Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 29
Mat og mælingar á Iðmb-
um haustið 2003
Einn af aðalþáttunum við
framkvæmd ræktunar-
starfsins í sauðfjárrækt
hefur ætíð verið dómar á lif-
andi fé. Lengi voru dómar á
fullorðnum hrútum þar lang
umfangsmesta verkefnið. A
allra síðustu árum hefur skipu-
lag þessarar haustvinnu breyst
ákaflega mikið. Samræmdir
dómar á fullorðnum hrútum
um allt land hafa verið felldir
niður en mörg búnaðarsam-
bönd bjóða eftir sem áður upp
á dóma á fullorðnum hrútum
með líku sniði og áður var. A
hinn bóginn hefur sífellt meiri
áhersla verið lögð á skipulagt
mat og mælingar á lömbum.
Þegar ómsjámar komu til notk-
unar hér á landi fyrir rúmum ára-
tug varð strax ljóst að þama var
komið verkfæri sem gerði mögu-
legt að framkvæma miklu ná-
kvæmari dóma á lifandi fé en áð-
ur hafði verið kostur. Þessi tækni
var því strax tekin til skipulegrar
notkunar í þessu starfi og þær
mælingar hafa fengið síaukið um-
fang með hverju ári. Arangur
þessa starfs blasir við um allt
land. Nærtækast er að benda á
það að meðaltöl afkvæmahóp-
anna úr ómsjármælingunum, sem
Qallað er um hér á eftir, em nú
talsvert hærri en gerðist hjá allra
bestu hópunum fyrir áratug þegar
byrjað var að birta slíkar niður-
stöður.
Sérstaklega hefur umfang á
mælingum stóraukist eftir að
skipulegar afkvæmarannsóknir
með hliðsjón af kjötmati, til við-
bótar mælingum og mati á lifandi
lömbum, komu til haustið 1998.
Síðasta haust vom kynntar hug-
myndir um nokkm víðtækara mat
á lambhrútum en verið hefur til
þessa. Ástæða þess er sú að lamb-
hrútavalið er sá þáttur í þessari
vinnu sem á, ef rétt er að verki
staðið, að geta skilað langsamlega
mestum árangri fyrir sauðfjár-
ræktarstarfíð í landinu. Á þeim
grundvelli er það eðlilegt að þessi
þáttur fái mest vægi í haustvinnu í
sauðfjárræktinni. Vemleg ástæða
er til að gera það val eins ömggt
og nokkur kostur er. Láta mun
nærri að á hverju hausti komi til
ásetnings hér á landi á bilinu 9-11
þúsund lambhrútar. Ljóst er að
talsverður hluti fjárbúa í landinu
er ekki í virku ræktunarstarfi.
Mörg af þessum búum kaupa
ásetningshrúta af búum þar sem
skipuleg ræktun er stunduð. Síð-
ustu haust hafa verið í skipulegu
mati og mælingum á vegum bún-
aðarsambandanna um 10 þúsund
hrútlömb á hverju ári. Sú viðmið-
un hefúr alloft verið nefnd að fyr-
ir hvem lambhrút sem endanlega
komi til ásetnings eigi að meta og
mæla 3-4 hrútlömb, aðeins á þann
hátt er líklegt að við val lambhrút-
anna fari fram vemlega vandað
val ásetningshrútanna, þar sem
tekið er tillit til allra þátta í rækt-
Freyr 4/2004 - 29 |