Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 76

Freyr - 15.09.1978, Qupperneq 76
allt eftir sýkingarleiðum. Líklegt er, að við eðlilegar smitleiðir sé tími þessi mun iengri. Við rannsóknir, bæði á riðu og scrapie, hefur komið í Ijós, að vissir fjárstofnar hafa minni viðnámsþrótt en aðrir. Með tilraunum í Bretlandi hefur tekist, með því að setja eingöngu á lömb undan riðuveikum kindum eða kindum, sem síðar veikjast af riðu, að skapa fjárstofn, þar sem svo að segja hver einasta kind veikist af riðu 2—3 vetra göm- ul. Á svipaðan hátt hefur tekist með sér- stöku úrvali að mynda fjárstofn, sem hefur mjög mikia mótstöðu gegn riðuveiki. Slík mótstaða á þó væntanlega ekki við nema gegn tilteknum stofnum af veiru þeirri, sem veldur scrapie (riðu). Þar sem scrapie (riða) er landlæg, eins og t.d. á Bretlandseyjum, hafa menn reynt að notfæra sér þetta og dregið úr tjóni af völdum scrapie með sérstöku úrvali, eru þá eingöngu sett á lömb undan fullorðnum ám, sem ekki hafa veikst af riðu, og hrútum, sem gefið hafa afkvæmi, þar sem ekki ber á riðu. Öðrum kindum er skilyrðislaust fargað og öllum kindum, sem veikjast, jafn- skjótt og á þeim sér. Smitleiðir eru ekki að fullu kunnar. Al- gengast virðist vera, að kindur smitist á húsi af veikum kindum eða kindum, sem smitast hafa, þó að þær séu enn ekki farnar að sýna einkenni veikinnar. Þá er smit frá móður til afkvæmis algengt, og oft virðist veikin leggjast á sérstaka stofna í fjárhóp- um meir en aðra. í smituðum og veikum kindum er smitefni mest bundið við mið- taugakerfi og milti, en finnst í hvaða líffæri sjúkra kinda sem er, að kalla, einnig í kjöti. Varnaraðgeröir. Ekki eru þekkt nein próf, sem nota má til þess að greina kindur smitaðar af riðu- veiki, áður en sjúkleg einkenni koma fram, en venjulega líða 1—3 ár frá því smit á sér stað, þar til einkenni koma í Ijós. Ekki eru heldur þekkt nein varnarlyf eða lækningarlyf, sem að gagni mættu koma gegn þessari illvígu veiki. Það voru mikil vonbrigði, þegar riða kom upp aftur á fjárskiptasvæðunum eftir niður- skurðinn 1945—1948. Þess vegna var gefin út reglugerð um varnir gegn útbreiðslu riðu- veiki í sauðfé 18. júlí 1957. Samkvæmt reglum þessum er fjáreigend- um skylt að tilkynna oddvita, ef riðu verður vart í fé þeirra, svo hægt sé að fá sjúkdóms- greiningu staðfesta. Óheimilt er að selja eða flytja sauðfé til lífs eða dvalar frá bæj- um, þar sem riðuveiki hefur verið staðfest. Á bæjum, þar sem riðuveiki gerir verulegt tjón, getur sauðfjársjúkdómanefnd heimilað niðurskurð á heilum fjárbúum. Hefur það verið gert nokkrum sinnum, en því miður hefur riðan oftast haldið velli eftir slíkar aðgerðir. Þá eru í gildi ákvæði, þar sem hægt er að fyrirskipa niðurskurð á fé, ef riðuveiki verður vart í héraði, þar sem hún hefur ekki verið kunn áður. Ýmis fleiri ákvæði hefur reglugerð þessi að geyma, sem miða að því að draga úr útbreiðslu veikinnar. Því miður hafa reglur þessar ekki verið virtar sem skyidi. Enn er þekking okkar á riðuveiki of tak- mörkuð til þess, að hægt sé að gefa við- hlítandi varnarráð gegn henni. Með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengist hefur, þæði hér á landi og erlendis, er þýðingarmikið að forðast allan samgang fjárbúa, þar sem kunnugt er um riðuveiki, við heilbrigðar kindur. Það ber að hafa hugfast, að margt bendir til þess, að kindur geti smitað út frá sér talsvert áður en veikin kemur fram í þeim. Einnig er það reynsla, að kindur út af riðuveikiforeldrum smitast mun oftar af riðu heldur en þær kindur, þar sem sjúk- dómurinn hefur ekki komið fram hjá foreldr- unum. Því er með öllu ótækt að selja hrúta út af riðuveikum foreldrum. Smithætta virðist sérstaklega mikil um sauðburðinn. Því ætti að reyna að viðhafa sem mest hreinlæti þar, sem ær þera, og 686 F R E Y R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.