Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 19

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 19
Á Melum 1 voru veturgömlu hrútamir í rannsókn og efstur stóð Sómi 02-196 með 117 í heilda- reinkunn íyrir ákaflega glæsilegan lambahóp. Þessi kynbótahrútur er undan Þokka 00-116, sem efstur stóð þar á síðasta ári og móður- faðir hans er Nagli 98-064 sem hefur reynst mörgum kynbóta- hrútanna betur á þessu öfluga ræktunarbúi. Á Melum 2 stóð Glópur 00-136 líkt og árið áður efstur en núna með miklu meiri yfirburði þar sem hann fékk 142 í heildareinkunn að þessu sinni. Þessi hrútur skilar frábærri gerð hjá afkvæmum sínum og ákaflega hagstæðu fitumati sláturlamba. Glópur er einn af þeim þrælöflugu hrútum sem fram komu í Ámes- hreppnum eftir dvöl Stúfs 97-854 vegna afkvæmarannsókna áður en hann var tekinn á sæðingarstöð en hún fór fram á Melabúunum haustið 2000. I rannsókn á Bassastöðum gerði Nói 00-278 enn betur en haustið 2001 því að heildareinkunn hans nú var 138 og fyrir kjötmatshluta fékk hann 162 enda kjötmat lamb- anna feikilega hagstætt. Þessi úr- valshrútur er afkomandi þekktustu kynbótahrútanna á Bassastöðum vegna þess að hann er sonur Stúfs 97-854 og dóttursonur Prúðs 92- 278. Á Smáhömmm vom glæsilegir lambahópar í rannsókn en þar stóð efstur Bassi 00-633 með 118 í heildareinkunn. Þessi hrútur er frá Bassastöðum af þekktasta ætt- meiðnum þar vegna þess að hann er sonur Stúfs 97-854 og dóttur- sonur Prúðs 92-278. í Miðdals- gröf stóð langefstur hrútanna í rannsókninni Tumi 02-754 með 138 í heildareinkunn og vom yfir- burðir hans líkir á báðum þáttum rannsóknarinnar. Þessi úrvalshrút- ur er undan Sfygg 99-877 og von- andi að þama sé kominn verðugur arftaki hans. í Broddanesi hjá Jóni vora ákaf- lega föngulegir afkvæmahópar með hrútunum en þar stóð efstur Gnýr 02-356 með 121 í heilda- reinkunn og það sem lengst dró til að skapa honum yfírburði var ákaflega hagstætt fítumat hjá slát- urlömbum undan honum. Þessi hrútur er sonur Glæsis 98-876 og móðurfaðir hans er Atrix 94-824. Einnig vöktu niðurstöður fyrir Segul 02-352 verulega athygli en hann fékk í heildareinkunn 117 en hjá sláturlömbunum undan hon- um var meðaltal úr mati fyrir gerð 12,6, sem er fáséð niðurstaða. Se- gull er frá Melum 2 undan Hnetti 01-178, sem vakið hefur athygli fyrir einstök lærahold og móður- faðir hans er Stúfur 97-854. I Gröf var efstur hrúta Boli 02- 328 með 123 í heildareinkunn fyr- ir mjög góðan lambahóp. Hann er sonur Bola 99-874 en móðurfaðir er Dalur 97-838. Eins og oft áður vakti ákaflega hagstætt fítumat með tilliti til þunga athygli hjá sláturlömbunum þarna. Á Þamb- árvöllum stóð efstur Dagur 00- 550 með 122 i heildareinkunn en þessi hrútur skilaði einnig já- kvæðum niðurstöðum úr hlið- stæðri rannsókn haustið 2002. í Skálholtsvík I stóð efstur Laggar 01-015 með 123 í heilda- reinkunn og var stærri hluti yfir- burða hjá honum fenginn úr mæl- ingum og mati á lifandi lömbum. í Skálholtsvík 11 yfírtóku unglið- amir því að þar skipuðu þrír vet- urgamlir hrútar sér á toppinn í stórri rannsókn sem þar var gerð. Efstur var Klettur 02-059 með 124 í heildareinkunn og stærri hluti yfírburða hjá afkvæmum hans frá líflambamatinu. Þessi hrútur er sonur Nála 98-870 en móðurföðurfaðir hans er Nökkvi 88-942. Kúnni 02-58 var með 123 í heildareinkunn og þar var einnig ívíð meira af yfirburðum frá líf- lambamati. Kúnni er sonur Sjóðs 97-846 en móðurfaðir sami og Kletts, Mjaldur 94-357. Kútur 02- 056 var síðan þriðji í röðinni með 121 í heildareinkunn en hjá hon- um mátti fyrst og fremst rekja yf- irburðina til mjög góðs kjötmats sláturlambanna. Kútur er sonur Mjaldur 93-985 en móðurfaðir hans er Konráð 94-362 sem var einn af fjölmörgum sonum Gosa 91-945 á þeirri tíð. I umfangsmikilli rannsókn hjá Gunnari og Þorgerði í Bæ í Hrúta- fírði vom afgerandi yfírburðir hjá lömbum undan Borða 02-309 en hann fékk 139 í heildareinkunn fyrir þau. Yfírburðir lambanna undan honum vom skýrir um alla þætti í rannsókninni. Borði er son- ur Sjóðs 97-846 en móðurföður- faðir hér er Blævar 90-974. Á Valdasteinsstöðum sýndi Bjartur 97-599 eins og margoft áður mikla yfírburði og fékk að þessu sinni 137 í heildareinkunn, en fáir hrútar hafa jafn oft og hann sannað rækilega mikla yfirburði sína í afkvæmarannsóknum. Þessi hrútur er fenginn frá Broddanesi sem lamb. Vestur-Húnavatnssýsla Þessi starfsemi hefur frá byrjun rannsóknanna staðið á traustum gmnni þama í sýslu og umfang starfsins var nánast óbreytt frá fyrra ári, haustið 2003. Rannsókn- ir vom unnar á samtals 20 búum og í þeim voru samtals 160 af- kvæmahópar. Á Þóroddsstöðum var eins og oft feikilega umfangsmikil rann- sókn. Þar vom mjög skýrir yfir- burðir fyrir Topp 02-057 sem var með 130 í heildareinkunn og mjög jafn á báðum þáttum rannsóknar en það má nefna að meðaltal slát- urlambanna undan honum fyrir gerð var 11,4. Þessi hrútur, sem virðist bera nafnið með rentu, er undan Túla 98-858 og dóttursonur Ljóra 95-828. í Akurbrekku stóð Freyr 4/2004 - 19 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.