Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 21
en þangað kom nýr fjárstofn eftir
fjárskipti haustið 1998. Rúmlega
20 hrútar voru í rannsókn að þessu
sinni. Efstir stóðu tveir vetur-
gamlir hrútar, Hylur 02-649 með
133 í heildareinkunn og Arfí 02-
644 með 126 í heildareinkunn.
Þessir hrútar eru hálfbræður en
faðir þeirra, Gutti 01-637, var frá
Hjarðafelli undan Gassa 99-668.
Fjárskiptahrútamir Gunni 99-624
og Galsi 99-627 vom báðir með
120 í heildareinkunn, Gassi er
undan Mola 93-986. í Holti á
Asum stóð efstur hrútur 99-658
með 121 í heildareinkunn.
Á Sölvabakka stóð efstur Sol-
dán 01-060 þó að yfirburðir hans
væm ekki jafn fádæma miklir og á
síðasta ári en núna fékk hann 119
í heildareinkunn fyrir sinn öfluga
lambahóp. Þessi kynbótahrútur er
undan Túla 98-858. Á Breiðavaði
var í efsta sæti Sölvi 02-286 með
131 í heildareinkunn en feikilega
gott kjötmat var á sláturlömbum
undan honum og fékk hann 162 úr
þeim hluta rannsóknar. Þessi hrút-
ur er sonur Túla 98-858 en móð-
urfaðir hans, Klettur 97-288, skil-
aði góðum niðurstöðum úr af-
kvæmarannsóknum fyrir nokkr-
um ámm.
I Höfnum stóð efstur Fóli 02-
271 með 132 í heildareinkunn og
Fantur 02-273 fékk 120. Báðir
þessir hrútar vom að skila vöðva-
stæltum lömbum og góðu kjöt-
mati hjá sláturlömbum. Fóli er
sonur Stúfs 97-854 en Fantur und-
an Sónari 97-860 en móðurfaðir
þeirra beggja er Ýmir 97-257 sem
var sonur Sólons 93-977.
Skagafjörður
Öflugasta svæði landsins í
vinnu við afkvæmarannsóknir
heftir frá því að rannsóknir í nú-
verandi mynd hófust verið Skaga-
ijörður og heldur það enn forystu
sinni þar þó að umfangið sé held-
ur minna haustið 2003 en árið áð-
ur. Rannsóknir vom gerðar á 25
búum og vom það samtals 201 af-
kvæmahópur sem þar fengu sinn
dóm. Hlutfall minni fjárbúa er
talsvert hærra í Skagafirði en í
ýmsum hreinum sauðijárræktar-
hémðum og því kunnu breytingar
á stuðningi við rannsóknimar að
hafa komið verr við þar en á
mörgum öðmm svæðum
Á Ketu á Skaga vom mjög skýr-
ir yfirburðir hjá lambahópnum
undan Darra 01-030 sem fékk 127
í heildareinkunn. Lömbin undan
honum voru væn með þykka
vöðva. Darri er sonur Prúðs 94-
834. í Tungu stóð langefstur Prúð-
ur 01-107 með 129 í heildarein-
kunn en hann er einnig sonur
Prúðs 94-834.
Eins og undanfarin ár var vönd-
uð og umfangsmikil rannsókn á
Syðra-Skörðugili. Ekki var að
þessu sinni jafn afgerandi munur
milli hópanna og stundum á und-
anfomum ámm en hæsta heilda-
reinkunn fékk Loki 02-432 með
112 í heildareinkunn með jafna
yfirburði á báða þætti rannsóknar
en Loki er sonur Snerils 00-459
sem stóð efstur í rannsókn á búinu
á síðasta ári en móðurfaðir hans er
Moli 93-986. Eins og á síðasta ári
stóð Toppur 01-462 í öðm sæti
með 111 í heildareinkunn eða
nánast sama dóm og árið áður en
hann er sonur Prúðs 94-834. í
rannsókn í Geldingaholti voru
jafneldri hrútar en í flestum öðr-
um rannsóknum. Efstur stóð
Mundi 98-445 með 128 i heilda-
reinkunn og Bassi 99-448 fékk
125 í heildareinkunn fyrir sín
lömb en hann er sonur Möttuls
94-827. í Álftagerði stóð efstur
Svalur 99-508 með 121 í heilda-
reinkunn en lömb undan honum
vom heldur léttari en undan öðr-
um hrútum í rannsókninni. Svalur
er sonur Mjaldurs 93-985.
I Hverhólum stóð efstur líkt og
árið áður Ribbaldi 01-748 en nú
með miklu meiri yfirburði en þá
og fékk hann 140 í heildareinkunn
fyrir lambahóp sinn. Þessi topp-
hrútur er frá Hjarðarfelli undan
Kraka 98-660. I rannsókninni í
Miðdal vom yfirburðir hjá Prinsi
01-718 frá árinu áður rækilega
staðfestir en hann var nú með 135
í heildareinkunn, en þessi ágæti
hrútur er frá Smáhömmm undan
Stæl 99-601.
í stórri rannsókn í Djúpadal stóð
efstur Illugi 02-633 með 122 í
heildareinkunn fyrir mjög vel
gerðan lambahóp og hagstætt fitu-
mat sláturlamba. Þessi hrútur er
frá Frostastöðum undan Hnykli
95-593 og því sonarsonur Gosa
91-945. Á Stóm-Ökmm stóð lan-
gefstur Böggull 02-657 með 129 í
heildareinkunn en kjötmat lamba
undan honum var sérlega gott,
einkum fitumatið sem var ótrú-
lega hagstætt, en úr kjötmatshlut-
anum fékk hann 152. Böggull er
sonur Kökks 00-655 sem sýnt
hafði mikla yfirburði í rannsókn-
um undangengin tvö ár en rekur
ættir í móðurætt til Svaða 94-998
sem blandast mjög vel í þessari
hjörð eins og víðar.
í Flatatungu kom fullorðinn
hrútur, Dagbjartur 98-659, með
bestu niðurstöðuna en hann hefur
áður fengið góðar niðurstöður úr
sams konar rannsóknum. Núna
fékk hann 126 í heildareinkunn
þar sem hann sótti vemlega yfir-
burði í mat og mælingar á lifandi
lömbum. í föðurætt rekur þessi
hrútur sig í fjárskiptahrúta frá
Steinadal. Á Frostastöðum var
Umbi 01-593 með alveg skýra yf-
irburði fyrir mjög vel gerðan
lambahóp sem hann fékk 120 í
heildareinkunn fyrir. Þessi hrútur
er sonur Mola 97-594, sem stóð
Umba næstur í rannsókninni, og
dóttursonur Hnykils 95-593, sem
einnig var þama í samanburði, en
báðir þessir hrútar hafa verið að
sýna góðar niðurstöður á undan-
Freyr 4/2004 - 21 |