Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 34

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 34
og litla fitu í innbyrðis saman- burði kollóttu hrútanna. Mjög stórir lambhrútahópar komu einn- ig í skoðun undna Glæsi 98-876 og Þokka 01-878. Lambhrútamir undan Glæsi höfðu allgóða bak- vöðvaþykkt en hjá gimbrunum undan honum vom þær mælingar hins vegar talsvert undir meðal- lagi. Lömbin undan Glæsi em mörg vel væn og ákaflega vel gerð og fita mælist lítil hjá þeim í samanburði við kollóttu hrútana aðra. Þokki gefúr góða bakvöðva- þykkt hjá afkvæmum sinum en fita er heldur meiri hjá þeim en af- kvæmum Strandahrútanna sem Qallað er um hér á undan. Einnig er vænleiki lamba undan Þokka ekki jafn mikill og undan þeim og þau öðm fremur miklu breytilegri. Fjórði kollurinn sem þama var nýr á stöð var Hnykkur 95-875 og stóðu afkvæmi hans heldur að baki hinna kollóttu hrútanna sem fjallað er um hér á undan. Af- kvæmi hans vom oft áberandi feitari, höfðu oft fremur þrönga frambyggingu en vel vöðvafylltan afturpart. Hinir kollóttu hrútamir, sem vom á stöðinni á Möðruvöll- um, skiluðu allir nokkm af vem- lega góðum lömbum og sýndu lík einkenni hjá afkvæmum sínum og áður. I heild stóðust afkvæmahóp- ar undan þeim ekki samanburð við afkvæmi nýju hrútanna. Afkvæmi hrúta af stöðinni í Laugardælum Þegar kemur að umfjöllun um afkvæmi hrútanna af stöðinni í Laugardælum blasir við sá vandi sem áður er nefndur að undan mörgum af þessum hrútum komu fremur fá lömb til skoðunar haust- ið 2003 eins og fram kemur í töflu 1. Af þeim fæst þess vegna ekki jafn nákvæm og skýr mynd eins og hjá norðanhrútunum. Enginn af nýju kollunum í Laugardælum átti stóran af- kvæmahóp í skoðun en Snoddi 99-896 samt flesta syni. Þetta voru þroskamikil og fremur vel gerð lömb en hefðu mörg mátt hafa þykkari bakvöðva, þau eru fitulítil í samanburði við önnur kollótt lömb. Kostur 98-895 skil- að feikilega þroskamiklum lömb- um og vel gerðum, bakvöðvi hefði stundum þurft að vera þykk- ari og þessi lömb voru fremur feit. Undan Toppi 01-897 komu aðeins breytileg lömb en sumt af af- kvæmum hans voru feikilega þroskamikil og ákaflega vel gerð. Enginn eldri kollana var með stóra afkvæmahópa til skoðunar en afkvæmi Arfa 99-873 sýndu þar ákaflega jákvæða mynd. Af nýju hyrndu hrútunum i Laugardælum átti Abel 00-890 ívíð flesta syni í skoðun. Lömbin undan honum voru aðeins breyti- leg bæði í mælingum og stigum en feikilega mikið af góðum lömbum. Félagi hans úr afkvæma- rannsókninni í Háholti haustið 2002, Dreitill 00-891, átti nánast sama ijölda sona. Þetta var feiki- lega sterkur lambahópur, hafði þykkan, ákaflega vel lagaðan bak- vöðva og fremur litla fitu, öflug lærahold en sum lömbin voru heldur gul á ull. Lambahópurinn undan Vísi 00-892 var um margt frábær. Þessi hópur fékk að með- altali hærri lærastig og heildarstig en nokkur afkvæmahópur undan stöðvarhrútum hefur áður fengið. Lömbin undan honum eru feiki- lega þéttvaxin og vöðvaþykk en þau eru heldur feit. Víðir 98-887 var að gefa feikilega þroskamikil lömb, vel gerð með bakvöðva- þykkt um meðallag, fitumælingar verulega breytilegar en að meðal- tali í góðu lagi. Baukur 98-886 var að gefa ákaflega þéttvaxin lömb, bakvöðvaþykkt vel í meðallagi en lögun bakvöðva ekki alveg jafn góð og hjá afkvæmum margra hinna hyrndu hrútanna og af- kvæmi hans voru fremur feit. Hinn nýliðinn úr Skafttártung- unni, Kúði 99-888, átti ekki stóran afkvæmahóp, en þetta voru vel gerð lömb með vöðvamælingar um meðaltal en líkt og hjá Bauki voru afkvæmi hans að mælast með bakfitu talsvert umffam með- altal hymdu hrútanna. Af nýju hymdu hrútunum er þá aðeins ótalinn Rektor 00-889 sem er af nokkm öðm sauðahúsi en hinir sem mislitur hrútur. Þrátt fyrir það var að koma fram mikið af sérlega vel gerðum lömbum undan honum og er hann vafalítið einhver allra öflugasti hrútur þeirrar gerðar sem á stöðvamar hefúr komið. Eldri hrútamir vom flestir að skila því sem reikna mátti með hjá þeim í ljósi fyrri reynslu þó að ekki næðu þeir að skáka bestu ný- liðunum. Ljóri 95-828 skilar líkt og áður lítilli fitu en um vöðva- þykkt keppa afkvæmi hans ekki við afkvæmi yngri hrútanna. Ljómi 98-865 endurtók sigur- göngu sína frá fyrra ári og átti nú eins og þá lambhrútahópinn sem mældist með þykkastan bakvöðva. Auk þess em lömbin undan hon- um að öllu leyti ákaflega vel gerð. Vinur 99-867 var sá af hrútunum sem mest féll i mati frá fyrra ári þó að mikið væri um glæsileg lömb undan honum. Eins og árið áður var Áll 00-868 að skila fádæma öflugum lömbum og er vafalítið í hópi öflugustu kynbótahrúta í landinu eins og margir nýliðanna sem fjallað er um hér á undan. Heildarmyndin, sem fékkst við skoðun lambhrútanna haustið 2003, er að hrútahópurinn sem kom fyrsta sinni til notkunar á stöðvunum í desember 2002 er tvímælalaust sem heild sá lang öflugasti sem þar hefúr nokkru sinni komið til notkunar. Enginn hrútanna féll á prófinu og ótrúlega margir þeirra raða sér í efstu sæti. | 34 - Freyr 4/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.