Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 15

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 15
Haustið 2003 voru engar af- kvæmarannsóknir unnar á svæði búnaðarsambands Kjalamesþings. Vesturland Umtalsverð aukning varð haust- ið 2003 á Qölda afkvæmarann- sókna sem unnar voru á þessu svæði. Arið áður var starfsemin að vísu í lágmarki í samanburði við það sem áður hafði verið. Gerðar vom rannsóknir á samtals 30 búum á þessu svæði og komu þar til dóms 270 hrútur. I rannsókn á Ytra-Hólmi vom yfirburðir afgerandi hjá hópi und- an hrút 00-310 en hann fékk 123 í heildareinkunn og einkenndi hóp- inn meiri vænleiki og betri gerð en hjá hinum afkvæmahópunum í rannsókninni. A Skarði í Lundar- reykjadal vom tveir hrútar sem bám mjög af í rannsókninni. Rósi 02-166 var með 131 i heildarein- kunn og mesta af yfírburðunum fyrir lambahópinn hjá honum var að fínna í mati og mælingu lifandi lambanna, einkum í áberandi þykkum bakvöðva. Rósi er undan Dóna 00-872 en í móðurætt er Hnykkur 91-958 að baki. Barði 02-165 var með 122 í heildarein- kunn en hjá lömbunum undan honum var það sérstaklega gott kjötmat, sem skapi honum yfir- burði, mat fyrir gerð var betra en hjá lömbum annarra hrúta og fitu- matið hagstætt. A Oddsstöðum stóð efstur hrútur 02-147 með 125 í heildareinkunn og öðm fremur byggði hún á ákaflega hagstæðu fitumati hjá sláturlömbum undan honum. Þessi hrútur er undan Læk 97-843 en í móðurættinni blundar Fóli 88-911 að baki. Á Gilsbakka var föngulegur hópur af veturgömlum hrútum í rannsókn og þar bar hópurinn undan Skó 02-650 vemlega af en hann fékk 139 í heildareinkunn og vom yfirburðir hans skýrir fyrir alla eiginleika í rannsókninni. Skór er undan Túla 98-858 en móðurfaðir hans er Gosi 91-945. I rannsókn á Steinum stóð lan- gefstur Glanni 02-163 með 143 í heildareinkunn, en úr kjötmats- hluta var einkunn fyrir slátur- lömbin 158 enda yfirburðir þeirra í kjötmatinu feikilega miklir. Þessi skömngskind er undan Túla 98-858 en í móðurætt standa að baki höfðingjar eins og Gosi 91- 945 og Kokkur 85-870. í rann- sókn á Ásbjamarstöðum stóð efst- ur hrútur 01-457 með 128 í heildareinkunn þar sem yfirburðir voru greinilegir fyrir alla þætti i rannsókninni. Á Sigmundarstöð- um var sigurinn í höndum Þokka 00-084 sem var með 125 í heilda- reinkunn og sótti hann mikið af yfirburðunum í kjötmat slátur- lambanna en rétt að taka fram að lömb undan honum voru heldur léttari en undan hinum hrútunum í rannsókninni. Undanfarin ár hafa verið miklar rannsóknir á Jörfa í Kolbeins- staðahreppi og ekkert vantaði á slíkt haustið 2003 þegar 15 hrútar vom í rannsókn. Maðkur 01-719 staðfesti vel ágæti sitt sem vel hafði komið fram haustið áður en núna var hann með 122 í heilda- reinkunn en sláturlömb undan honum eins og áður feikilega góð því að fyrir þann þátt fékk hann 150 í einkunn. Maðkur er sonur Læks 97-843. Jafn Maðki í heildareinkunn var Blettur 02-736 en rannsóknin var fyrir hann mjög jöfn fyrir báða þættina. Þessi hrút- ur er sonur Túla 98-858 en í móð- urlegg hans em höfðingjar eins og Galsi 93-963 og Gosi 91-945. Þá var Raspur 02-727 með 120 í heildareinkunn og vom yfirburðir hans ívíð meiri úr kjötmatshluta rannsóknarinnar. Þessi hrútur er sonur Haga 98-857 en stutt er að sækja til Garps 92-808 í móður- ættinni. I Haukatungu syðri var efsti hrútur með 120 í heildarein- kunn, Frosti 00-511, en hann sótti heldur meira af yfirburðum fyrir sinn öfluga lambahóp í mat og mælingar á lifandi lömbum. Þessi hrútur er sonur Prúðs 94-834 en móðurfaðir hans er Bjartur 93- 800. Búið á Hjarðarfelli er löngu þekkt sem eitt öflugast ræktunar- bú í sauðfjárrækt hér á landi. Það er því sérstaklega ánægjulegt að sjá þar í stórri afkvæmarannsókn þéttskipaðan topp af ungum hrút- um. Efsta sætið skipaði Dalur 02- 708 með 138 í heildareinkunn og fyrir kjötmatshluta var einkunnin 151. Yfirburðir vom umfram ann- að sóttir í mjög hagstætt fitumat sláturlambanna. Þessi kollótti úr- valshrútur er undan Þokka 01-878 úr afkvæmahópnum sem gerði hann að stöðvarhrút en móðurfað- ir hans er Dalur 97-838. Fjarki 02- 713 var með 135 í heildareinkunn og best kjötmat hjá lömbum und- an honum en fyrir þann hluta rannsóknar fékk hann 159 í ein- kunn. Þessi hrútur var með hæst meðaltal fyrir gerð af hrútum bús- ins haustið 2003. Þessi snillingur er undan Mola 00-882 en móður- faðir hans var Blær 95-610 sem lengi gerði garðinn frægan á Hjarðarfelli. Formæður hans hafa verið með Þokugenið þannig að á þennan hrút er nokkuð horft sem mögulegan frjósemishrút fyrir stöðvamar. Þriðji eflingshrútur- inn, sem þama kom fram, var Gosi 02-711 en hann var með 128 í heildareinkunn fyrir ákaflega öflugan hóp úrvalslamba. Þessi hrútur er sonur Sjóðs 97-846 en móðurfaðir hans var Glanni 92- 549. Á Hofsstöðum komu einnig fram ákaflega efnilegir ungir hrút- ar í rannsókninni. Virki 02-208 var með 142 í heildareinkunn og í kjötmatshluta 159 en afkvæmi hans vom að sýna þar fádæma mikla yfirburði. Þessi öflugi hrút- Freyr 4/2004 - 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.