Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 17

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 17
þar sem efstur stóð Steini 02-152 með 131 í heildareinkunn þar sem kjötmatshluti var uppá 146. Undan honum voru feikilega væn og vel gerð lömb með afbrags- gott kjötmat. Þessi hrútur er son- arsonur Parts 99-914 en dóttur- sonur Hnoðra 96-837. Einnig var Þrymur 02-175 með afbragðs- góða útkomu, 124 í heildarein- kunn, en yfirburðir í lambahópi hans voru umfram allt annað sóttir í feikilega þykkan bak- vöðva. Þrymur er sonur Stúfs 97- 854. A Ytri-Múla stóð efstur Stubbur 97- 180 með 121 í heildareinkunn en þessi fúllorðni hrútur hefúr í rannsóknum undanfarin ár verið í efsta sæti hrúta á búinu. A Felli voru skýrir yfírburðir hjá Jaka 01-225 með 118 í heilda- reinkunn þar sem báðir þætti rannsóknar töldu nokkuð jafnt hjá honum. Þessi hrútur er ffá Minni- Hlíð í Bolungarvík, undan Stygg 98- 507 frá Smáhömrum sem þar var notaður og nokkur ár og skil- aði feikilegum yfírburðum í slát- urlömbum og virðist þessi sonur hans hafa erft áfram talsvert af þeim kostum. I Birkihlíð-Botni voru mjög skýrir yfírburðir hjá Dreitli 02- 602 sem var með 148 í heilda- reinkunn fyrir mjög vel gerðan lambahóp sem hafði verulega hagstætt fitumat. Lömb undan honum voru að vísu nokkru létt- ari en undan flestum hinna hrút- anna í rannsókninni. Dreitill er undan Dropa 97-627, sem enn er í notkun á búinu en hann er son- ur Dropa 91-975. Á Stað voru yf- irburðir miklir hjá Merði 02-690 sem var með 133 í heildarein- kunn en yfirburði sína sótti hann nær alla í mat og mælingar á lif- andi lömbum sem höfðu þykkt bak og góð lærahold. Þessi hrútur er undan Möl 95-812 og er dótt- ursonur Mola 93-986. Strandasýsla Skipulegt ræktunarstarf á sér rótgrónari hefð í Strandasýslu en á flestum öðrum stöðum á landinu. Afkvæmarannsóknir hafa því um langt árabil verið ómissandi þáttur í ræktunarstarfí Strandamanna. Haustið 2003 var umfang rann- sóknanna samt ívíð minna en árið áður en þær voru að þessu sinni gerðar á samtals 22 búum og voru það 180 afkvæmahópar sem þar voru teknir til dóms. Afkvæmarannsókn vegna stöðvanna á kollóttum hrútum í Strandasýslu fór að þessu sinni fram í Stóra-Fjarðarhomi og því í miðhólfmu í sýslunni. Þama vom fímm aðkomuhrútar í rannsókn auk sjö heimahrúta. Skoðun lamba og slátrun þeirra fór fram snemma í september en þá höfðu lömbin náð feikilega góðum þros- ka og margt föngulegra lamba að fínna í þessum afkvæmahópum. Þrír hrútar vom fluttir á stöð að rannsókn lokinni. Farsæll 99-898 sýndi talsvert breytilegar niður- stöður í hrútum og gimbrum en hann var með í heildareinkunn 103 fyrir hrútlömb en 121 fyrir gimbrar. Vænleiki hrútlambanna undan honum var heldur undir meðaltali, en hann hefúr verið að skila ákaflaga þroskamiklum lömbum undanfarin ár heima á Smáhömrum. 1 rannsókninni var hann að skila mjög vel gerðum lömbum og þau sýndu við slátmn hagstætt fítumat. Farsæll er al- bróðir Sónars 97-860 og því sonur Eirs 96-840 og dóttursonur Gnýs 91-967. Hann hefur það fram yfír bróður sinn að hann er sjálfur hreinhvítur. Partur 99-914 sýndi mesta yfirburði allra hrúta í rann- sókninni og var heildareinkunn hans 132 hvort sem hrútar eða gimbrar vom í grunni og kjöt- matshluti rannsóknar skilaði hon- um 145 í einkunn fyrir þann hluta. Það sem öðm fremur einkennir niðurstöður fyrir afkvæmi hans er hið fádæma hagstæða fitumat þeirra. Auk þess er hann að skila mjög vöðvaþykkum og ákaflega vel gerðum lömbum. Þessi öflugi hrútur er frá Steinadal, sonur 97- Partur 99-914, frá Steinadal í Broddaneshreppi. Freyr 4/2004- 17 |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.