Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 7

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 7
Frá vinstri; Sigfús Jóhannsson á Gunnarsstöóum, Þórarinn Kristjánsson og Árni Kristjánsson í Holti, og Jóhannes Sigfússon. Myndin er tekin um 1980 i gömlu réttinni á Gunnarsstöðum. eru vanhöld á lömbum á þessu svæði oft meiri en víða annars staðar. Kannski er það vegna þess að lömbunum er sleppt frekar ungum og á afréttinum er mikið af ám og lækjum. Síðan er það nokk- uð algengt að við fáum snjóhret á haustin, jafnvel í ágúst. En það er kannski hagstœtt að fú mikinn snjó ú veturna til heið- anna? Já, bæði vegna vatnsfallanna og afréttanna. Þá er gróðurinn fjöl- breyttari yfir sumarið og grær lengur fram á haustið. Sl. vor var lítill snjór til fjalla og orðið full- gróið upp í hæstu fjöll strax í júní. Þar með féll gróður jafnframt snemma sem kom fram á vexti lambanna. Er þarna uppi skoðanamunur ú ústandi afréttanna? Menn velta því mikið fyrir sér, ekki síst í kringum vottun vegna gæðastýringar í sauðljárrækt. Eg tel þó ástand afrétta í sýslunni yf- irleitt í lagi en vissulega eru til svæði í sýslunni sem eru ekki góð. Þar eru Hólsfjöllin þekktust, en jafhframt svæði alveg út við sjó sem við þurfum að gæta virkilega að. Bændur hafa verið vel meðvit- aðir um þetta og verið mjög dug- legir við að taka þátt í verkefninu Bændur græða landið. Það er búið að græða upp óhemjumikið af heimalöndum. Öxarfjarðarheiðin er auðvitað blásin, en við teljum það vera af veðráttu frekar en beitarþunga. Aðrar búgreinar i Þistilfirði? Hlunnindi hafa alla tíð verið drjúg búbót í Þistilfirði. Þar er fyrst að nefna laxveiðiámar en margar jarðir njóta tekna af út- leigu þeirra. Æðarvarp er líka sums staðar til búdrýginda og trjá- reki hefur lengi verið góð búbót bæði til eigin nota og sölu. Á síð- ari árum hefur það aukist að vinna timbrið í borðvið. Hins vegar fer reki stöðugt minnkandi og það er orðið langt síðan það kom gott rekaár, enda fylgdi rekinn oft haf- ísnum. Fjallalamb Hvar slútrið þið núna? Við slátrum hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Fjallalamb er hlutafé- lag bænda, sveitarfélaga o.fl. í Norður-þingeyjarsýslu. Sláturhús- ið á Þórshöfn var lagt niður eftir slátmn haustið 1989. Eitt haust var ekki slátrað á Kópaskeri eftir að Kaupfélagið þar fór í gjaldþrot, en þá var fé af því svæði slátrað á Húsavík. Síðan lá fyrir að gera þurfti miklar endurbætur á Þórshöfn ef þar átti að slátra áffam og þá var það kannað að kaupa sláturhúsið á Kópaskeri, sem var nýlegt og í eigu þrotabúsins. Það var síðan ákveðið að við stofnuðum hlutafé- lagið Fjallalamb sem keypti slát- urhúsið og við höfum slátrað þar síðan. Rekstur félagsins hefur gengið vel og um það hefur ríkt mikil samheldni og samstaða. Þarna hefur verið mjög driftug- ur rekstur. Já, það má segja það, við höfum frá upphafí verið með heimamann sem framkvæmdastjóra, Garðar Eggertsson frá Laxárdal, sem gjörþekkir allar aðstæður, og það hefur verið mikið lán fyrir fyrir- tækið. Þið hafið eingöngu selt ú innan- landsmarkaði? Við höfum ekki útflutningsleyfí og það er að plaga okkur í dag. Reyndar emm við komnir á fullt með það að endurbæta húsið og fá útflutningsleyfí og stefnum að því að vera komnir með það í haust. Þarna er töluverð fullvinnsla ú afurðum? Mikið rétt, t.d. hið rómaða Hólsfjallahangikjöt. þá em gerður blóðmör og lifrarpylsa, verkuð svið og unnið álegg og svo em gerðar þama alls konar steikur Freyr 4/2004 - 7 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.