Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 2

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 2
Molar NÝ SJÓNARHORN VARÐANDI ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI MED BÚVÖRUR í nóvember sl. var haldinn fund- ur á vegum Alþjóða viðskiptastofn- unarinnar í Cancun í Mexikó þar sem samþykkja átti aukið frelsi í viðskiptum með búvörur. Málið náði þó ekki fram að ganga og var því frestað. Áfram er unnið að málinu og ný sjónarhorn að koma upp í þeim viðræðum. Alþjóðasamtök búvöruframleið- enda, IFAP, eru stærstu samtök bænda í heiminum. Á vegum þeirra fara fram ítarleg skoðana- skipti um þessi mál þar sem leit- að er sameiginlegra sjónarmiða. Þar ber hæst vilji þjóða til að hafa stjórn á matvælaöflun til eigin þarfa með fullan aðgang að eigin markaði og möguleikum á að styrkja þá framleiðslu. Jafnframt leggja þjóðirnar áherslu á að stefnt skuli að “rétt- látum” viðskiptum en ekki frjálsum viðskiptum fyrir hvern sem er. Þjóðum innan IFAP er vel Ijóst að aðstæður í landbúnaði eru breytilegar frá landi til lands sem og hve mikilvægur landbúnaður er fyrir löndin og að þessi at- vinnuvegur þeirra fái að dafna. Það varðar jafnt varanlegt mat- vælaöryggi landanna sem og varðveisla náttúru- og menningar- verðmæta eða m.ö.o. hið flókna og fjölþætta hlutverk landbúnaðar í lífi og menningu hverrar þjóðar. Bændur innan IFAP eru sam- mála um að til þess að landbúnað- urinn gegni hlutverki sinu þurfi inn- lendan stuðning sem þó verði að haga þannig að hann valdi ekki óeðlilegum viðskiptahindrunum. Alþjóðasamtök bænda senda því samningamönnum innan Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar þau skilaboð að niðurfelling allra styrkja til landbúnaðar sé ekki tímabær. Lönd, sem flytja út búvörur í stórum stíl, einkum meðal þróunar- landa, kreQast aukins aðgangs að mörkuðum fyrir þessa framleiðslu sína, þar með taldar unnar búvör- ur, sem nú eru í háum tollflokkum. Þó verður aukinn aðgangur að mörkuðum að vera í jafnvægi við innlenda framleiðslu af undirstöðu- afurðum, svo sem mjólk. Æ meira er rætt um möguleika á því að láta innflutningslandið sjálft velja þær reglur sem inn- flutningurinn á að hlíta. Sú leið eru talin hafa kosti jafnt fyrir iðnríki sem og þróunarlönd. Auka má innflutning bæði með því að lækka tolla en einnig með tollkvót- um. Með þeim er átt við það að tryggður er aðgangur að ákveðn- um hundraðshluta af innanlands- neyslu, t.d. 5%, með lágum tolli eða tollfrjálst. Þetta er hagstætt fyrir mörg þróunarlönd sem þurfa að verja sig fyrir ódýrum innflutn- ingi sem getur spillt möguleikum þeirra á að byggja upp matvæla- framleiðslu fyrir eigin neyslu. Millirikjaviðskipti nema aðeins 10% af matvælaframleiðslu í heiminum. Yfirgnæfandi mest af mat er neytt í grennd við fram- leiðslusvæðið eða innanlands. Þar á landbúnaðarstefna viðkom- andi lands að vega þyngra heldur en niðurstöður WTO-viðræðna. (Internationella Perspektiv, nr. 35/2003). Alþjódleg vidskipti með KJÖT VERDA FYRIR BARÐ- INU Á BÚFJÁRSJÚKDÓMUM Um þriðjungur af alþjóðlegum viðskiptum með kjöt er i hættu á þessu ári vegna búfjársjúkdóma, samkvæmt úttekt sem FAO, Mat- væla- og landbúnaðarstofnun SÞ, hefur látið vinna. Það eru einkum kúariða og fuglaflensa sem hér eiga hlut að máli. Það eru viðskipti með um 6 milljón tonn af kjöti sem hér eru í húfi, að verðmæti um 70 milljarð- ar n.kr. eða um þriðjungur af al- þjóðlegum kjötviðskiptum á árinu. Þá er ótalinn kostnaður við bar- áttu gegn þessum sjúkdómum og skaði vegna markaða sem tapast. Tólf lönd, sem stunda kjötútflutn- ing, eiga hér hlut að máli. Hlutfalls- lega mestur hefur skaðinn orðið hjá löndum i Asíu, sem stunda ali- fuglarækt. Þar hafa um 100 milljón fuglar drepist eða verið aflífaðir vegna fuglaflensunnar. í Thailandi var fjórðungi af fuglastofni landsins slátrað af þessum sökum. Kúariðan hefur leitt til þess að mörg lönd hafa bannað kjötinn- flutning frá Bandaríkjunum og Kanada en þessi tvö lönd hafa staðið fyrir rúmlega fjórðungi af nautakjötsútflutningi í heiminum. Áætlað er að einungis útflutning- ur frá Bandaríkjunum hrapi úr 1,2 milljón tonnum árið 2003 í 100 þúsund tonn árið 2004. FAO spáir nú aukinni eftirspurn eftir svinakjöti. í Japan hækkaði verð á svínakjöti um 40% í febrúar á þessu ári. (Bondebladet nr. 17/2004). Forsíðumynd Jón Árni Jónsson, bóndi Sölvabakka í Austur-Húna- vatnssýslu, með Soldán 01 -060 frá Sölvabakka. undan Túla 98- 858. Soldán stóð efstur annað árið í röð í afkvæmarannsókn á Sölvabakka haustið 2003. | 2 - Freyr 4/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.