Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 4

Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 4
Aðalsmerki íslenskrar sauðfjárræktar er hrein- leiki og hollusta afurðanna Viðtal við Jóhannes Sigfússon bónda á Gunnarsstöðum og formann Landssamtaka sauðfjárbænda Jóhunncs Sigfússon á Gunnarsstöðum býr, ásamt Ragnari bróður sín- um, öflugu sauðfjárbúi í einni framsæknustu sauðfjárræktar- sveit landsins, Þistilfirði. Arið 2003 var hann jafnframt kjör- inn formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Við Jón Viðar Jónmundsson náðum fyrir nokkru tali af honum þegar hann var að erinda fyrir LS í Reykjavík til að fræðast um búskap hans og félagsmála- störf. Við báðum hann fyrst að segja á sér deili. Ég er fæddur og uppalinn á Gunnarsstöðum og man ekki eftir mér öðruvísi en við búskap. Eftir á að hyggja gerir maður sér ekki fulla grein fyrir hvað voru leikir og hvað kom að gagni. Ég hef oft hugleitt það seinna að allir leikir bama á mínum æskuárum tóku mið af störfum fullorðna fólksins og þeirri lífsbaráttu sem það háði, en ekki einhverjum ímynduðum sýndarveruleika. Þannig voru þeir góður undirbúningur og aðlögun að beinni þátttöku í lífinu. Ég er þakklátur fyrir það að hafa alist upp við þessar aðstæður. Við erum sex systkinin, ijórir strákar og tvær stelpur, og í dag búunr við þama félagsbúi, ég og Ragnar, yngsti bróðir minn, ásamt því að Axel, sonur minn, er að ganga inn í búið með okkur. Ég kem í búskapinn af fúllum þunga vorið 1972 þegar ég kem heim frá Hvanneyri, eftir að hafa lokið þar búfræðiprófí 19 ára gamall, en áður hafði ég lokið gagnfræðaprófi frá Laugaskóla í Reykjadal. Viltu lýsa jörðinni? Gunnarsstaðir vom upphaflega ein jörð þar sem langafí minn, Ami Davíðsson, bjó á síðari hluta 19. aldar og fram á þá 20. Síðan var Gunnarsstöðum skipt í tvær jarðir og á öðmm hlutanum bjó Jóhannes afí minn en á hinum Þuríður, systir hans, með ljöl- skyldum sínum. Þá var Holt byggt úr Gunnarsstöðum þar sem Ingi- ríður, systir þeirra, bjó. Síðan er Brúarland líka byggt út úr Gunn- arsstöðum. Þannig að á þessari gömlu jörð, þar sem langafi bjó einn á sínum tíma, em nú sjö heimili. Búreksturinn Búreksturinn hjá ykkur? Við rekum bú okkar sem félags- bú, Félagsbúið Gunnarsstöðum I, og það er með um 1000 ljár á fóðmm og um 50 hross. Síðan höfum við verið með heimiliskýr í seinni tíð eftir að mjólkursamlag- ið á Þórshöfn var lagt niður. Greiðslumark? Við emm núna komnir með greiðslumark fyrir framleiðslu Jóhannes Sigfússon. Fyrir miðju sést i ibúóarhús foreldra hans og i ibúðar- hús Ragnars bróður hans til hægri. (Ljósm. Hólmfríður Jóhannesdóttir). 14 - Freyr 4/2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.