Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 36

Sameiningin - 01.02.1912, Side 36
388 um dúk, varpaS partana saman, þartil úr þeim var oröið fullkomið þak, í raun réttri dökkbrúnt á lit, þótt álengdar sýndist svart einsog tjöld Kedaringa? L,oks kom allt fylgdarlið sjeiksins til og vann a‘ð því með sameinuðum kröftum samfara mestu kátínu og hlátri að toga tjalddúk- inn af einni súlu á aðra, reka niðr hæla og festa tjald- stögin. Enn var þó eftir að koma fyrir hinum opnu reyr- mottum, sem hafðar voru fyrir skilrúms-veggi, hverjum á sinn stað; það var það, er síðast var að gjöra tjaldbúð- inni til fullkomnunar, svo hún yrði einsog fyrirmyndin útí eyðimörkinni; og er þessu var nú lokið, þá má geta nærri, hve mikil var forvitni manna, er þeir þegjandi biðu eftir úrskurði hins göfuga yfirmanns. En hann gekk inn og út, !e.it á hinn nýreista bústað í sambandi við sólina, trén og tjörnina, neri lófunum saman með mesta fjöri og mælti: ,,Vel af sér vikið! Látið tjaldstöð þessa vera eins full- komna og þið hafið vit á; og í kvöld skulum við gjöra brauðið bragðbetra með araki og mjólkina með hunangi, og á hverjum hlóðum skal kiðlingr steiktr. Guð sé með ykkr! Ekki skal skorta svalanda vatn, því tjörnin er oss brunnr; ekki heldr skulu áburðardýrin hungra, né nein minnsta skepna hjarðarinnar, því hér er einnig grœnt hag- lendi. Guð sé með ykkr öllum, börnin mín! Farið í friði!“ Þá fóru flestir af fólkinu sína leiðina hver, þangað sem fyrir þeim lá að koma upp tjöldum fyrir sig sér til íbúðar, og lá vel á öllum. Fáeinir urðu eftir til þess að búa um tjald sjeiksins að innan; úr þeirra hópi tóku þjónar höfðingjans sig til og hengdu upp blæju innaná súlnaröðina, sem var í miðið, og bjuggu til tvö herbergi; var annað þeirra, það til hcegri handar, ætlað Uderim sjálfum; en hitt var fyrir hesta hans — gimsteina Salómons, einsog hann nefndi þá—, og leiddu þeir þá þangað inn og með kossum og klappi létu þá þar lausa. 1 miðsúlunni festu þeir svo upp grind til að hengja á vopn, létu þar svo spjót ýmiskonar, boga, örvar og skildi; en að utanverðu hengdu þeir sverð herra síns, sem var einsog nýtt tungl í laginu, blaðið skínanda og að sínu leyti einsog gimstein- arnir, er grópaðir voru inní meðalkaflann. í grindina ann- ars-vegar hengdu þeir reiðtýgin af hestunum og voru sum þeirra næsta skrautbúin, einsog heyrði þau konungsþjóni til; en til hinnar handarinnar var búið um fatnað hins mikla manns, til þess að hann væri þar til sýnis — skraut- föt úr ull og líni, kyrtla og brœkr, og marglita klúta til höfuðbúnings. Og ekki hættu þeir við verk þetta fyrr en hann hafði yfir því lýst, að það væri vel af hendi leyst. Meöan á þessu stóð, tóku konurnar sig til og settu

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.