Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 6
Úr réttinni á Gunnarsstöðum, Jóhannes fyrir miðju.
ir við það. Og yfirleitt hverfur féð
mjög fljótt inn til landsins.
FóðwbœtisgjöJ?
Menn eru nánast hættir að gefa
fóðurbæti, nema þá helst gemling-
um fískimjöl. I vetur höfum við
reyndar verið að gefa þeim heima-
ræktað bygg og það hefur gefíð
afar góða raun. Þetta er í fyrsta
skipti sem við höfum verið með
heimaræktað bygg.
Notið þið þessar nýju gjafa-
grindur?
Nei, menn eru ekki komnir mik-
ið út í sjálffóðrun yfír veturinn.
Yfírleitt voru ljárhús í sveitinni
byggð upp á árunum 1970-1980,
langflest með vélgengum kjallara
og görðum í hefbundnum stíl.
Menn eru aftur meira komnir út
í það að gefa út á haustin því að nú
er nánast hætt að taka fé inn fyrr
en menn rýja það og svo notum
við heimasmíðaðar gjafagrindur
mikið við útifóðrun á lambfé á
vorin.
Hins vegar höfum við fóðrað í
vetur um 130 ær sem hafa gengið
við opið og alltaf gefíð úti og þær
hafa farið mjög vel með sig.
Er fjörubeit á Gunnarsstöðum?
Já, það er allgóð fjörubeit þar,
sem var mikið notað áður fyrr,
eins og önnur útbeit. Fyrstu bú-
skaparárin mín þá nýtti maður
vetrarbeit hvern einasta færan
dag, bæði fjörubeit og beit til
landsins, og gaf helst ekki nema
hálfa gjöf þegar beitt var.
Stóðuð þið yfir?
Já, ég gerði það sem unglingur
og jafnvel ungur maður. Þá rak
maður alltaf fé til beitar og stopp-
aði hjá því einhverja stund. Ég
man líka eftir því að ef gott var og
komið fram á, í febrúar og mars,
að þá smalaði maður annan hvem
dag og það var ekkert verið að elt-
ast við það þó að ekki kæmi allt
fé á hús á kvöldin. Þá átti maður
gott forystufé, sem fór á undan
fénu til beitar og leiddi hjörðina
heiman og heim
Þá lét maður yfírleitt alltaf í
fjöru, hleypti bara út snemma á
morgnana og féð fór í tjöm sjálft
og síðan upp og inn til landsins.
Þama er á hverjum bæ til hrein-
ræktað forystufé. Ég á ennþá for-
ystuá sem er i hreinan ærlegg út af
minni fyrstu kind.
Þistiljjörður var í eina tíð
Mekka sauðfjárrœktar í landinu?
Já, mikið rétt, það vom þama
magnaðir fjármenn sem voru
landsþekktir, þar má nefna Þórar-
inn og Ama í Holti, Grím á Syðra-
Alandi og Eggert í Laxárdal. Fjár-
rækt var þeirra hugsjón og þeir
lifðu mikið fyrir hana, jafnframt
því sem þeir vom greinilega á
undan sinni samtíð.
Með nútímatækni, þ.e. sæðing-
um, þá dreifðist þetta fé um land
allt og árangurinn, sem betur fer,
jafnast mikið út. Þetta vom menn
sem trúðu á Halldór Pálsson og
Halldór á þá og hann þekkti þetta
fé mjög vel.
Þið hafió stundað nokkra líf-
Jjársölu á síðari árum?
Já, og þau viðskipti hafa verið
mér í alla staði mjög ánægjuleg.
Menn hafa komið víða að af land-
inu til að kaupa fé hjá okkur eftir
riðuniðurskurð og ég hef séð um
að flytja féð til þeirra, fleiri þús-
und ijár, mikið i Skagafjörð og
Húnavatnssýslur en líka suður á
land. Maður er búinn að kynnast
mörgum bændum í sambandi við
þessi viðskipti og ræða við þá um
sauðfjárrækt og heyra skoðanir
þeirra á því hvað sé besta féð.
Margir þessara fjárskiptabænda
hafa verið að kaupa fé bæði af
Vestfjörðum og svo frá okkur.
En hafið þið ekki líka selt kyn-
bótahrúta?
Jú, það er alltaf nokkur sala á
þeim, bæði til bænda og á sæðing-
arstöðvar. Sala á hrútum til kyn-
bóta úr Þistilfirði á sér enn lengri
sögu en sala líffjár vegna niður-
skurðar.
Frjósemi?
Hjá fullorðnum ám emm við
með um tvö lömb fædd á á, þ.e.
þrilembdar ær og einlembdar em
nokkuð jafn margar. Hins vegar
[ 6 - Freyr 4/2004