Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 28

Sameiningin - 01.02.1912, Side 28
380 œptu þeir upp í einu meS það, sem hann vildi svarað ha'fa sjálfum sér: „Rómverskr maör! rómverskr maör!“ „Engu aö síðr“ — hann taföi við til þess að þeir tœki því betr eftir orðum hans, — „engu að síðr er þó sá til, sean tekr fram ágætasta manni rómverskum." Hann kastaði til höfðinu herramannlega og þagnaði, einsog vildi hann með því móti gjöra að þeim naprt gys. „Heyrið þið, hvað eg segi?“ — spurði hann. „Sá er til, sem tekr fram ágætasta manni frá Róm.“ „Já — Herkúles!“ — kallaði einn upp. „Bakkus!“ — œpti annar háðfugl. „Júpíter — Júpíter!“ — hrópaði hóprinn allr með þrumandi rödd. „Nei“ — svaraði Messala, — „eg á við meðal manna.“ „Nefndu hann þá“ — heimtuðu þeir. ,,í>að skal eg gjöra“ — mælti hann, þá er næst dró lítið eitt úr hávaðanum. „Það er hann, sem bœtt hefir fullkomnan Austrlanda við fullkomnan Rómaborgar, — hann, sem máttinn vestrœna hefir til sigrvinninga, en jafn- framt kann þá íþrótt, sem til þess útheimtist að geta haft .íautn af yfirráðum; sú íþrótt er austrœn.“ ..Þegar allt kemr til alls, er þó viissulega það, sem hann hefir bezt við sig, rómverskt" — kallaði einhver upp, og urðu nú mikil sköll og langvinn lófaklöpp, — og var með því kannazt við, að Messala hafði áheyrendrna með sér. „í Austrlöndum" — hélt hann áfram —• „höfum vér enga guði, aðeins vín, kvenfólk og heilladísina, sem er meiri en hitt hvorttveggja; og því er orðtœkið: ‘Hver þorir það, sem eg þori?’ — í öldungaráðinu á það við, eins í bardaga, en allra bezt fer það í munni þess manns, er sœkist eftir því, sem bezt er, jafnframt því, er hann býðr byrgin hinu, sem verst er.“ Hann talaði nú ekki eins hátt og áðr, og varð mál- rómrinn léttilegri og kunninglegri; þó hélt hann valdi því, er hann hafði yfir þeim félögum náð. „í kistunni stóru uppí kastalanum á eg pening þann, sem gildir fimm talentur og er í góðu gengi meðal verzl- unarmanna, og hérna er ávísun uppá þá fjárupphæð.“ Dró hann svo úr skikkju sinni pappírs-rollu, fleygði henni á borðið, og hélt áfram að tala; en á meðan var al- gjör þögn; hvert auga einblíndi á hann og hvert eyra hlustaði: „Fjárupphæðin, serii til var tekin, liggr þarna, og er þess vottr, hvað eg voga. Hver ykkar vogar eins mikið?

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.