Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.2000, Qupperneq 27

Freyr - 01.12.2000, Qupperneq 27
70 60 50 40 ±f----------- 30 - 20 10 0 J—---------——-------------------------- Eingöngu Eitthvað þurrt í Hlf. rúlla eykst rúllur fóðri milli ára Mynd 1. Heyskapur á búunum og þróun hans milli áranna 1997 og 1998. □ Há bú □ Lág bú var algengari meðal búanna sem til- heyrðu lága hópnum eins og mynd 1 gefur til kynna. Hærra hlutfall þeirra (41% á móti 36%) var ein- göngu með rúlluheyskap. Ein- hverjir voru með heymeti/vothey og þá með rúllum eða þurrheyi, jafnvel hvoru tveggja. Þau bú sem voru með einhverja þurrheysfóðrun (eingöngu eða með rúllum og/eða votheyi) voru fleiri í háa hópnum, 64% á móti 56%. Þurrheyskapur- inn minnkaði heldur milli um- ræddra tveggja ára, meira hjá lága hópnum. Þurrefnisinnihald rúll- anna virtist vera svipuð hjá báðum hópum, á bilinu 45 til 60%. Fóðrun Fóðrunin hefur mikil áhrif á alla líkamsstarfsemi skepnunnar og van- og offóðrun hafa neikvæð áhrif á eðlilega starfsemi. Strax eft- ir burðinn lendir kýrin í því að geta ekki étið nægilega mikið til að mæta þeim næringarþörfum sem hún þarf á að halda til mjólkurfram- leiðslunnar. Nytin nær hámarki á bilinu 6-8 vikum eftir burðinn á sama tíma og átgetan nær ekki há- marki fyrr en 7-12 vikum eftir burð. Þama skapast neikvætt orkujafn- vægi sem ekki má verða of mikið. A þessum viðkvæma fóðrunartíma verður að fylgjast vel með hlutfalli próteins og orku í fóðurskammtin- um; of mikið prótein í hlutfalli við orkuna verður til þess að gripurinn nýtir ekki próteinið sem skyldi heldur þarf að losa sig við umfram- próteinið og nýta orku til þess sem betur væri varið. Háar úrefnistölur gefa vísbendingu um mikla prótein- fóðrun. A þessum tíma mjólkar kýrin gjaman af sér hold og þolir það innan vissra marka, nokkuð sem enn eykur úrefnismagn sem gripurinn þarf að losa sig við. Kýr, sem er lengi í neikvæðu orkujafn- vægi og mjólkar töluvert mikið af sér hold, á á brattann að sækja til að færa sig í eðlilegt horf og þar með að festa fang. Lágt hlutfall glúkósa í blóði (orkuskortur) ásamt háu hlutfalli ketónefna (gripurinn tekur af sér hold í miklum mæli) hafa nei- kvæð áhrif á að eðlileg kynstarf- semi hefjist að nýju. Vanfóðmn getur hindrað egglos eða frjóvgun, jafnvel aukið hættuna á fósturdauða snemma á þroskastiginu. Lítið var um marktækan mun milli hópanna á hinum ýmsu þátt- um sem spurst var fyrir um og varð- ar fóðrunina. Rúmlega 80% bænd- anna flokkaði ákveðið gróffóðrið í gripina þar sem hányta kýmar voru í fyrirrúmi. Tæpur helmingur rað- aði kúnum markvisst á básana með tilliti til fóðrunar en mjaltaröðin getur þó orðið önnur og stjórnaði hún þá frekar uppröðuninni. Á 76% búanna var verið að gefa/bæta á/sópa að gróffóðri þrisvar til fjór- um sinnum á dag. Kjarnfóðurgjafirnar voru ekki eins tíðar en hærra hlutfall háu bú- anna gaf kjamfóður fjómm sinnum yfir daginn þó að munurinn mæld- ist ekki marktækur. Kvöldferð var við lýði á um helmingi búanna (svipað milli hópa) þar sem sú ferð nýttist til kjamfóðurgjafar og/eða sópa að gróffóðri. I þeim ferðum var jafnframt kíkt eftir beiðslisein- kennum hjá kúnum. Hámarksmagn kjamfóðurs yfir daginn var að með- altali 6,7 kg, ívið meira hjá lægri búunum þar sem hærra hlutfall þeirra virðist gefa stærri skammta. Algengast var þó að gefa hányta kúnum 6,0 kg kjamfóðurs yfir dag- inn (25% allra búanna falla þar 170 165 160 155 150 145 140 135 I Lágpr.blanda l Hápr. blanda -a— Prótein í heyjum "97 "98 "97 "98 Mynd 2. Tegundaval á kjamfóðri og þróun þess milli ára ásamt breytingum á efnainnihaldi próteins i heyjunum. FREYR 11-12/2000 - 27

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.