Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 46
Reynsla bænda af láglendis-
beit sauðfjár og sumarslátr-
un. Niðurstöður könnunar
Inngangur
Hefð er fyrir því að beita sauðfé
á hálendi yfir sumartímann á Is-
landi hvort sem það er á afréttum
eða hálendum heimalöndum.
Sumar jarðir landsins eru þannig í
sveit settar að þær eru mjög lág-
lendar og hafa ekki rétt til þess að
reka fé á afrétt. Þar er fénu beitt á
láglendið sem einkennist oft af
mýrlendi. Einnig gerist það al-
gengara að bændur, sem eiga stórt
land heima við, halda hluta af fé
sínu heima til að nýta landið og
sleppa við kostnað og fyrirhöfn
við að flytja fé á afrétt, sérstak-
lega ef hann er langt frá bænum.
Láglendisbeitin gefur bændum
einnig tækifæri á því að stunda
sumarslátrun þar sem auðveldara
er að smala fénu hvenær sem er.
Markmið þessa verkefnis var að
afla upplýsinga hjá bændum sem:
a. halda fé sínu í heimahögum á
láglendi og slátra á hefðbundn-
um tíma.
b. stunda sumarslátrun hvort sem
þeir eru með láglendis- eða há-
lendisbeit.
Ahersla var lögð á að afla upp-
lýsinga um burðartímann, beitar-
skipulagið og hvaða afurðir náð-
ust á láglendisbeitinni. Einnig var
lyfjagjöfhjá ám og lömbum könn-
uð og hugsanlegt álag vegna
sníkjudýra.
Framkvæmd
Tekið var úrtak bænda af Suður-
landi, Vesturlandi og Norðvestur-
landi sem voru með 100 ær eða
fleiri, beittu á láglendi yfír sumar-
tímann og slátruðu á hefðbundnum
tíma. Þeir bændur, sem vildu vera
með, voru heimsóttir og spuming-
ar lagðar fyrir þá um beitina og af-
urðir búsins. Þátttakendur í þessum
hluta könnunarinnar voru alls 24
og skiptust jafnt milli Suðurlands
annars vegar og Vestur- og Norð-
vesturlands hins vegar. I liinum
hlutanum var leitað upplýsinga hjá
Bændasamtökum Islands um
bændur sem stunduðu sumarslátr-
un og var þátttakendafjöldi þar 14
bændur á Vestur- og Norðvestur-
landi og 6 á Suðurlandi.
Könnunin fór ffam með viðtölum
þar sem spurt var staðlaðra spum-
inga um vorfóðmn, sumarbeit, af-
urðir, heilsufar og á sumarslátrunar-
listanum var spurt um tekjur og
gjöld vegna sumarslátrunarinnar.
Bændur vom sóttir heim og spurðir
augliti til auglitis en rætt var í síma
við þá sem ekki náðist til heima.
Niðurstöður
Láglendisbeit
Burðartími ánna er hjá meiri-
hluta bændanna á hefðbundnum
tíma, frá byrjun maí og út maí.
Meiri breytileiki var þó í burðar-
tímanum á Suðurlandi en á Vest-
urlandi. Sunnlenskir bændur í
könnuninni era flestir með allt sitt
fé í heimahögum (91,7%) vegna
þess að þeir hafa ekki aðgang að
afrétt. Á Vesturlandi er helming-
urinn af bændunum með allt féð
heima en hinir em með einn til tvo
þriðju hluta fjárins heima við.
Vestlendingarnir gefa upp þá
eftir
Þóreyju Bjarnadóttur,
Jóhannes Sveinbjörnsson
Emmu Eyþórsdóttur,
Landbúnaðar-
háskólanum á
Hvanneyri,
Rannsókna-
stofnun land-
búnaðarins
ástæðu fyrir notkun heimalanda
að þeir eigi nóg af þeim.
Beitarskipulagið er mjög svipað
á öllum bæjunum. Nokkmm dög-
um eftir burð fara æmar annað
hvort í hólf þar sem þeim er gefið
í nokkra daga eða beint út á tún. Á
flestum bæjunum em æmar á tún-
inu í 3-4 vikur áður en þær fara í
úthagann, sunnlensku æmar leng-
ur en þær á Vesturlandi. Alls stað-
ar er gefíð hey með túnbeitinni
eins og æmar vilja. Flestir láta féð
á úthagann í byrjun júní og þar er
það þangað til smalað er um miðj-
an september. Nokkrir bændur á
Suðurlandi hafa skipt mýrlendinu
upp í nokkur hrossheld hólf þar
146 - Freyr 4/2004