Freyr - 01.12.2000, Side 40
.©— 5 ár —h—10 á r —e—15 ár —x—20ár
—5 ár —h—10 ár —e—15 ár —20ár
4. mynd. Áhrif mismunandi kjarnfóðurverðs á framlag fóðurs, 35 kr./kg til vinstri, 25 kr./kg til hœgri.
nýting fasts kostnaðar en rauntölur
úr íslenskum landbúnaði gefa ekk-
ert slíkt til kynna.
Umræöur
Ýmislegt bendir til þess að að
hagkvæmasta jarðræktarskipulag
hverju sinni tengist afurðastigi bús-
ins og burðartímaskipulagi. Ljóst
er að aðrar kröfur verður að gera til
fóðurs ef mestur hluti þess er við-
haldsfóður heldur en ef það er nýtt
til afurðaframleiðslu. Samkvæmt
þessu ættu bændur að haga skipu-
lagi jarðræktar þannig að það falli
að framleislumarkmiðum búsins
eða jafnvel að haga framleiðslu
búsins eftir aðstæðum til jarðrækt-
ar. Ljóst er að húsakostur og önnur
aðstaða hafa þama mikil áhrif sem
ekki er hægt að taka tillit til í al-
mennum útreikningum. Takmark-
að ræktunarland getur einnig sett
skipulagi framleiðslunnar skorður
og í slíkum tilfellum getur verið
æskilegra að hámarka fóðurfram-
lagið á einingu ræktaðs lands frekar
en á innlagðan lítra mjólkur. Þar
sem básafjöldi í fjósi er takmark-
andi er ennfremur eðlilegra að miða
framleiðsluna við hámörkun fram-
lags á mjólkurkú. Innan þess
ramma, sem framleiðsluaðstaða og
ræktun setja hverjum bónda, ætti
hins vegar að miða við að hámarka
framlagið á innlagðan lítra en þá
þarf að huga að þeim þáttum sem
ekki eru teknir með í reikninga á
fóðurframlagi.
í útreikningum á fóðurframlagi
hér að ofan kemur í ljós svipað
mynstur og ítrekað hefur birst í bú-
reikningum Hagjónustu landbúnað-
arins varðandi framlegð á kúabú-
um. Ljóst er að með hækkandi af-
urðastigi eykst fóðurframlag á
hverja mjólkurkú og samfara því
sparast töluvert ræktarland þar sem
lægra hlutfall heildarfóðurs er við-
haldsfóður. Fóðurframlag hverju
sinni vex hins vegar ekki, heldur er
nokkuð stöðugt, en nær hámarki
við ákveðið afurðastig sem virðist
háð burðartímaskipulagi og sláttu-
tíma- og endurræktunarskipulagi.
Akvörðun á hagkvæmasta sláttu-
tíma verður að taka með tilliti til
afurðastigs og endurræktunartíðni.
Við miðlungshátt og hærra afurða-
stig ætti að leggja áherslu á snemm-
slátt, að meðaltali ekki seinna en
um skrið vallarfoxgrass, þetta á
einnig við í öllum tilfellum ef um
haustburð er að ræða. Við lægra af-
1.500.000 kr.
urðastig og jafnan burðartíma eða
vorburð mætti slá að jafnaði nokkru
seinna, eða viku til tíu dögum eftir
skrið vallarfoxgrass, en í slíkum til-
fellum má gera ráð fyrir því að
sláttur gæti hafist að jafnaði um
skrið vallarfoxgrass.
Nú verður að taka fram að
ákvarðanir um slátt ráðast ekki ein-
ungis að sprettu og þroska grasa
heldur einnig af veðurfari. Því eru
ofannefndar tímasetningar einungis
leiðbeinandi. Svipað á við um end-
urræktunartíðni að eftir því sem
kröfumar em meiri til fóðursins,
hátt afurðastig og haustburður þá
eykst hagkvæmni endurræktunar-
innar og segja má með nokkurri
vissu að tiltölulega ör endurræktun
á 8-12 ára fresti borgi sig í flestum
tilfellum ef um er að ræða miðl-
ungshátt eða hærra afurðastig á
kúabúum. Við lægra afurðastig em
samspilsáhrif sláttutíma og endur-
ræktunartíðni á þann veg að með
1.250.000 kr.
1.000.000 kr.
750.000 kr.
500.000 kr.
250.000 kr.
- kr.
0 50000 100000 150000 200000
Innvegnir mjólkurlítrar
5. mynd. Samband afskrifta véla og innveginna mjólkurlítra skv. Búreikning-
um Hagþjónustu landbúnaðarins 1999.
y = 7,2x - 24
R2 = 0,97
40- FREYR 11-12/2000