Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2004, Side 7

Freyr - 01.05.2004, Side 7
Frá vinstri; Sigfús Jóhannsson á Gunnarsstöóum, Þórarinn Kristjánsson og Árni Kristjánsson í Holti, og Jóhannes Sigfússon. Myndin er tekin um 1980 i gömlu réttinni á Gunnarsstöðum. eru vanhöld á lömbum á þessu svæði oft meiri en víða annars staðar. Kannski er það vegna þess að lömbunum er sleppt frekar ungum og á afréttinum er mikið af ám og lækjum. Síðan er það nokk- uð algengt að við fáum snjóhret á haustin, jafnvel í ágúst. En það er kannski hagstœtt að fú mikinn snjó ú veturna til heið- anna? Já, bæði vegna vatnsfallanna og afréttanna. Þá er gróðurinn fjöl- breyttari yfir sumarið og grær lengur fram á haustið. Sl. vor var lítill snjór til fjalla og orðið full- gróið upp í hæstu fjöll strax í júní. Þar með féll gróður jafnframt snemma sem kom fram á vexti lambanna. Er þarna uppi skoðanamunur ú ústandi afréttanna? Menn velta því mikið fyrir sér, ekki síst í kringum vottun vegna gæðastýringar í sauðljárrækt. Eg tel þó ástand afrétta í sýslunni yf- irleitt í lagi en vissulega eru til svæði í sýslunni sem eru ekki góð. Þar eru Hólsfjöllin þekktust, en jafhframt svæði alveg út við sjó sem við þurfum að gæta virkilega að. Bændur hafa verið vel meðvit- aðir um þetta og verið mjög dug- legir við að taka þátt í verkefninu Bændur græða landið. Það er búið að græða upp óhemjumikið af heimalöndum. Öxarfjarðarheiðin er auðvitað blásin, en við teljum það vera af veðráttu frekar en beitarþunga. Aðrar búgreinar i Þistilfirði? Hlunnindi hafa alla tíð verið drjúg búbót í Þistilfirði. Þar er fyrst að nefna laxveiðiámar en margar jarðir njóta tekna af út- leigu þeirra. Æðarvarp er líka sums staðar til búdrýginda og trjá- reki hefur lengi verið góð búbót bæði til eigin nota og sölu. Á síð- ari árum hefur það aukist að vinna timbrið í borðvið. Hins vegar fer reki stöðugt minnkandi og það er orðið langt síðan það kom gott rekaár, enda fylgdi rekinn oft haf- ísnum. Fjallalamb Hvar slútrið þið núna? Við slátrum hjá Fjallalambi á Kópaskeri. Fjallalamb er hlutafé- lag bænda, sveitarfélaga o.fl. í Norður-þingeyjarsýslu. Sláturhús- ið á Þórshöfn var lagt niður eftir slátmn haustið 1989. Eitt haust var ekki slátrað á Kópaskeri eftir að Kaupfélagið þar fór í gjaldþrot, en þá var fé af því svæði slátrað á Húsavík. Síðan lá fyrir að gera þurfti miklar endurbætur á Þórshöfn ef þar átti að slátra áffam og þá var það kannað að kaupa sláturhúsið á Kópaskeri, sem var nýlegt og í eigu þrotabúsins. Það var síðan ákveðið að við stofnuðum hlutafé- lagið Fjallalamb sem keypti slát- urhúsið og við höfum slátrað þar síðan. Rekstur félagsins hefur gengið vel og um það hefur ríkt mikil samheldni og samstaða. Þarna hefur verið mjög driftug- ur rekstur. Já, það má segja það, við höfum frá upphafí verið með heimamann sem framkvæmdastjóra, Garðar Eggertsson frá Laxárdal, sem gjörþekkir allar aðstæður, og það hefur verið mikið lán fyrir fyrir- tækið. Þið hafið eingöngu selt ú innan- landsmarkaði? Við höfum ekki útflutningsleyfí og það er að plaga okkur í dag. Reyndar emm við komnir á fullt með það að endurbæta húsið og fá útflutningsleyfí og stefnum að því að vera komnir með það í haust. Þarna er töluverð fullvinnsla ú afurðum? Mikið rétt, t.d. hið rómaða Hólsfjallahangikjöt. þá em gerður blóðmör og lifrarpylsa, verkuð svið og unnið álegg og svo em gerðar þama alls konar steikur Freyr 4/2004 - 7 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.