Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1912, Síða 33

Sameiningin - 01.02.1912, Síða 33
385 er flaut á sjónum, og komust engir aðrir lífs af, þeirra er á galeiðu tríbúnsins höfðu verið. Eg segi þér söguna eins- og hún kom frá þeim, er björguðu, og sagan hefir það að minnsta kosti sér til ágætis, að henni hefir aldrei verið mótmælt. Þeir segja, að sá, sem með dúumvírnum var á flakinu, hafi verið Gyðingr“— ..Gyðingr !“ — bergmálaði Messala. ,,Og þræll.“ „Hvernig þá, Drúsus? í>ræll?“ „Þegar þeir tveir voru látnir uppá þilfari'ö, var dúum- vírinn í tríbúns-klæSnaði sínum, en hinn var klæddr einsog róðrarþræll.“ Messala studdi sig nú ekki lengr við borðið, heldr reis upp. „Galeiðu-“ — sagði hann, en nam óðar staðar og kingdi niSr óviröingaroröinu, leit kringum sig í fyrsta sinn á æfinni einsog sá, er beðið hefir ósigr. f sömu svipan gengu margir þrælar hver á eftir öðrum inní salinn og fylltu hann; sumir þeirra báru stórar vínkrukkur, aSrir körfur meö ávöxtum í og sœtabrauði, enn aSrir bikara og flöskur, aö mestu úr silfri. Og er þetta var í augsýn, lyftust þeir, er fyrir toru, upp í anda. Messala sté óöar uppá stól. „Þiö frá Tíberfljóti!“ — mælti hann skýrri rödd — „viö skulum láta úr biö þessarri eftir ýfirmanni okkar veröa hátíö, sem Bakkusi er helguð. Hvern kjósiö þiö ykkr aö veizlustjóra?" Drúsus stóð á fcetr. „Hver annar skyldi vera veizlustjóri en veitandi?" — mælti hann. „Svarið, Rómverjar!“ Þeir svöruöu meö ópi. Messala tók sveiginn af höföinu á sér, fékk hann Drúsusi, sem sté uppá borðið, lét hann hátíðlega í allra augsýn aftr þarsem hann áör var, og gjörði Messala meö því aö formanni við nætrstarfiö. „Nokkrir vinir mínir, nýstaðnir upp frá boröum" — mælti hann — „komu með mér hingað inní salinn. Til þess nú að hátíðarhald vort fari fram samkvæmt löghelg- aðri venju, þá fœrið hingaö þann, sem mest er ölvaðr.“ Margir svöruöu í einu og voru háværir. „Hann er hér ! Hérna er hann !“ Og nú komu þeir með ungan mann þaöan, er hann haföi oltið um koll á gólfinu, svo fríðan og kvenlega útlít- anda, að hann hefði getað verið drykkju-guðinn sjálfr — aðeins myndi blómsveigrinn hafa dottiö af höföi hans og einkennissprotinn úr hendi hans.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.