Freyr

Årgang

Freyr - 15.09.1978, Side 78

Freyr - 15.09.1978, Side 78
Fyrir kindur þær, sem slátrað er í þessum tilgangi, skal ríkissjóður greiða sanngjarn- ar bætur. Fjáreigendum er skylt að greiða fyrir slík- um skoðunum og rannsóknum og veita nauðsynlega aðstoð. 7. gr. Þegar niðurskurður á sauðfé fer fram vegna riðuveiki eða kýlapestar, samanber 4. og 5. gr., skal gæta þess að slátra því fé sér, og má ekki hefja slátrun á öðru fé, fyrr en lokið er sótthreinsun á sláturhúsi eða slát- urstað svo og flutningavögnum. Sömu varúðar skal gæta við slátrun á einstöku sýktum eða grunuðum kindum. Um sótthreinsun af þessum tilefnum skal hlíta fyrirmælum sauðfjársjúkdómanefndar, fulltrúa hennar eða kjötskoðunarlæknis. 8. gr. Sauðfjársjúkdómanefnd er heimilt að fyrir- skipa, að eytt skuli að fullu hræjum af sjúk- um kindum, með því að brenna þau eða grafa. Einnig getur hún fyrirskipað eyðingu hausa og innyfla af fé frá bæjum, þar sem sjúkdómar þessir hafa verið staðfestir. 9. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða sektum, allt að kr. 50000.00, eða fangelsi og skal með mál út af slíkum brotum farið sem al- menn rögreglumál. Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 23 frá 10. mars 1956, 1. gr., um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist hér með til eftirbreytni öll- um þeim, sem hlut eiga að máli. Landbúnaðarráðuneytið, 18. júlí 1957. Hermann Jónasson. Árni G. Eylands. Ráð við kúadoða Kalsíumþörf kýr, sem er með kálfi, er nokk- uð jöfn, allt til dagsins fyrir burð. Eykst þá þörfin og er mikil allt mjólkurskeiðið. Sum- ar kýr geta ekki aukið kalsíumtöku nógu hratt við burðinn og fá doða. í breskum til- raunum hefur kúm með fangi verið gefið bygg í stað kalsíumauðugs kjarnfóðurs, og rétt fyrir burð hefur kalsíumgjöf verið auk- in. Þetta hefur reynst árangursríkt. Samkvæmt fóðurskýrslum frá 40 bæjum voru 562 fóðraðar á fyrrgreindan hátt. Af þeim höfðu 256 áður fengið doða. Aðeins 31 kýr, sem sett var á ,,doðakúr“ sýndu doðaeinkenni eftir það. The Veterinary Record 18. mars, Nol 102, No 11. Blóðtappi og lýsi - innlegg í fituomræðuna Tveir læknar í Álaborg hafa komið fram með kenningu, sem kann að hafa heilla- vænleg áhrif í baráttunni við blóðtappa. Að því er Vendsyssel Tidende hermir, er kjarni kenningarinnar sá, að í mat Grænlendinga sé fitusýra, sem myndi s.k. prostaglandin. Þetta prostaglandin hefur ekki þau skað- legu áhrif, sem valda blóðtappa. Það, sem kom jósku iæknunum á sporið, var, að Grænlendingar, sem lifa á spiki og fiski, fá mjög sjaldan blóðtappa. 10% lýsis er þessi eftirsótta fitusýra. Baug og Dyerberg segja, að ennþá sé ekki gott að gera sér grein fyrir hvaða af- leiðingar þessi uppgötvun þeirra muni hafa. Þeir eru nú farnir til Grænlands til þess að Ijúka rannsóknum sínum, en þær hafa stað- ið í 10 ár. Að dómi læknanna nægja 30 grömm af lýsi á dag (2 matskeiðar) til að koma í veg fyrir blóðtappa, ef menn eta ekki því íeitari mat. 688 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.