Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 33
kvæmdar af verulegri nákvæmni.
Önnur skýr staðfesting þess er
síðan sá ótvíræði ræktunarárangur
sem blasir við í niðurstöðum þess-
ara mælinga á síðustu árum.
Einstakir afkvæmahópar
Hér á eftir verður nokkuð vikið
að einstökum afkvæmahópum
haustið 2003. Þeirri umljöllun
verður mest beint að hrútunum
sem að þessu sinni voru að mæta
tii leiks með sín fyrstu afkvæmi
eftir notkun á stöð, en einnig vik-
ið að öðrum hrútum sem áttu stóra
lambahópa þar sem fram komu
skýr einkenni.
Líkur munur og áður kemur
fram á milli afkvæmahópa undan
hymdu og kollóttu hrútunum. Af-
kvæmi kollóttu hrútanna mælast
að öðru jöfnu með heldur minni
bakvöðvaþykkt en þeirra hymdu,
þó að stöðugt sæki þeir á hymdu
hrútana í þeim efnum, stig fyrir
lögun vöðva er einnig að jafnaði
heldur lægri hjá kollóttu lömbun-
um en þeim hymdu. Afkvæmi
kollóttu hrútanna mælast hins
vegar með talsvert meiri fítu á
spjaldhrygg en hymdu lömbin þó
að vel þekkt sé að sá samanburður
snýst að verulegu leyti við þegar
kemur að fitumati hjá sláturlömb-
um undan þessum tveimur hrúta-
hópum.
Leki 00-880 var hrútur sem
skartaði glæsilegum niðurstöðum
frá afkvæmum sínum áður en
hann kom til notkunar á stöð. Hin-
ir feikilegu ræktunaryfirburðir
hans vom rækilega staðfestir af
niðurstöðum fyrir fádæma stóran
afkvæmahóp undan honum haust-
ið 2003. Eins og sjá má í töflu i
vantaði lítið á að hálft þúsund
lambhrúta undan honum kæmi til
mats og mælinga haustið 2003.
Það eitt segir vemlega mikið um
gæði afkvæmanna. Margir hrútar
á stöðvunum hafa fengið talsvert
meiri notkun fyrr og síðar en eng-
in dæmi em nokkru sinni um álíka
stóran afkvæmahóp sem komið
hefur til skoðunar. Yfirburðir hjá
afkvæmum hans vom lika feiki-
lega miklir eins og sjá má í töflu
1. Bakvöðvaþykkt var ákaflega
góð, þó að örfáir hópar drægju þar
ögn lengra strá, vöðvinn var vel
lagaður og þessu til viðbótar var
fita á spjaldhrygg hjá afkvæmum
hans minni en hjá afkvæmum
nánast allra annarra hrúta. Hlið-
stæða yfirburði má sjá fyrir stóran
hóp gimbra undan honum líkt og
hjá hrútlömbunum. Lömbin und-
an Leka voru mörg fádæma
þroskamikil, bollöng og vöðva-
stælt en vegna lítillar fitu stundum
ögn hrjúf í átaki. Ullargæði hjá
þeim vom hins vegar oft slök.
Margir fleiri af nýju hrútunum á
stöðinni á Möðruvöllum úr hópi
hymdu hrútanna vom að sýna at-
hyglisverðar niðurstöður. Fífill
99-879 hafði fengið takmarkaða
notkun og átti því ekki stóran af-
kvæmahóp. Lömbin undan hon-
um sýndu samt, eins og vænst
hafði verið, feikilega mikla yfir-
burði í vöðvaþykkt þar sem hann
var einn af þeim hrútum sem skar-
aði þar mjög fram úr eins og tafla
1 sýnir. Þó að eitthvað hafi á skort
að Fífill skilaði hjá afkvæmum
sínum jafn afgerandi læraholdum
og sumir bestu hrútanna á stöðv-
unum held ég það hafi verið
ákveðin mistök íslenskra sauðfjár-
ræktenda að nýta ekki betur en
raunin varð hina miklu yfirburði
um bakvöðvaþykkt sem þessi
hrútur hafði fram að færa.
Þeir Eir 00-881 og Moli 00-882
standa eins og tafla 1 sýnir með
nákvæmlega sama meðaltal um
bakvöðvaþykkt hjá sonum sínum
haustið 2003, Eir með um helm-
ingi fleiri syni en Moli. Lögun
vöðva er afbragðsgóð hjá lömbum
undan þessum hrútum og fita
nokkuð undir meðallagi. Báðir
eiga mjög góða gimbrahópa og
bakvöðvaþykkt gimbranna undan
Mola er meiri en hjá dætrum
nokkurs annars af stöðvarhrútun-
um haustið 2003. Báðir þessir
hrúta skildu eftir sig stóra hópa af
afbragðsgóðum lömbum, lömb
undan Eir voru ekki jafh væn eins
og undna Leka og Mola en feiki-
lega vel gerð og lambhrútar undna
Mola voru með hærri lærastig en
synir nokkurs annars af hymdu
norðanhrútunum haustið 2003.
Enn ein stórstjaman, sem fram
kom í hópi hymdu hrútanna frá
Möðruvöllum, var Hylur 01-883.
Undan honum var feikilega stór
lambahópur. Þessi lömb höfðu
kosti eins og bestir verða í lamba-
kjötsframleiðslu, þau voru með
feikilega þykkan og vel lagaðan
bakvöðva og litla fitu og öflug
lærahold. Mörg af þessum lömb-
um eru hreinhvit þannig að í
heildarstigum skomðu þau meira
en lömb undan öðmm hrútum.
Hylur var haustið 2003 að skila í
afkvæmum sínum yfirburðum
sem vom langt umfram það sem
góðar niðurstöður úr afkvæma-
rannsókn hans árið áður gátu gef-
ið fyrirheit um.
Eldri hymdu hrútamir á Möðm-
völlum áttu margir stóra af-
kvæmahópa og vom að skila góð-
um lömbum þó að þeir stæðust
ekki samanburð við það stórskota-
lið sem kom með nýju hrútunum
sem fjallað er um hér að framan.
Eins og ætíð var talsvert af fá-
dæma góðum lömbum undan Læk
97-843 en eins og áður er lamba-
hópur undan honum ögn breyti-
legur. Flotti 98-850 skilar góðum
vöðva og fremur lítilli fitu. Einnig
var margt glæsilamba undan þeim
Bessa 99-851, Lóða 00-971 og
Dóna 00-872.
Af nýju kollóttu hrútunum á
Möðmvöllum átti Styggur 99-877
ívið flesta syni í skoðun. Lömbin
undan honum vom væn, bollöng,
með fremur góða bakvöðvaþykkt
Freyr 4/2004 - 33 |