Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 16

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 16
ur er einn af fjölmörgum sonum Lækjar 97-843 sem skotist hafa á stjömuhimininn. Þá var Lubbi 02- 209 með 120 í heildareinkunn en kjötmat sláturlambanna undan honum var ákaflega hagstætt. Lubbi er sonur Túla 98-858. Umfangsmesta rannsókn haustsins var líkt og áður á Lamb- eyrum. Efsta sætið þar skipaði Víðir 02-531 með 127 í heilda- reinkunn og voru yfirburðir hjá lömbunum undan honum fyrst og fremst áberandi miklir við mæl- ingar og mat á lifandi lömbum. Víðir er sonur Arfa 99-873. Jafn umfangsmiklar rannsóknir eins og þarna gefa möguleika á mjög miklum úrvalsyfirburðum á grundvelli niðurstaðna og í kjölfar þess greinilegra framfara í stofn- inum. Á Gillastöðum stóð efstur Loki 02-186 með 122 í heildareinkunn og voru yfirburðir skýrir íyrir báða þætti í rannsókninni og voru slát- urlömbin undan honum með mjög gott mat um gerð. Hrútur þessi er undan Læk 97-843. Næstur hon- um í rannsókninni stóð Karius 01- 181 frá Melum í Ámeshreppi sem efstur var á síðasta ári. Á Hróðnýj- arstöðum var efstur Smyrill 01- 532 með 128 i heildareinkunn. í Magnússkógum stóð efstur hrútur 00-103 með 127 í heildareinkunn og voru skýrir yfirburðir hjá af- kvæmum hans í báðum þáttum rannsóknarinnar en þessi hrútur er sonur Prúðs 94-834. í stórri rannsókn í Ásgarði var efstur Dropi 01-436 með 121 í heildareinkunn en hann vakti strax veturgamall athygli þegar hann stóð efstur í minni afkvæma- rannsókn á búinu. Yfirburðina að þessu sinni sækir hann hins vegar að stærri hluta í mælingar og mat á lifandi lömbum. Dropi er sonur Bessa 99-851 en móðurfaðir hans er Spakur 94-563. Banki 01-433 var með 120 í heildareinkunn, jafn á báðum þáttum og í kjöt- matshlutanum var hann með mjög hagstætt fitumat eins og hann á ættir til því að hann er sonur Sjóðs 97-846 og móðurfaðir hans er Kópur 94-466 þannig að móður- feður beggja þessara hrúta eru synir Gosa 91-945, hrútar sem reyndust vel til kynbóta í Ásgarði. Á Breiðabólsstað var stór rann- sókn þar sem efstur stóð Bútur 00- 725 með 146 í heildareinkunn og mjög sterkur á báðum þáttum rannsóknar enda lambahópur und- an honum ákaflega vel gerður. Bútur er sonur Mola 93-986. Vin- ur 01-737 var með 121 í heilda- reinkunn en yfirburðir hjá af- kvæmum hans komu fyrst og fremst fram í mælingum og mati á lifandi lömbum. Vinur er sonur Túla 98-858 en móðurfaðir hans er Kúnni 94-997. I stórri rannsókn á Klifmýri voru þrír afkvæmahópar sem báru mikið af öllum hinum í rannsókn- inni. Hæsta heildareinkunn fékk Kraftur 02-421, sem var með 129 í heildareinkunn, en undan hon- um voru ákaflega vel gerð lömb en heldur léttari en í hinum af- kvæmahópunum. Kraftur er son- ur Nála 98-870 en móðurfaðir Sólon 96-468 sem lengi var not- aður á þessu búi. Jökull 01-414 var með 123 í heildareinkunn en þessi hrútur er sonur Gálga 00- 404 sem stóð efstur í rannsókn á síðasta ári en móðurfaðir Jökuls er Njóli 93-826. Hringur 00-403 var með 122 í heildareinkunn og staðfesti ágæti sitt frá afkvæma- rannsókninni haustið 2001 þó að yfirburðimir núna væm ekki jafn feikilega miklir. Hringur er sonur Mola 93-986. Öllum þessum þremur hrútum var það sammerkt að vera að skila mjög vel gerðum afkvæmum og allir vom þeir til- tölulega jafnir á báðum þáttum í rannsókninni. I rannsókn í Stór- holti vom mjög glöggir yfirburðir fyrir hóp undan Prúði 01-206 sem var með 130 í heildareinkunn. Hrútur þessi er ættaður frá Rauð- barðaholti og er hann sonarsonur Prúðs 94-834. Vestfirðir Afkvæmarannsóknir á Vest- fjörðum vom að umfangi talsvert minni en árið áður, mestu munar þar að þátttaka í Reykhólahreppi var talsvert minni í þessu starfi en hún hefur verið undanfarin haust. Að þessu sinni voru rann- sóknir gerðar á 11 búum á svæð- inu og náðu þær til 104 af- kvæmahópa. Þarna em því unnar nokkrar mjög stórar rannsóknir sem eiga að geta skilað verðmæt- um niðurstöðum. I Gufudal vom mjög afgerandi yfirburðir fyrir afkvæmi Bassa 99-300 sem fékk 138 í heilda- reinkunn fyrir sinn hóp, enda yf- irburðir ákaflega afgerandi um alla þætti í rannsókninni og lambahópurinn ákaflega vel gerður. Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða hrút frá Bassastöðum og er hann sonur Stúfs 97-854. Á Brjánslæk var líkt og undanfarin ár ein allra stærsta rannsóknin á landinu. Þar staðfesti Ilmur 01-231 mjög rækilega yfirburði sína frá árinu áður og nú með enn glæstari nið- urstöðum en þá þar sem heilda- reinkunn hans núna er 151 og em yfirburðir hans ótviræðir hvort sem skoðaðar em niðurstöður úr kjötmati eða úr mati og mæling- um á lifandi lömbum. Þessi hrút- ur er sonarsonur Klængs 97-939 en móðufaðir hans Hnútur 97- 082 frá Brimilsvöllum, sem hafði margsannað ágæti sitt og fjölda sona sinna í rannsóknum á þessu búi á undanfömum ámm. Næstur Ilmi stóð hálfbróðir hans að föð- uraum Jötunn 02-243 með 118 í heildareinkunn. I Innri-Múla var stór rannsókn 116 - Freyr 4/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.