Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 11
Hvað er það i núverandi samn- ingi sem skiptar skoðanir eru um? Eg tel að það séu einkum deildar meiningar um þær til- færslur sem samningurinn gerir ráð fyrir um að hluti af bein- greiðslunum fari yfír á álags- greiðslur út á gæðastýringu. Þessar greiðslur eiga að vera 22% af breingreiðslunum í lok samningstímabilsins. I annan stað hefur verið mikill ágreiningur um svokallaða 0,7 reglu, sem nú er reyndar orðið 0,64. (Sú regla mælir svo fyrir að þeir sem eiga aðeins 0,7 ær á fóðr- um miðað við hvert ærgildi greiðslumarks skuli leystir undan útflutningsskyldu á innleggi sínu). Það hefúr verið mikill ágreiningur um hana, og þó öllu heldur um það að menn geti verið enn að kaupa sig inn i hana. Eftir aðalfund Landsamtaka sauðfjárbænda 2002, sem haldinn var á Bifröst, þá var samningur- inn opinn til endurskoðunar. Fyr- ir þann fund var tekist verulega á um þessi mál. Þar náðu menn samkomulagi með miklum meiri- hluta um að leggja til breytingar á samningnum, þ.e. annars vegar að loka 0,7 reglunni þannig að menn gætu ekki keypt sig inn í hana og hins vegar að minnka til- færslu á beingreiðslum yfír í álagsgreiðslur fyrir gæðastýr- ingu. Samninganefnd bænda og ríkis- ins tók upp þessar tillögur og gerði að sínum. Þetta náði hins vegar ekki fram að ganga í með- förum Alþingis og ég tel að menn séu nánast sammála um það núna að það var mikið ólán að þannig fór. Var ekki þarna spurning um aft- urvirkni þessara breytinga? Hafi það verið þá var hægt að taka það atriði út og láta breyting- una standa að öðru leyti. Ég tel að þessi niðurstaða hafí orðið til þess að fylgi við að taka upp samning- inn hafi dvínað. Ég vona að menn geti núna einhent sér í það að móta stefnu fyrir framtíðina. Það eru hins vegar margir þættir óljós- ir í þessu, m.a. hver verður niður- staða alþjóðasamninga. Eflaust verða okkur settar þar einhverjar skorður. Við getum lent í því að þurfa að breyta formi ríkisstuðn- ingsins af þeim sökum. Niður- staða um þetta liggur enn ekki fyr- ir. Varðandi LS tel ég aftur afar mikilvægt að efla samtökin fé- lagslega og gera þau ábyrgari til ákvarðanatöku. Er vilji til þess innan LS að gefa ákveðnum landssvœðum forgang um að stunda sauðfjárrœkt? Nei, og ég tel að samtökin eigi að forðast það. Ef menn ætla að gera það þá þurfa að koma til stjómvaldsaðgerðir til að viðhalda byggð á einhveijum stöðum og það eru þá pólitískar aðgerðir. Dæmigert mál um það em 7500 ærgildin sem nýlega var úthlutað samkvæmt reglum sem Byggða- stofnun mótaði. A hvaða forsendum var veitt sl. haust 140 millj. króna til sauð- fjárrœktar úr ríkissjóði? Það var gert á þeim forsendum að staða sauðfjárræktarinnar var afskaplega slæm og tekjulækkun mikil milli ára, en sauðfjárbændur eru einn tekjulægsti hópur í þjóð- félaginu, sem stafaði af lægra af- urðaverði bæði heima og erlendis. Það að ríkisvaldið vildi taka á þessum vanda með bændum sýndi að ráðamenn skilja það hve sauð- fjárræktin er gífurlega mikilvæg til þess að halda byggðinni uppi í landinu. Hvernig er háttað eignaraðild að sauðfjársláturhúsum á land- inu? Það er með ýmsu móti. Þetta eru í fyrsta lagi samvinnufélög, eins og Sláturfélag Suðurlands, Kaupfélag Skagfirðinga, Sölufé- lag A-Hún., Kaupfélag V-Hún. og Sláturfélagið Búi á Hornafirði. Fjallalamb er aftur hlutafélag í eigu bænda á svæðinu. Norð- lenska er svo í eigu Kaupfélags Eyfirðinga sem nú er aðeins eign- arhaldsfélag, en á starfssvæði þess er verið að vinna að því að koma Norðlenska aftur í eigu bænda. Telur þú ekki œskilegt að þessi fyrirtæki séu í eigu bœnda og samtaka þeirra? Jú, ég tel afar mikilvægt að bændur komi að þessu með mjög sterkum hætti. Það er hluti af þeir- ri ábyrgð á markaðsfærslunni sem þeir verða að hafa á sínum herð- um. Það verður heldur aldrei frið- ur um þessi mál nema þessi starf- semi sé mjög gegnsæ, þ.e. verð- lagningin, og ljóst sé hvað hver sé að bera úr býtum í þessum ferli, alveg frá bóndanum til neytend- ans. Bændur stóðu að þessum af- urðastöðvum um langan aldur í blönduðum rekstri samvinnufé- laga sinna, kaupfélaga sem voru í verslunarrekstri, útgerð og iðnaði, auk sláturhúsa og mjólkursam- laga, en þau enduðu kannski síðan í gjaldþroti. Þá kom það upp að bændur stóðu uppi með tvær hendur tómar og áttu enga að- komu lengur að þessum afurða- stöðvarekstri sínum. Þama skilur á milli Sláturfélags Suðurlands og Sölufélags A-Hún. annars vegar og margra kaupfé- laga hins vegar, að þar voru af- urðastöðvarnar alltaf sér með rekstur sláturhúsanna og alveg eins var í mjólkinni með Mjólkur- bú Flóamanna. M.E. Freyr 4/2004 - 11 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.