Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 8

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 8
fyrir hinar ýmsu þarfír neytand- ans, þ.m.t. grillkjöt og fleira. Auk þess er selt mikið kjöt, niðursagað og vakúmpakkað. Hafið þið dreifingarmiðstöð í Reykjavík? Við höfum haldið því í algjöru lámarki en við höfum mann í þjónustu okkar í Reykjavík, sem sér þar um okkar mál, svo sem það að fara í verslanir og bjóða þar fram okkar vörur. Við höfum ekki goldið fyrir það að vera þetta langt frá aðalþéttbýlinu. Verslanir hafa jafnvel sagt að þær fái bestu þjónustuna frá okkur. Það eru daglegar ferðir þarna á milli og við vitum vel að við verðum að standa okkur. Mest er sent á fímmtudögum og föstu- dögum og þetta hefur gengið ágætlega. Eg hef oft sagt að sauðijárrækt i Norður-Þingeyjarsýslu mundi setja mikið niður ef þar væri ekki sláturhús og úrvinnsla úr afurðun- um. Fjallalamb er auk þess stærsti vinnustaðurinn á Kópaskeri en þama em 14-16 heilsársstörf en auk þess vinna þar miklu fleiri í sláturtíðinni á haustin. Getið þið mannað öll störf á haustin með heimafólki? Nei, við höfum alltaf fengið svolítið aðkomufólk, þar á meðal útlendinga, og gjaman þá sömu ár eftir ár, menn sem em þama bara í sláturtíðinni eða kannski fram að áramótum og fara svo heim. Þama hafa verið bæði Danir, Svíar og Grænlendingar. Jafnvel hafa kom- ið ferðalangar sem hafa rekist þama inn og fengið vinnu og stað- ið sig prýðilega. Reyndin er sú að við höfum ver- ið að borga þama góð laun, við tókum upp þá stefnu að það þýddi ekki að greiða nein nánasarlaun, það væri betra að borga vel og halda góðum starfsanda og góðu fólki. Markaðsfærsla SAUÐFJÁRAFURÐA Því er nokkuð haldið á lofti að markaðsfærsla sauðfiárafurða hér á landi hafi ekki verið sem skyldi á síðustu árum. Já, ég get alveg tekið undir það með markaðssetningu á lamba- kjöti, þ.e. að gera þyrfti hana bæði fjölbreyttari og aðgengilegri. En mér fínnst að við séum núna að ná betri tökum á þessu. Það er hins vegar staðreynd að harkan á kjöt- markaðnum hefur verið að stór- aukast eins og kjötstríðið síðustu ár hefur sýnt. Hefur það ekki verið veikur hlekkur að ná kindakjötinu inn í skyndibitaframboðið ? Jú, auðvitað þarf að gera þar betur og auka og bæta aðgengi og framboð á sauðfjárafurðum á þessum markaði. Eg held líka að menn hafí vanrækt þann gamla góð sið að bjóða fólki upp á heila og hálfa skrokka, hlutaða eftir óskum fólks, sem það kaupir á haustin og vinnur ofan í sínar frystikistur. Eins verðum við að sinna því fólki sem vill kaupa slát- urmat á haustin. Það er mér áhyggjuefni að fækkun sláturleyfishafa vinnur gegn hefðbundinni úrvinnslu al- mennings á þessum afurðum. Kannski væri það til mótvægis að bændur tækju sjálfír meiri þátt í þessari dreifingu, einmitt á haust- in. Bóndinn fengi þá slátrað í verktöku í sínu sláturhúsi, þannig að allt sé stimplað og undir eftir- liti. Samhliða því eigum við að taka fyrir ólöglega heimaslátun við ófullkomnar og óverjandi að- stæður. Með fiekkun sláturhúsa hefur verið bent á að fiutningsvega- lengdir á sláturfé geti orðið óhæfilega langar. Já, þetta skapar ákveðna hættu og menn eru að heyra sögur frá sl. hausti um að ekki hafi þama verið allt sem skyldi. Ég tel þó að mannlegi þátturinn hafí þama mikið að segja, það er hægt að drepa fé í flutningi á ótrúlega stut- tri leið. Svo eru það flutningaryfir heið- ar? Það er aftur annað mál. Ef við fengjum núna haust eins og 1981 þá væri allt í hers höndum þar sem verið er að flytja fé yfír langa fjallvegi, þar sem komið væri í hálku, snjóa og stórhríðar um miðja sláturtíð. Þetta tengist líka lengingu á sláturtímanum þegar stefnt er að því að slátra fram undir jól. Ég segi það í sambandi við lengingu á sláturtíðinni að menn hafi eitt- hvað vanmetið kostnaðinn við þessa lengingu. Þá á ég við kostn- að bóndans; vinnu, fóðmn, áhættu og affoll. Það er auðvitað ljóst að við verðum að sinna þeim markaði sem vill ferskt kjöt í sem allra lengstan tíma, frá júlí og fram í desember. En það sem við þurfum á annað borð að frysta er auðvitað hagkvæmast að fram fari á besta tímanum, þ.e. hefðbundinni slát- urtíð ffá því í byrjun september til 20. október. Það er ekkert sniðugt að vera að slátra lömbum inn á frost þegar kominn er nóvember. Það er annað líka, sem menn þurfa virkilega að passa sig á varðandi lengingu á sláturtíðinni, þ.e. í nóvember og desember, hvað menn em að gera markaðs- lega. Ef menn em famir að slátra lömbum af innifóðmn þá em þetta e.t.v. ekki alveg sömu gæði og þegar slátrað er beint af afrétti. Kannski œtti að fría ákveðin svæðifirá þessum langa sláturtíma þar sem langt er i sláturhús ogyf- irJjallvegi að fara? 18 - Freyr 4/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.