Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Síða 15

Freyr - 01.12.2000, Síða 15
Grillveisla NÖK-fulltrúa og gesta á Hólum í yfir 20°C hita og síðdegissól. (Ljósm. Jóhannes Torfason.). vart kúabændum og t.d. ráðgjöf í jarðrækt á höndum annarra en ráð- gjöfin í nautgriparækt. Umræðan væri hins vegar um og það, að kröf- um bænda, að þetta væri meira fellt saman. Þá ræddi hún einnig stöðu mjólkureftirlits í tengslum við aðra ráðgjöf, en uppbygging í þessum efnum er mjög breytileg eftir lönd- um. Taldi hún mikla reynslu fyrir því að samþætting mjólkureftirlits og ráðgjafar um fóðrun skilaði meiru en þessir þættir aðskildir. Hún taldi ljóst að þróunin væri í átt að aukinni sérhæfingu í ráðgjöf og að notandinn greiddi sífellt meira beint fyrir ráðgjöfina. Oskir um eigin ráðunaut, sem sinnti málum búsins í heild, stæði eftir sem áður mjög sterkt meðal bænda. Danskur bóndi, Tage Christen- sen, fjallaði um viðhorf kúabónd- ans til rannsókna og menntunar í greininni. Hann byrjaði á að draga upp myndina af hinni gífurlega hröðu þróun í danskri mjólkurfram- leiðslu þar sem mjólkurframleið- endum hefur fækkað úr rúmlega 60 þúsund árið 1975 í 10 þúsund í dag og áætlað að fjöldinn verði kominn niður í um 5 þúsund innan fimm ára. Þetta kallar á feikilega aukna sérhæfingu á öllum sviðum. Hann lagði mikla áherslu á þörf- ina fyrir öflugt og virkt rannsóknar- starf í greininni við þessar aðstæð- ur. Sú þörf færi verulega vaxandi. Rannsóknarstarfsemi er að umtals- verðum hluta kostuð beint af dönskum mjólkurframleiðendum. Hann sagði að bú eins og sitt með um 100 kýr greiddi á ári í fram- leiðslugjöldum (hluti „búnaðar- málasjóðs" þeirra), sem rynnu beint til rannsóknarstarfsemi, urn 200 þúsund krónur (umreiknað í ís- lenskar krónur). Því væri eðlilegt að bændur hefðu beint hönd í bagga með því hvemig þessu fé er varið. Sá grunnur sem fyrir hendi er í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar verður ætíð feikilega mikilvægur fyrir alla rannsóknarstarfsemi. Hann taldi að þær áherslur sem æskilegar væru í rannsóknarstarf- inu á næstu árum væru öðrum fremur: 1. Styttri tíma verkefna og ef um langtímaverkefni væri að ræða væri mögulegt að geta endur- skoðað og jafnvel hætt við ef í ljós kæmi að það sem að var stefnt næð- ist ekki. 2. Enn meiri áherslu á að niðurstöður skiluðu sér vel til bænda. Nýju rannsóknarmiðstöðina sem fjallað er um hér að framan ber að skoða í því ljósi. 3. Meiri áhersl- ur á verkefni sem hefðu tengsl við rannsóknarstarf í öðrum löndum. 4. Meiri samvinnu á milli þeirra stofn- anna sem vinna að rannsóknum fyr- ir greinina í dag. Hann taldi að námið á bænda- skólunum væri nauðsynlegt að sér- hæfa enn meira en nú væri. Hann taldi eðlilegt að námsdvöl utan landsteinanna yrði eðlilegur þáttur í námi í framtíðinni. í erindi Sigurgeirs Þorgeirssonar, framkvæmdastjóra BÍ, var fjallað um uppbyggingu og verkefni í leið- beiningaþjónustu hér á landi. Samvinna í norrænni nautgriparækt Annað meginefni ráðstefnunnar var umfjöllun um norræna sam- vinnu í ræktunarstarfinu í naut- griparækt. Sú umfjöllun hófst á yfirlitserindi um þróun í ræktunar”tækni” sem Torstein Steine frá Noregi flutti. Hann byrjaði á að minna menn á að gleyma sér ekki í tækninni þannig að aðalþáttur í framkvæmd ræktun- arstarfsins týndist, en hann yrði ætíð að leita eftir bestu getu að þeim einstaklingum sem best upp- fylltu ræktunarmarkmið okkar og vinna að því að hlutur þeirra yrði sem mestur í myndun næstu kyn- slóða nautgripa. I sviði hefðbundinnar kynbóta- fræði væru aðferðimar í fullu gildi, þróunin þar sneri fyrst og fremst að þeim möguleikum sem sköpuðust með sífellt öflugri tölvum, þannig að útreikningar sem áður voru óhugsandi vegna umfangs væru nú vel viðráðanlegir. Flutningur fósturvísa er fastur þáttur í framkvæmdinni síðustu 20 árin. Möguleikamir fælust í betri nýtingu bestu kúnna og möguleik- um til að stytta ættliðabilið. Einnig hefðu þeir sérstöku hlutverki að gegna í örsmáum erfðahópum til varðveislu. Kyngreining sæðis er ekki enn raunhæfur möguleiki við fjölda- notkun, en vafalítið aðeins spurning um örfá ár. Ræktunarlegur ávinn- ingur er ef til vill ekki mikill, fyrst og fremst að möguleikar verða til úrvals á liðnum móðir til dóttur, sem hefur í raun nánast ekkert vægi Frh. á bls. 45 FREYR 11-12/2000 - 15

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.