Freyr - 01.12.2000, Page 11
ég hef sagt það sl. tvö ár að ef menn
geti ekki búið þá eigi þeir að hætta
og fara í eitthvað annað, meðan
gott verð er í framleiðsluréttinum.
Þetta held ég að gildi um land allt.
Það er hins vegar rnjög breytilegt
eftir héruðum hvernig þjónustustig-
ið er sem og „mórallinn“. Hér í
Skagafirði er t.d. mjög sterkur fé-
lagsskapur kringum bæði sauðfjár-
ræktina og mjólkurframleiðsluna,
þ.e. félög sauðfjárbænda og kúa-
bænda, þetta eru áhugasöm og virk
félög. Eg er í stjórn Félags sauðfjár-
bænda í Skagafirði og við hittumst
alltaf einu sinni í mánuði og á vet-
urna höldum við fundi í sveitunum.
En það er ekki nóg að hafa þolan-
lega afkomu, ef félagslegi þátturinn
er ekki í lagi, þá líður fólki ekki vel.
Er ekki lítið um hrein fjárbú he'r í
sýslu?
Jú, þau eru fá, en sjáðu til, sauð-
fjárrækt á Islandi í dag er hobbí,
þessi grein hefur orðið á eftir í þró-
uninni, það eru alltof margir að
framleiða of lítið kjöt til þess að
það geti verið hagkvæmur sjálf-
stæður rekstur. Sauðfjárrækt er hins
vegar frábær hliðarbúgrein til að
nýta þá aðstöðu sem er fyrir hendi,
beit, hús og annað. Ég vil að sem
flestir eigi sauðfé en tel óraunsætt
að unnt sé að reka hana sem eina
lifibrauðið.
En nú eru til svœði þar sem litlar
sem engar aðrar tekjur er að hafa.
Já, þar verða menn að leysa málin
út frá sínum forsendum. En það þýð-
ir ekkert að sitja bara heima og
kvarta, menn verða að sækja sjálftr á.
Hross, ímynd
Skagafjarðar,
Svo er það ímynd Skagafjarðar,
hrossin. Hvernig gengur að stunda
hrossarœkt með öðrum búskap?
Ég ætla ekki að setjast í dómara-
sæti yfir því. Mér finnst hins vegar
alveg frábært hve mikill áhugi er á
hrossarækt, tamningum og hesta-
mennsku hér í sýslunni vegna þess
að þetta er skemmtilegt, bæði sem
sport og eins sem rekstur en það
vantar örugglega talsvert á að þetta
gefi það trygga afkomu að þetta sé
spennandi sem búgrein fyrir þá sem
hafa ekki brennandi áhuga á henni.
Það er þó ljóst að nokkur hópur
manna hér í Skagafirði lifir alveg af
þessu.
En er þetta búgrein með öðrum
búgreinum eða er hœgt að lifa af
henni einni?
Ég tel að þetta sé álitlegast sem
aukabúgrein, en þá verður líka að
gæta þess að hún ýti ekki til hliðar
því sem menn lifa af, en það er ekk-
ert leyndarmál að það gerist sums
staðar. Hrossin taka þá allan áhug-
ann og allan tímann og annað situr
á hakanum.
Þetta á alls ekki við um alla og
sumir selja góð kynbótahross fyrir
hátt verð en þó ekki á hverju ári.
Annars virðist lífhrossamarkaður-
inn vera þröngur um þessar mundir.
Varðandi þá bjartsýni sem ríkir í
búskapnum hér í sýslu þá tel ég að
sú ákvörðun Kaupfélags Skagfirð-
inga að hjálpa kúabændum að
kaupa kvóta eigi þar verulegan hlut
að máli. Ég skil reyndar ekki af
hverju fyrirtæki í landbúnaði í öðr-
um héruðum gerðu þetta ekki líka.
Þetta er hins vegar tvímælalaust
besta sóknarfæri sem KS hefur
skapað sér og gjörbreytir ímynd
þess gagnvart bændum.
Það er mikið talað um það nú að
sameina þurfi mjólkurbú og slátur-
hús, ert þú fylgjandi því?
Já, ég hef alltaf verið það, en
þessi stækkun og sérhæfmg á að
byggjast á því að fólk vinni saman,
en það vantar t.d. mikið á það að ís-
lenskur mjólkuriðnaður vinni sam-
an. Það á að sérhæfa mjólkursam-
lögin, og fækka framleiðslulínum
hjá hverju þeirra. Það má pakka
neyslumjólk alls staðar, það kostar
lítið, en að framleiða jógúrt með
sömu bragðefnum hlið við hlið, eða
súrmjólk eða annað, það á ekki að
eiga sér stað.
Sláturhúsin?
Alveg það sama, það er ekkert
mál að slátra hvar sem er, það eru
sölumálin sem brýtur á, þau eru
stærsta vandamál sauðfjárræktar-
innar þar sem hvert fyrirtækið treð-
ur skóinn niður af öðru, bæði á inn-
lendum markaði og erlendis.
M.E.
Fjórði hver nýr
mjólkurframleiðandi
í Danmörku er
Hollendingur
Frá árinu 1997 hefur hlutfall
mjólkurframleiðenda af hollensk-
um uppruna, sem hefja búskap í
Danmörku, vaxið úr 10% í 20-
25%. Hollendingarnir sækjast
einkum eftir bújörðum með stór-
um áhöfnum. Hlutur þeirra í
mjólkurframleiðslu í Danmörku
er því enn meiri en fjöldi þeirra
segir til um. Hinn 1. ágúst sl.
voru hollenskir kúabændur um
350 - 400. Þetta kom nýlega fram
í svari Ritt Bjerregaard, landbún-
aðar- og matvælaráðherra Dana, í
Folketinget.
(Landsbladet nr. 46/2000).
Aukin fúkkalyfja-
notkun í Danmörku
Utgjöld vegna kaupa á fúkkalyij-
um í dönskum landbúnaði hafa
aukist mikið á þessu ári. Fyrstu
átta mánuði ársins keyptu danskir
bændur fúkkalyf fyrir 56 millj. dkr.
en fyrir 32 millj. dkr. á sama tíma
árið áður. Aukningin var mest í
svínarækt og ástæða hennar er
einkum talin sú að frá síðustu ára-
mótum var bannað að nota vaxt-
araukandi efni í smágrísauppeldi.
(Bondebladet nr. 45/2000).
FREYR 11-12/2000 - 11