Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 42
Áhættuarfgerðin er aftur á móti
VRQ. Vemdandi arfgerðin er síð-
an táknuð sem AHQ og hún er
sjaldgæfust af þessum þremur í ís-
lensku fé. I flestum erlendum
kynjum er verið að keppast við að
rækta upp arfgerðina ARR, sem
telst gefa mesta vemd fyrir riðu en
eins og áður segir þá hefúr þessi
arfgerð ekki fundist enn hjá ís-
lensku sauðfé. Rétt er að vekja at-
hygli á því að hver einstaklingur
hefur að sjálfsögðu tvær slíkar
erfðaraðir á sitt hvomm litningi í
samstæðu pari. Þær geta báðar
verið eins og er einstaklingurinn
þá arfhreinn og öll afkvæmi hans
erfa sömu arfgerð frá honum. Þær
geta hins vegar verið mismunandi
og er einstaklingurinn þá arf-
blendinn. Þá erfa afkvæmin sitt
hvora arfgerðina til helminga að
jafnaði.
Þróun hrútastofnsins
Á STÖÐVUNUM
Ef við hugum aðeins að þróun
hrútastofnsins á stöðvunum á
þeim árum, sem þessar greiningar
hafa verið gerðar, þá skiptir þar
mjög i tvo hópa á milli hymdu og
kollóttu hrútanna. I upphafi var
talsvert af kollóttu hrútunum með
áhættuarfgerð og hlutfall slíkra
hrúta hærra en meðal þeirra hym-
du. Núna em hins vegar allir koll-
óttu hrútamir á stöðvunum með
hlutlausa arfgerð. Kollóttir hrútar
með vemdandi arfgerð hafa ekki
komið fram í hópi stöðvarhrúta
frá því að þessar greiningar hóf-
ust.
Hjá hyrndu hrútunum hefur
þróun orðið á allt annan veg. Þar
hafa allar arfgerðimar verið að
finna frá upphafi. Meðal hymdu
hrútanna á stöðvunum hefur hins
vegar orðið hlutfallsleg ljölgun
hrúta með áhættuarfgerð á allra
síðustu ámm. Aukningu á áhættu-
arfgerðinni virðist að talsvert stór-
um hluta mega rekja til einn ætt-
föður (Þéttis 91-931). Hins vegar
var Garpur 92-808, sem hefur haft
mikil áhrif í hrútastofninum á
undanfomum ámm, með vemd-
andi arfgerð sem nokkrir af af-
komendum hans hafa erft frá hon-
um. Allir þekkja að forystufjár-
stofninn er ákaflega lítill og mætti
því ætla að hann gæti verið erfða-
lega einsleitur. Því er hins vegar
öfúgt farið hvað varðar breytileika
í príongeninu þar sem allar arf-
gerðir hafa fundist í forystuhrút-
unum á stöðvunum og kemur það
nokkuð á óvart.
Rétt er að benda á að allir hrút-
ar, sem em á stöðvunum í dag og
hafa áhættuarfgerð, em arfblendn-
ir, þ.e. þeir hafa arfgerðina sem við
ritum VRQ/ARQ. Þetta þýðir að
aðeins helmingur afkvæma þeirra
erfír að jafnaði áhættuarfgerðina
og mjög góðir möguleikar eru á
að finna afkvæmi undan þeim sem
bera ekki áhættuarfgerð. Á stöðv-
unum hafa aldrei verið arflireinir
hrútar með áhættuarfgerð
(VRQ/VRQ) nema tveir af Freys-
hólahrútunum. Til gamans má
nefua það að einn hrútur, Hængur
98-848, var arfblendinn
áhættu/mótstöðu, þ.e. með arf-
gerðina VRQ/AHQ, þannig að
helmingur afkvæma hans hefúr að
jafnaði erft frá honum vemdandi
arfgerð, sem hann sjálfur hafði
greinilega erft frá Garpi föður sín-
um, en hinn helmingur afkvæma
hans hefur hins vegar erft frá hon-
um áhættuarfgerð sem Hængur
hefur fengið frá móður sinni.
I sambandi við þessar ræktunar-
áætlanir í öðmm löndum hefur
mikið verið spurt spumingar sem
einnig er eðlilegt fyrir okkur að
velta fyrir okkur. Er mögulegt að
þessar arfgerðir í príongeninu
tengist að einhverju leyti öðmm
eiginleikum hjá fénu? Ef svo er þá
er ljóst að við gætum samtímis
vali eftir arfgerðum príongensins
haft vemleg áhrif á slíka tengda
eiginleika. Nokkuð er komið fram
af rannsóknum á þessu erlendis og
unnið að fleiri verkefnum á þessu
sviði. Ut frá þeim niðurstöðum
sem birst hafa virðast góðu heilli
ekki koma fram neinar almennar
vísbendingar um slík tengsl eigin-
leika. Til em rannsóknir úr minni
hópum, þar sem slík tengsl má
greina, en þá virðist mega rekja
þau til ákveðinna áhrifamikilla
einstaklinga í ræktunarstarfi í við-
komandi stofni. I þeim tilfellum
má ætla að um sé að ræða tíma-
bundið fyrirbæri en ekki almenn
lífeðlisfræðileg tengsl. Til gamans
má nefna að í nýlegri hollenskri
rannsókn á Texel fé þar i landi
koma fram vísbendingar um
tengsl hlutlausu arfgerðarinnar
við þéttan vöxt. Nú er alls ekki
mögulegt að yfirfæra slíkar niður-
stöður milli ræktunarhópa, hvað
þá fjárkynja, en slík niðurstaða
ætti samt að vera frekar jákvæð út
frá ræktunarstefnu okkar. Ef til
vill mætti líta á áratuga úrval fyrir
þéttu vaxtarlagi í íslensku fé sem
hugsanlega skýringu á því hvað
þessi arfgerð (ARQ) er algeng í
stofninum! Reyndar er ARQ-arf-
gerðin talin vera uppmnalega arf-
gerðin í príongeninu og mætti því
ekki siður leita skýringarinnar í
uppmna og einangrun íslenska
sauðfjárkynsins.
Eftir að hafa reynt að skoða arf-
gerðagreiningar stöðvarhrútanna
og aðra eiginleika hjá afkvæmum
þeirra, sem eru miklu betur þekkt-
ir en hjá nokkm öðm fé hér á
landi, er það mitt mat að mjög
ólíklegt sé að arfgerðir í príong-
eninu tengist öðmm mikilvægum
eiginleikum i fé hér á landi. Val,
eins og hér er lagt til, á því nánast
ekkert að þurfa að bitna á ræktun-
arstarfi með tilliti til annarra eig-
inleika í stofninum.
Að síðustu skal aðeins bent á
þau augljósu áhrif sem þessi
ákvörðun hlýtur að hafa í sam-
142 - Freyr 4/2004