Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 41

Freyr - 15.09.1978, Page 41
varnir höfðu haft í Bændahöllinni, og var því breytt nokkuð til hagræðis. Sauðfjár- veikivarnirnar fengu það herbergi, sem ég hafði haft. Umsvif í starfi sambandsins hafa aukist mjög mikið. Samskipti við ýmsar opinberar stofnanir aukast. Alls konar nefndastörf einnig, og svo kemur fjöldi bænda og ým- issa annarra manna á skrifstofu samtak- anna og leita upplýsinga og leiðbeininga um margvísleg málefni. Auk þessa alls þá hefur á síðasta ári verið meira en nokkru sinni áður um almenn fundahöld meðal bænda, sem stjórnarmenn og starfsmenn samtakanna hafa þurft að sinna. Ég tel, að allir starfsmenn, bæði Fram- leiðsluráðs og Stéttarsambandsins, hafi lagt sig fram um að vinna störf sín vel og leysa úr vandamálum. Ég þakka þeim öllum fyrir störfin. Ég þakka einnig meðstjórnarmönnum mínum og Framleiðsluráðsmönnum gott samstarf. Ég óska þess, að þessi fundur leysi störf sín farsællega af hendi, íslenskri bænda- stétt til góðs. Mjólkurframleiðslan í heiminum jókst um 1.2% í fyrra. Mjólkurframleiðslan á jörðinni jókst um 1.2 af hundraði á sl. ári, að því er heimildir frá FAO herma. Aukningin stafar bæði af því að kúm hefur fjölgað og nytin vaxið. FAO er matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Mjólkuraukningin nam 4.67 milljón lestum og varð mjólkurframleiðsla í heim- inum alls 399 milljónir lesta 1977. Kýrnar voru 205.7 milljónir og hafði fjölgað um 1.9 milljón eða 0.9%. Meðalnyt hækkaði um 4 kg, í 1.938 kg. í vanþróuðum löndum voru aðeins fram- leidd 55 millj. tonn af mjólk. Mesta mjólkur- landið var Sovétríkin með 91 millj. tonn, næst komu Bandaríkin með 55.7 millj. tonn og Frakkland með 30.1 millj. tonn, í Vestur- Þýskalandi voru framleidd 22,5 millj. tonn mjólkur, í Póllandi 16.5 millj. tonn, í Eng- landi 14.5, í Brasilíu 11.4 og í Hollandi 10.3 míllj. tonn. Á íslandi tóku mjólkurbú á móti um 119 þúsund íonnum af mjólk 1977. • Huppa á Brúnastöðum stendur sig vel. Eydís Einarsdóttir, sem vann samkeppni ,,Mjólkurdagsnefndar“, hefur heppnina með sér, þar sem fyrstakálfskvígan Huppa á Brúnastöðum virðist ætla að halda góðri nyt í sumar. Eydís fær greitt fullt verðlags- grundvallarverð fyrir miólkina úr Hupou. í síðasta mánuði mjólkaði Huppa 380 lítra, grundvallarverðið er kr. 137,90 á lítra, svo samtals fær Eydís frá Miólkurbúi Flóa- manna 52.400 kr. Frá 1. mars og fram til 31. júlí hefur Eydís fengið 254.528 kr. Huppa hefur mjólkað á þessu tímabili 2011 Itr., hún hefur fengið 594 kg af fóðurblöndu og um 900 fe í heyfóðri, en á tún var hún sett 17. iúní. Fóðrið, sem Huppa hefur fengið, kost- aði um 90.000 kr. Félagsbúið á Brúnastöð- um hefur aftur á móti fengið greitt frá mjólk- urbúinu 170 þús. kr. fyrir mjólkina úr Huppu, þegar allur kostnaður hefur verið dreginn frá við mjólkurframleiðsluna, eru eftir handa bændunum upp í kaup 68 þús. kr. (UÞL) íslenskur formaður nrrænu bændasamtakanna NBC. Á aðalfundi miðstjórnar norrænu bænda- samtakanna, NBC, var Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs, kjörinn formaður miðstjórnarinnar. Aðalfundurinn var að þessu sinni haldinn á Álandseyjum í Eystrasalti. Fulltrúar Norðurlandanna skiptast á um að gegna formennsku í NBC, og Sveinn Tryggvason tók nú við af Heikki Haavista, formanni finnska búnaðarfélags- ins. Næsti aðalfundur miðstjórnar NBC verður því haldinn á íslandi 1979. F R E Y R 651

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.