Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.2000, Side 20

Freyr - 01.12.2000, Side 20
Burðaraldursdreifing □ mars Bokt Mynd 3, sjá texta. Burðarmánuður Mynd 4, sjá texta. kvígurnar eru að jafnaði orðnar verulega eldri við burð nú en þær voru fyrir tveimur áratugum. Þessar tölur eru einnig mjög háar í samanburði við það sem sjá má í öðrum löndum. I Hollandi og Bandaríkjunum er meðalaldur kvígnanna við burð 25-26 mánuðir og sama meðaltal er að finna hjá Jersey kúnum í Danmörku, en hjá þyngri kynjunum er meðaltalið á bilinu 27-28 mánuðir. í Svíþjóð eru kvígumar að jafnaði hvað elstar, eða á bilinu 28-29 mánaða, og svíar telja þær þó alltof gamlar og em með mjög harðan áróður til að hvetja bændur til að vinna að lækk- un burðaraldursins. Á mynd 2 er sýnt á hvem hátt aldur kvígnanna við burð breytist eftir burðartíma þeirra. Þama sést umtalsverður munur. Kvígurnar sem bera að haustinu eru vemlega eldri en þær sem bera síðari hluta vetrar og að vori. Þetta er lík skipt- ing og áður, báðir hópar em hins vegar eldri en áður. Ástæða er til að ætla að það séu mismunandi þættir sem stýri aldri kvígnanna sem bera á mismunandi árstímum. Þetta má sjá enn skýrar með því að skoða dreifingu í aldri kvígna sem bera annars vegar í mars og hins vegar í október. Þetta er sýnt á mynd 3. Segja má að kvígumar sem bera í mars sýni nokkuð eðlilega dreif- ingu í burðaraldri miðað við að stefnt sé að 25-26 mánaðar aldri þeirra við burð. Sjá má að enn finnst örlítill hópur af kvígum sem stefnt er að burði hjá við þriggja ára aldur. Hjá kvígunum sem bera í október er hins vegar dreifing í burðaraldi ögn skrýtin. Ljóst er að þama er talsverður hópur af haust- fæddum kvígum þar sem stefnt er að burði við tveggja ára aldur eða örlítið meiri. Hins vegar er ákaflega stór hópur af kvígum sem greini- lega eru færðar á þennan burðar- tíma og eru orðnar verulega rosknar þegar þær loks bera fyrsta kálfi. Burðartími Þegar kvígurnar eru flokkaðar eftir burðarmánuði þeirra fæst sú útkoma sem sýnd er á mynd 4. Þar sést að ákaflega stór hluti af kvíg- unum ber orðið að haustinu og snemma vetrar, frá því í september og fram í desember. Þetta er feiki- lega mikil breyting frá því sem áður var. Þetta er einnig ákaflega frá- brugðið burðartíma hjá kúm í land- inu í heild. Það er því ljóst að að erfiðlega gengur að láta kýrnar halda þessum burðartíma. 20- FREYR 11-12/2000

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.