Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 9

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 9
Að sjálfsögðu væri skynsam- legast að stýra þessu þannig. Eins er Suðurlandið að öðru jöfhu fyrr til með sláturféð en við fyrir norð- an og ætti að nýta sér betur sum- armarkaðinn. Samband holdafars og bragð- gœða kindakjöts? Það vita allir, sem þekkja lamba- kjöt, að það þarf að vera hæfilega feitt, þ.e. að kindin sé í góðu ásig- komulagi. Fólk sem vill fá magurt kjöt á hins vegar að eiga völ í því. Við eigum aftur á móti ekkert að vera feimnir við að segja fólki það að feitt kjöt sé líka gott. Við erum að verðfella feita kjötið til bóndans og sú verðfelling á að skila sér til neytandans, en það hefúr hún því miður ekki gert nægilega. Það er tilfinning mín að þegar við erum famir að selja feita kjötið, sem er besta kjötið, með þeim verðmun sem er á því til neytenda þá kaupa þeir feita kjötið. Það er brýnt að eiga gott sam- starf við verslunina en hún á ekk- ert að segja neytendum hvað þeir eiga að borða, heldur hafa það á boðstólum sem neytendur vilja á eðlilegu verði. Svo eru til matarhefðir sem eru hluti af íslenskri menningu. Já, og ég tel mikilvægt að við- halda þeim, það er ljóst að t.d. í Bretlandi og fleiri löndum þá er kindin nýtt miklu betur en hér. Þeir eru ekkert feimnir við að halda því á lofti að svona hefúr þetta verið borðað frá alda öðli og sjálfsagt að gera það áfram. Ég tel líka mikilvægt að þessi vara sé sett þannig fram að hún sé að- gengileg í skólamötuneytum þannig að fólk venjist því í æsku að borða þennan mat. Það má líka hamra vel á því að við búum í hreinu umhverfi og að afúrðimar fullnægi ýtmstu kröf- um um hollustu og hreinleika. Útflutningur Utflutningur á lambakjöti? Það er alveg ljóst að sauöíjár- rækt í óbreyttri mynd stenst ekki nema við náum tökum á útflutn- ingnum og fáum ásættanlegt verð fyrir hann. Ég leyfi mér að trúa því að við eigum okkur góða framtíð í þeim efnum. Ef við skoðum það sem gerst hefur sl. fimm ár þá bendir margt til þess. Þar má nefna að það er vaxandi áhugi á hollustuvörum, því fólki fjölgar erlendis sem er tilbúið að borga hærra verð fýrir hreina og ómengaða vöm fram- leidda undir merki sjálfbærrar þróunar, beggja megin Atlantsála. Það er vaxandi hræðsla við ýmsa búfjársjúkdóma, verksmiðjubúr- ekstur, notkun hormóna, lyfja- notkun, erfðabreytt matvæli o.fl. Þú ert þannig að segja að við verðum að markaðssetja kjötið sem dýra gœðavöru? Það er eina leiðin sem við eig- um, annars fáum við aldrei ásætt- anlegt verð. Við verðum aldrei samkeppnisfær á flötu heims- markaðsverði fyrir þessa vöm. En við verðum líka að gera okk- ur grein fyrir því að sá rikisstuðn- ingur, sem veittur er til sauðfjár- ræktar, nánast byggir á því að menn em jafnframt að viðhalda byggðamynstrinu í landinu. Menn em að styrkja atvinnulífíð úti á ! landsbyggðinni vegna þess að þetta hangir allt saman, þ.e. þétt- býliskjamamir og sauðfjárræktin. Það er bamalegt að álykta sem svo að það sé hægt að halda sama ríkisstuðningi ef sauðfjárbændur j væm t.d. eitt hundrað en hver með fleiri þúsund fjár. Um það yrði engin sátt í þjóðfélaginu. I þessum efnum er sauðfjár- ræktin burðarásinn sem síðan gef- ur vaxtarmöguleika fýrir annað, svo sem ferðaþjónustu, hrossa- rækt og fjölmargt fleira. Friðgeir Guðjónsson í Holti, fjall- kóngur í Dalsheiði, í fjárhúsunum á Gunnarsstöðum. Samfélagið sem slíkt þarf líka að standast til þess að fólk sætti sig við að búa þar. Mjög víða á landsbyggðinni má fólki ekki fækka frekar til þess að haldið verði uppi eðlilegri þjónustu, svo sem skólum, heilsugæslu, verslun eða því félagslega umhverfí sem fólk verður að hafa. Ofan á þetta hefur það svo víða gerst að til sjávarins hefur undir- staðan brostið með samþjöppun fískkvótans á færri hendur og á stærri staði. Þannig hefúr vemleg vinna tapast, bæði föst störf við útgerð og fískvinnslu og fyrir lausráðið fólk, t.d. unglinga í sumarvinnu. í Norður-Þingeyjarsýslu hefúr landbúnaður haldið best hlut sín- um af öllum atvinnugreinum og þar hefur orðið minnst fækkun fólks. Við emm heppin þama í kringum mig að á Þórshöfn eigum við okkar eigin sparisjóð og þar er Freyr 4/2004 - 9 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.