Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1978, Page 53

Freyr - 15.09.1978, Page 53
Hefur það ekki komið til greina hjá ykkur Vestfirð- ingum að fara fram á það, að þið væruð undanþegnir verðjöfnunargjaldi og þá á þeim röksemdum, að mark- aðsástand vœri slíkt á Vestfjörðum. Vitanlega gætum við það, en það höfum við ekki gert, enda munu ekki vera til neinar reglur, sem leyfa það. Ekki skemmtileg staða að þurfa að standa í kröfupólitík um að fá kjarnfóðurskatt eftirgefinn. En yrði það ekki ykkar þrautakrafa, ef nú vœri allt í einu húið að leggja á fóðurbœtisgjald, að þið fengjuð það endurgreitt vegna sérstakra aðstæðna? Jú, það er ábyggilegt, að við mundum fara fram á það, en það yrði ekki skemmtileg staða hjá Vestfirðingum að standa í einhverri kröfupólitík um að fá þetta eftir- gefið. Það geta komið óþurrkasumur, jafnt á Suður- landi sem á Norðurlandi, og þá kæmu fram aðrir kröfu- hópar þaðan um að fá þetta gefið eftir. Eg er ekkert hrifinn af því að þurfa að standa í stríði við bændur annars staðar á landinu um það að fá ein- hver fríðindi í þessu sambandi. Hér hafa allar aðgerðir gengið jafnt yfir alla. En ég held, að lausnin þurfi að verða sú að skipta landinu niður í ákveðin framleiðslusvæði, þar sem markaðsað- staða og framleiðsluskilyrði réðu svæðaskiptingunni. Þannig finnst mér nauðsynlegt að reyna að beina fram- leiðslunni inn á ákveðnar brautir á hverju svæði fyrir sig. Miða þarf markaðsaðstæður við landgæði og beitar- þol og það, hvað byggðin þolir, þannig að það verði ekki byggðaröskun. Mér finnst, að það séu ýmis landsvæði, sem gætu snúið sér að öðrum atvinnutækifærum fremur en önnur. Á Vestfjörðum má búvöruframleiðslan alls ekki dragast saman vegna þess, að við eigum svo erfitt með það að afla annarra atvinnutækifæra og verðum að treysta á búskapinn sem aðaltekjuleið. En ef til vill mætti draga úr búvöruframleiðslunni í öðrum lands- hlutum, án þess að það yrði til neinnar röskunar. Það er eins og hugmyndir um þetta fái engan byr. F R E Y R 663

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.