Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 14
hópur meðal stöðvahrútanna eru
afkomendur Garps 92-808 og hef-
ur All þegar verið nefndur úr hópi
Hestshrúta. Prúður 94-834 á á
fjórða tug sona í rannsókn. Synir
hans eru talsvert breytilegur hóp-
ur, meðal þeirra eru feikilega öfl-
ugir kynbótahrútar sem vikið er
að hér á eftir. Þessir hrútar skora
yfírleitt sterkt í kjötmati slátur-
lambanna fyrir gerð en sumir þeir-
ra eru hins vegar að gefa heldur
óhagstætt fítumat og hjá einstaka
er veikleiki í ómvöðvamælingu.
Lækur 97-843 á þarna líkan fjölda
sona og Prúður og hrútamir undan
honum sýna yfirleitt feikilega
góðar niðurstöður í þessum rann-
sóknum og ótrúlega margir topp-
hrútar undan honum þó að ekki
nái hann að vísu að slá út sonar-
syni sína, syni þeirra Als og Leka
00-880. Leki á verulegan hóp af
sonum í rannsóknunum í Norður-
Þingeyjarsýslu og er með ólíkind-
um hve þessir hrútar eru að raða
sér í efstu sætin í rannsóknunum
þar. Túli 98-858 er einn Garpsson-
anna og á hann að þessu sinni
flesta syni í rannsókn eða um
fímm tugi. Þeir gefa frændum sín-
um ekki eftir nema síður sé og
eins og fram kemur síðar í þessari
grein er með ólíkindum sá fjöldi
af fimasterkum kjötgæðahrútum
um gerð falla sem em að koma
fram undan honum í þessum rann-
sóknum. Það er hins vegar ljóst að
gagnvart fitu þá er Túli ekki jafn
sterkur og Lækur þannig að
nokkrir af sonum hans falla á
prófí vegna þess að þeir skila
óþarflega fítusæknum lömbum.
Vinur 99-867 er síðastur Garp-
sona sem hér er nefndur til leiks.
Hann á um hálfan annan tug sona
í rannsóknum haustið 2003. Fram
koma feikilega öflugir synir hans
en þessar niðurstöður gefa ástæðu
til að ætla að gagnvart fítu skorti
nokkuð á að Vinur búi þar yfír
hliðstæðum kostum og Lækur.
Þó að þessar tvær hrútalínur hjá
hymdu hrútunum, sem þegar em
byrjaðar að blandast, séu fyrir-
ferðarmestar þá er verulegur
fjöldi annarra stöðvarhrúta sem
eiga marga syni í rannsóknum.
Bæði Möttull 94-827 og Mjölnir
94-833 eiga þama nokkra syni og
miklum hluta af sonum beggja
þessara hrúta er það sammerkt að
vera að skila of feitum lömbum.
Undan Ljóra 95-828 er á annar
tugur hrúta i rannsókninni og fyr-
ir þá hrúta er mjög áberandi hve
kjötmatsþáttur rannsóknarinnar
er miklu sterkari en sá hluti sem
byggir á mati lifandi lamba, enda
er aðall afkomenda hans að hjá
þeim er oft ákaflega hagstætt fítu-
mat. Þau sömu aðalsmerki er að
fínna hjá sonum hálfbróður hans,
Sjóðs 97-846, en hátt í þriðja tug
sona hans voru rannsakaðir haust-
ið 2003. Meðal þeirra eru all-
margir verulega athyglisverðir
hrútar eins og fram kemur síðar í
greininni. Askur 97-835 á um tug
sona í þessum rannsóknum og hjá
flestum þeirra er ótæpileg fitu-
söfnun Akkilesarhæll þeirra.
Hálfbróðir hans, Flotti 98-850, á
heldur fleiri syni en meðal þeirra
er fátt um athyglisverða hrúta, en
sterki þáttur þeirra er samt oft
fitumatið, öfugt við frændur þeir-
ra Askssynina. Bjargvættur 97-
869 á um tug sona og flestir þeir-
ra eru nokkuð undir meðaltali.
Spónn 98-849 á um tvo tugi sona
í rannsóknunum og sýna þeir
feikilega breytilegar niðurstöður
og er mjög áberandi hjá þessum
hrútum að samræmi úr kjötmats-
hluta rannsóknar og matsins á lif-
andi lömbum er oft ákaflega lítið.
Hagi 98-857 á mikið á þriðja tug
sona. Niðurstöður fyrir þessa
hrúta eru verulega breytilegar en
allmargir mjög öflugir hrútar
koma fram undan honum og er
vafalítið að Hagi hefúr verulega
verið vanmetinn sem kynbóta-
kind á meðan hann var í notkun á
stöðvunum. Undan Ljóma 98-865
er um tugur sona i rannsókninni,
niðurstöður fyrir þá eru oft mjög
hagstæðar úr ómsjármælingum
lambanna en kjötmatshluti rann-
sóknar er yfirleitt ekki að skila
því sem búast mætti við hjá þess-
um hrútum á grundvelli ómmæl-
inganna. Aþekkan tjölda sona á
Stapi 98-866, fram koma tveir
feikilega öflugir hrútar undan
honum en að öðru leyti sýna syn-
ir hans ekki mikið.
Verulega færri kollóttir hrútar
eru í rannsóknunum. Mestan fjöl-
da sona á Stúfur 97-854 og synir
hans eru um leið þeir af kollóttu
hrútunum sem eru að skila lang
glæsilegastri útkomu í afkvæma-
rannsóknunum. Dalur 97-838 á
einnig verulegan Qölda sona.
Undantekningalítið er fítumat
lamba undan þessum hrútum
ákaflega hagstætt, en þeir standa
tæpast jafhfætis mörgum öðrum
hrútum um vöðvaþykkt. Allnokk-
ur tjöldi hrúta er í rannsókn undan
þeim Hörva 99-856, Arfa 99-873
og Bola 99-874. Öllum er þeim
sammerkt að skila nokkrum veru-
lega athyglisverðum sonum úr
þessum rannsóknum en sem heild
eru synir þessara hrúta talsvert
breytilegir og á það líklega fremur
við um syni Bola en hinna
tveggja.
Hér á eftir verður fjallað um
framkvæmdina á hverju land-
svæði. Þar er um leið gerð grein
fyrir mörgum af athyglisverðustu
hrútunum sem komu fram í rann-
sóknunum haustið 2003. í þessari
umtjöllun er lögð nokkur áhersla
á að draga fram þann greinilega
ræktunarárangur sem víða má
greina á grundvelli rannsókna á
síðustu árum. Þama koma um leið
fram þau feikilega miklu áhrif
sem greina má frá nokkram
þekktum sæðingarstöðvahrútum
frá síðustu árum.
114 - Freyr 4/2004