðar skuldug- um bændum, svo þeir ekki verði neyddir til að hætta búrekstri, ef þrengt er að kjörum allra þegna með efnahagsráð- stöfunum þeim, sem framundan eru. Þetta er sérstök nauðsyn, þar sem fjármagnskostnaður í búvöruverði er alls ófullnægjandi. 9. Gengismunur af landbúnaðarvörum falli til landbúnaðarins svo sem venja hefur verið. 10. Rétt þykir að vekja athygli á þeim mun, sem nú er á tolla- og söluskattsgreiðsl- um af vélum og tækjum til landbúnaðar- ins í samanburði við aðrar atvinnugrein- ar. 11. Augljóst er, að þær efnahagsráðstafanir, sem um er rætt í tillögum formannsins og meirihluti verðbólgunefndar, muni ekki nema að litlu leyti leysa söluvanda- mál landbúnaðarins á þessu ári. Því mun þurfa verðbólguráðstafanir fyrir landbúnaðinn, svo hlutur bænda haldist í ekki iakara hlutfalii við aðrar stéttir en verið hefur. En vegna þess hve kjör bænda hafa verið kröpp að undanförnu, þyrfíi hlutur bænda að batna hlutfalls- lega miðað við aðra í þjóðfélaginu, og skorar stjórn Stéttarsambands bænda á rikisstjórnina að gera ráðstafanir í þá veru í samráði við stjórn Stéttarsam- bands bænda“. Stjórn Stéttarsambandsins gaf umsögn til Alþingis um allmörg frumvörp og þings- ályktunartillögur, t.d. þingsályktunartillögu um rekstrar- og afurðalán landbúnaðarins, stjórnskipunarfrumvarp, frumvarp um tekju- og eignarskatt, frumvarp um fuglafriðun og fuglavernd o.fl. Þá hefur stjórnin fjallað um starfsemi Bréfaskólans, sem sambandið á að 1/10 hluta. Stjórn sambandsins kaus þriggja manna nefnd á fundi sínum 5. júlí sl. til að ræða við stjórnmálaflokkana um hagsmunamál bænda. Nefndin setti fram 11 atriði, sem hún óskaði eftir, að tekin yrðu til umfjöll- unar við myndun nýrrar ríkisstjórnar: I.Breyting á Framleiðsluráðslöggjöfinni: a) Breytt samningsform, sem tryggi bet- ur hlut bænda en nú í samanburði við aðrar stéttir. b) Skipulagsaðgerðir til stjórnunar fram- leiðslu. c) Útflutningsbætur verði tryggðar og greiddar eftir þörfum. F R E Y R 645

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.