Freyr - 01.05.2004, Blaðsíða 4
Aðalsmerki íslenskrar
sauðfjárræktar er hrein-
leiki og hollusta afurðanna
Viðtal við Jóhannes Sigfússon bónda á Gunnarsstöðum
og formann Landssamtaka sauðfjárbænda
Jóhunncs Sigfússon á
Gunnarsstöðum býr,
ásamt Ragnari bróður sín-
um, öflugu sauðfjárbúi í einni
framsæknustu sauðfjárræktar-
sveit landsins, Þistilfirði. Arið
2003 var hann jafnframt kjör-
inn formaður Landssamtaka
sauðfjárbænda. Við Jón Viðar
Jónmundsson náðum fyrir
nokkru tali af honum þegar
hann var að erinda fyrir LS í
Reykjavík til að fræðast um
búskap hans og félagsmála-
störf. Við báðum hann fyrst að
segja á sér deili.
Ég er fæddur og uppalinn á
Gunnarsstöðum og man ekki eftir
mér öðruvísi en við búskap. Eftir
á að hyggja gerir maður sér ekki
fulla grein fyrir hvað voru leikir
og hvað kom að gagni. Ég hef oft
hugleitt það seinna að allir leikir
bama á mínum æskuárum tóku
mið af störfum fullorðna fólksins
og þeirri lífsbaráttu sem það háði,
en ekki einhverjum ímynduðum
sýndarveruleika. Þannig voru þeir
góður undirbúningur og aðlögun
að beinni þátttöku í lífinu. Ég er
þakklátur fyrir það að hafa alist
upp við þessar aðstæður.
Við erum sex systkinin, ijórir
strákar og tvær stelpur, og í dag
búunr við þama félagsbúi, ég og
Ragnar, yngsti bróðir minn, ásamt
því að Axel, sonur minn, er að
ganga inn í búið með okkur.
Ég kem í búskapinn af fúllum
þunga vorið 1972 þegar ég kem
heim frá Hvanneyri, eftir að hafa
lokið þar búfræðiprófí 19 ára
gamall, en áður hafði ég lokið
gagnfræðaprófi frá Laugaskóla í
Reykjadal.
Viltu lýsa jörðinni?
Gunnarsstaðir vom upphaflega
ein jörð þar sem langafí minn,
Ami Davíðsson, bjó á síðari hluta
19. aldar og fram á þá 20. Síðan
var Gunnarsstöðum skipt í tvær
jarðir og á öðmm hlutanum bjó
Jóhannes afí minn en á hinum
Þuríður, systir hans, með ljöl-
skyldum sínum. Þá var Holt byggt
úr Gunnarsstöðum þar sem Ingi-
ríður, systir þeirra, bjó. Síðan er
Brúarland líka byggt út úr Gunn-
arsstöðum.
Þannig að á þessari gömlu jörð,
þar sem langafi bjó einn á sínum
tíma, em nú sjö heimili.
Búreksturinn
Búreksturinn hjá ykkur?
Við rekum bú okkar sem félags-
bú, Félagsbúið Gunnarsstöðum I,
og það er með um 1000 ljár á
fóðmm og um 50 hross. Síðan
höfum við verið með heimiliskýr í
seinni tíð eftir að mjólkursamlag-
ið á Þórshöfn var lagt niður.
Greiðslumark?
Við emm núna komnir með
greiðslumark fyrir framleiðslu
Jóhannes Sigfússon. Fyrir miðju sést i ibúóarhús foreldra hans og i ibúðar-
hús Ragnars bróður hans til hægri. (Ljósm. Hólmfríður Jóhannesdóttir).
14 - Freyr 4/2004