Freyr - 01.05.2004, Síða 28
Kunnirigi 02-203, Ytri-Skógum, Austur-Eyjafjöllum. Faðir Vinur 99-867.
3. sæti i afkvæmarannsókn í Rangárvallasýslu. (Ljósm. Fanney Ólöf Lárus-
dóttir).
fyrir en góðar vonir eru um að
Eyjólfur hressist og þangað geti
hann komist að ári. Austri var með
129 í heildareinkunn hjá hrút-
lömbum og 124 fyrir gimbrarnar
og kjötmatshlutinn gaf 131 enda
afbraðsgott kjötmat um gerð hjá
lömbunum og hagstætt fitumat.
Austri er eins og ýmsir lesendur
þekkja einn íjölmargra úrvals-
hrúta undan Læk 97-843. Margir
fleiri hrútar í rannsókninni voru
að gefa verulega athyglisverð af-
kvæmi.
A Efstu-Grund voru yfírburðir
hjá Kvisti 02-240 feikilega mikl-
ir en heildareinkunn hans var 146
og fyrir kjötmatshluta fékk hann
164 en lömbin undan honum
sameinuðu vel góða gerð og
ákaflega hagstætt fitumat. Þessi
öflugi hrútur er undan Sekk 97-
836.
Eins og undanfarin ár var rann-
sókn fyrir stöðvarnar í Háholti. í
desember 2002, þegar kom að
flutningi hrúta til notkunar í til-
raunina, stöðvuðu dýralæknayfir-
völd flutning á hluta þeirra hrúta
sem ráðgert var að færu þar í
rannsókn. Þess vegna var ekki að
þessu sinni það hrútaval í rann-
sókninni sem að hafði verið stefnt
í byrjun. í rannsókninni voru að
þessu sinni fimm hrútar, tveir að-
komuhrútar og þrír heimahrútar.
Eins og ætíð áður var rannsóknin
mjög vel gerð og niðurstöður
skýrar. Enginn af hrútunum í
rannsókninni var hins vegar að
sýna þá yfirburði að það þætti
gefa tilefni til að taka nokkum
þeirra á stöð. Bestar heildamiður-
stöður sýndu tveir heimahrútar,
Frami 01-708 og Sólon 02-722,
en báðir eru þeir synir Spóns 98-
849.
A Brúnastöðum stóð langefstur
í rannsókn Kristall 02-079 með
fádæma vel gerðan lambahóp sem
hann fékk 136 í heildareinkunn
fyrir. Þessi öndvegishrútur er und-
an Lóða 00-871 og móðurfaðir
hans er Garpur 92-808.
Einn toppanna, sem fram komu
undan Ali 00-868 í afkvæmarann-
sóknunum haustið 2003, var
Urriði 02-226 í Gýgjarhólskoti
sem var með 132 í heildareinkunn
og sló þar t.d. rækilega út Rex 99-
272 sem hafði sýnt afgerandi best-
ar niðurstöður í rannsóknum und-
anfarin haust. Móðurfaðir Urriða
er Melur 92-978.
I Austurey var Salómon 02-020
með 125 í heildareinkunn og 150
úr kjötmatshluta en hann skilaði
frábæm kjötmati bæði um gerð og
fitu. Þessi öndvegiskind er undan
Kristali 00-041 og því sonarsonur
Lækjar 97-843 en i móðurætt
standa að baki Bútur 93-982 og
Hnykkur 91-958. Honum all-
skyldur er Kraftur 01-043 sem
stóð næstur með 120 í heildarein-
kunn fyrir mjög góð lömb en hann
er sonur Lækjar 97-843 og dóttur-
sonur Búts 93-982.
Máni 02-434 var með 127 í
heildareinkunn og langefstur hrút-
anna í Björk í rannsókninni þar
með afgerandi yfirburði úr kjöt-
mati. Þessi hrútur er sonur Stapa
98- 866. A Hömmm stóð efstur
Kjartan 02-168 með 128 í heilda-
reinkunn fyrir öflugan lambahóp.
í Stíflisdal var hrútur 02-026
efstur með 125 í heildareinkunn
en hann sótti yfirburði sína fyrst
og fremst í ákaflega hagstætt
fítumat. Hrúturinn er sonur Als
00-868. Á Brúsastöðum stóð
efstur hrútur 02-342 með 127 í
heildareinkunn og augljósa yfír-
burði á öllum þáttum rannsóknar-
innar. Sá hrútur er sonur Bessa
99- 851. í Heiðarbæ var ein af
stærstu rannsóknum haustsins,
hátt í tveir tugir af veturgömlum
hrútum í samanburði. Efstur stóð
Baldur 02-123 með 125 í heilda-
reinkunn með öflugan hóp af
þroskamiklum, vel gerðum og
bakþykkum lömbum. Þessi hrút-
ur er undan Dóna 00-872. Freyr
02-120 var með 120 í heildarein-
kunn en hann, líkt og Baldur,
sóttu heldur meira af yfirburðum
í skoðun lifandi lamba en í kjöt-
matsniðurstöður þó að báðir
væru þeir þar með jákvæðar nið-
urstöður. Freyr er sonur Ljóma
98-865 en móðurfaðir hans er
Garpur 92-808.
[ 28 - Freyr 4/2004