Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.2000, Síða 19

Freyr - 01.12.2000, Síða 19
Aldur við burð og burðartími hjá fyrsta kálfs kvígum Endurnýjun kúastofnsins er einn af stærri kostnaðarþátt- um í mjólkurframleiðslunni. Um leið er burðartími kúnna og þá sérstaklega hjá fyrsta kálfs kvígum einn af þeim stjórnþáttum sem bóndinn hefur við skipulagningu á framleiðslu sinni. I nágrannalöndunum hefur síð- ustu misserin mátt lesa margt um þróun í þessum efnum þar. Varað er við öfugþróun í sumum löndum vegna þess að kvígurnar séu jafnvel að verða eldri en áður þegar þær bera fyrsta sinni. Einnig hefur end- umýjunarkostnaður farið vaxandi í mjólkurframleiðslunni vegna þess að frálagsvirði kúnna hefur lækkað hlutfallslega vegna lækkunar á verði kýrkjöts. Fyrir tveim áratugum, þegar við vorum að meta leiðréttingarstuðla vegna áhrifa aldurs og burðartíma kúnna á afurðir, voru gerðar ýmsar rannsóknir sem sýndu glöggt stöðu mála á þeim árum. Þá var meðal- aldur fyrsta kálfs kvígnana við burð um 26 mánuðir en meginhluti þeirra bar á aldrinum 24-28 mán- aða, en alltaf voru til bú þar sem kvígurnar báru við þriggja ára ald- ur. Burðartími þeirra var hins vegar mjög dreifður yfir allt árið og eins og hjá öðrum kúm á þeim árum báru hlutfallslega flestar kvígumar að vorinu þó að hlutfall þeirra sem bar að haustinu væri heldur hærra en hjá fullorðnu kúnum. Þá mátti orðið fmna nokkur bú á Suðurlandi þar sem kvígumar báru nánast allar að haustinu, en slíkt var að heita mátti óþekkt í öðrum landshlutum. Ljóst var að aldur og þroski kvígn- anna réð mestu um burðaraldur þeirra á þessum ámm. Til að bregða ljósi á þróun í þess- um efnum voru teknar til úrvinnslu upplýsingar fyrir allar kvígur, sem eftir éF\ Jón Viðar Jónmundson, Bænda- V samtökum f v íslands báru fyrsta kálfi, og upplýsingar vom um í skýrsluhaldi nautgripa- ræktarfélaganna fyrir árin 1991- 1998. Þetta voru samtals nær 42 þúsund kvígur. Hér á eftir verður gerð grein fyrir því helsta sem fram kemur við skoðun á þessum upp- lýsingum. Aldur við burð A mynd 1 em sýndar niðurstöður um þróun í aldri kvígnanna við burð á þessu tímabili. Þar sést glöggt að burðaraldur kvígnanna verður að jafnaði hærri með hverju ári. Árið 1991 vom þær 28,4 mán- aða að jafnaði en árið 1998 er aldur kvígnanna kominn í 29,5 mánuði að meðaltali. Þegar þessar tölur eru bomar saman við eldri upplýsingar, sem áður eru nefndar, er ljóst að Mynd 1, sjá texta. Meðalaldur eftir burðarmánuðum Mynd 2, sjá texta. FREYR 11-12/2000 - 19

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.