Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 28

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 28
Kunnirigi 02-203, Ytri-Skógum, Austur-Eyjafjöllum. Faðir Vinur 99-867. 3. sæti i afkvæmarannsókn í Rangárvallasýslu. (Ljósm. Fanney Ólöf Lárus- dóttir). fyrir en góðar vonir eru um að Eyjólfur hressist og þangað geti hann komist að ári. Austri var með 129 í heildareinkunn hjá hrút- lömbum og 124 fyrir gimbrarnar og kjötmatshlutinn gaf 131 enda afbraðsgott kjötmat um gerð hjá lömbunum og hagstætt fitumat. Austri er eins og ýmsir lesendur þekkja einn íjölmargra úrvals- hrúta undan Læk 97-843. Margir fleiri hrútar í rannsókninni voru að gefa verulega athyglisverð af- kvæmi. A Efstu-Grund voru yfírburðir hjá Kvisti 02-240 feikilega mikl- ir en heildareinkunn hans var 146 og fyrir kjötmatshluta fékk hann 164 en lömbin undan honum sameinuðu vel góða gerð og ákaflega hagstætt fitumat. Þessi öflugi hrútur er undan Sekk 97- 836. Eins og undanfarin ár var rann- sókn fyrir stöðvarnar í Háholti. í desember 2002, þegar kom að flutningi hrúta til notkunar í til- raunina, stöðvuðu dýralæknayfir- völd flutning á hluta þeirra hrúta sem ráðgert var að færu þar í rannsókn. Þess vegna var ekki að þessu sinni það hrútaval í rann- sókninni sem að hafði verið stefnt í byrjun. í rannsókninni voru að þessu sinni fimm hrútar, tveir að- komuhrútar og þrír heimahrútar. Eins og ætíð áður var rannsóknin mjög vel gerð og niðurstöður skýrar. Enginn af hrútunum í rannsókninni var hins vegar að sýna þá yfirburði að það þætti gefa tilefni til að taka nokkum þeirra á stöð. Bestar heildamiður- stöður sýndu tveir heimahrútar, Frami 01-708 og Sólon 02-722, en báðir eru þeir synir Spóns 98- 849. A Brúnastöðum stóð langefstur í rannsókn Kristall 02-079 með fádæma vel gerðan lambahóp sem hann fékk 136 í heildareinkunn fyrir. Þessi öndvegishrútur er und- an Lóða 00-871 og móðurfaðir hans er Garpur 92-808. Einn toppanna, sem fram komu undan Ali 00-868 í afkvæmarann- sóknunum haustið 2003, var Urriði 02-226 í Gýgjarhólskoti sem var með 132 í heildareinkunn og sló þar t.d. rækilega út Rex 99- 272 sem hafði sýnt afgerandi best- ar niðurstöður í rannsóknum und- anfarin haust. Móðurfaðir Urriða er Melur 92-978. I Austurey var Salómon 02-020 með 125 í heildareinkunn og 150 úr kjötmatshluta en hann skilaði frábæm kjötmati bæði um gerð og fitu. Þessi öndvegiskind er undan Kristali 00-041 og því sonarsonur Lækjar 97-843 en i móðurætt standa að baki Bútur 93-982 og Hnykkur 91-958. Honum all- skyldur er Kraftur 01-043 sem stóð næstur með 120 í heildarein- kunn fyrir mjög góð lömb en hann er sonur Lækjar 97-843 og dóttur- sonur Búts 93-982. Máni 02-434 var með 127 í heildareinkunn og langefstur hrút- anna í Björk í rannsókninni þar með afgerandi yfirburði úr kjöt- mati. Þessi hrútur er sonur Stapa 98- 866. A Hömmm stóð efstur Kjartan 02-168 með 128 í heilda- reinkunn fyrir öflugan lambahóp. í Stíflisdal var hrútur 02-026 efstur með 125 í heildareinkunn en hann sótti yfirburði sína fyrst og fremst í ákaflega hagstætt fítumat. Hrúturinn er sonur Als 00-868. Á Brúsastöðum stóð efstur hrútur 02-342 með 127 í heildareinkunn og augljósa yfír- burði á öllum þáttum rannsóknar- innar. Sá hrútur er sonur Bessa 99- 851. í Heiðarbæ var ein af stærstu rannsóknum haustsins, hátt í tveir tugir af veturgömlum hrútum í samanburði. Efstur stóð Baldur 02-123 með 125 í heilda- reinkunn með öflugan hóp af þroskamiklum, vel gerðum og bakþykkum lömbum. Þessi hrút- ur er undan Dóna 00-872. Freyr 02-120 var með 120 í heildarein- kunn en hann, líkt og Baldur, sóttu heldur meira af yfirburðum í skoðun lifandi lamba en í kjöt- matsniðurstöður þó að báðir væru þeir þar með jákvæðar nið- urstöður. Freyr er sonur Ljóma 98-865 en móðurfaðir hans er Garpur 92-808. [ 28 - Freyr 4/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.