Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 50
Reynsla bænda af notkun
gjafagrinda fyrir sauðfé
Inngangur
Síðasta áratuginn eða svo hefur
orðið töluverð þróun í fóðrunar-
tækni í íslenskum fjárhúsum.
Þessi þróun hefur einkennst af því
að svokallaðar gjafagrindur hafa í
nokkrum mæli leyst af hólmi
hefðbundna garða. Gjafagrindur
þessar eru útfærðar með nokkuð
mismunandi hætti en eiga það þó
sameiginlegt að í þær eru gefnir
stórir skammtar af heyi, oftast ein
rúlla í senn. Hér er ætlunin að
gera stutta grein fyrir mismunandi
útfærslum gjafagrinda, sem orðið
hafa til á þessum tíma.
ÞRÓUNIN - MISMUNANDI
GERÐIR GJAFAGRINDA
Fljótlega eftir að rúllutæknin
ruddi sér til rúms í íslenskum hey-
skap komu fram á sjónarsviðið
ýmiss konar gjafagrindur sem
hentuðu nokkuð vel til útifóðrun-
ar en voru tæpast nothæfar til
innifóðrunar á grindagólfi vegna
mikils slæðings. Þrátt fyrir að
þessar grindur væru flestar hring-
laga þá áttu þær það sammerkt að
sauðfé náði illa að klára úr þeim
heyið vegna þess að miðja rúll-
unnar var ekki í seilingarfjarlægð.
Þessar grindur henta hins vegar
stórgripum betur.
Veturinn 1994-95 hafði Bú-
tæknideild RALA í samvinnu við
Bændaskólann á Hvanneyri til
prófunar gjafagrind fyrir rúllu-
bagga er smíðuð hafði verið hjá
Vímeti hf. í Borgamesi eftir hug-
mynd Magnúsar bónda í Hrauns-
múla í Kolbeinsstaðahreppi.
Þessi grind (sjá 1. mynd) var fer-
köntuð og hafði það einkum til
síns ágætis að tvær hliðar hennar
gengu saman inn að miðjunni
þannig að féð náði
að klára heyið úr
grindinni án vand-
kvæða. Þar hjálp-
aði líka til að jötu-
borð var hægt að
færa til þannig að
fyrst átu kindumar
ofan af rúllunni en
síðan var stilling-
unni breytt þannig
að þær komust að
neðri hluta hennar.
Hliðamar tvær, sem
gengu saman,
héngu á litlum
plasthjólum inni í
c-prófiljámi á hin-
um tveimur hliðum
grindarinnar.
Þessir tveir eigin-
1. mynd. Gjafagrind smíðuð hjá Virneti hf. í Borgar-
nesi eftir hugmynd Magnúsar bónda i Hraunsmúla í
Kolbeinsstaðahreppi.
Sigurð Þór Guðmundsson,
LBH
°g
Magnús Sigsteinsson,
leikar uppmnalegu Vímets-grind-
arinnar, að geta gengið saman og
stillanleg hæð jötuopsins, hafa
verið nýttir í síðari útfærslum með
mismunandi hætti. Gallínn við
þessa grind var hins vegar sá að
slæðingur úr henni var of mikill til
þess að hún hentaði vel á grinda-
gólfí, sérstaklega á stálristum. I
tilraun á Hesti veturinn 1995-96
var reynd önnur útfærsla sem í
grófum dráttum byggðist á því að
tvær slíkar grindur vom tengdar
saman, göflunum lokað og slæði-
grindur settar á langhliðarnar.
Rúllan var þá skorin niður í
miðju, flött út og slæðigrindumar
lagðar ofan á. Þetta dró vemlega
úr slæðingi þó að enn væri hann
nokkur. Tilraunir bæði á Hesti og
150 - Freyr 4/2004
J