Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 40

Sameiningin - 01.02.1912, Side 40
39-2 ungar, hesta, sém ætt sína eiga aö rekja til stóöhrossa lyrstu Egyptalands-konunga, — fáka, sem eru félagar mínir og vinir, eiga heima í tjöldum og fyrir langan vana hafa svo laðazt aS mér, að þeir eru mér algjörlega sam- lyndir, — fáka, sem bœtt hafa viti voru við upphaflegar eSiishvatir sjálfra sín, vorri sál við meSfœdda sálargreind þangað til svo er komiS, aS þeir finna til alls þess metn- aðar, alls þess kærleika, alls' þess hatrs og allrar þeirrar fyrirlitningar, sem vér þekkjum, — sem eru hetjur í stríði, og eins má reiða sig á og trúfastar konur. Hó! hér.“ Þjónn var jafnskjótt til taks. „Lát Arabana koma!“ Maörinn kippti óöar nokkrum hluta skilrúms-tjaldsins til hliöar, og sást þá þar fyrir innan hópr af hestum, sem biöu við allra snöggvast, þarsem þeir stóöu, einsog þeir væri aö átta sig á, að á þá væri veriö aö kalla. „Komið!“ — mælti Ilderim til þeirra. „Hví standiö þiö þarna? Heyrir ekki ykkr til alit, sem er mitt? Komiö — segi eg!“ Þcir gengu í hœgöum sínum, en hátíölega, inn. „Son ísraels!“ — sag'Si húsbóndi; — „Móses var frá- bært mikilmenni, en ekki get eg stillt mig um aS hlæja, er eg hugsa um þaö, aS hann leyfSi feSrum þínum uxann, þaS þungfœra vinnudýr, og asnann, eins daufgjör og siga- Iegr og hann er aS eðlisfari, en bannaöi þeim að hafa hesta í eigu sinni. Getr þú ímyndaö þér, aö hann heföi gjört þaS, ef hann heföi séð þann arna —■ og þennan — og þennan?“ Og um leið og hann mælti svo lagöi hann hönd sína á ásjónu þess hestsins, sem fyrst náði til hans, og klappaSi honum meS takmarkalausri velþóknan og viö- kvæmni. „ÞaS er misskilingr, herra sjeik! misskilningr“ — mælti Ben Húr meö ákefö. „Móses var hermaðr eigi síSr en löggjafi ástfólginn hjá guöi; og aö ganga útí hernaS — hvaö er það í raun réttri annað en að elska allar skepn- urnar, sem þar taka þátt x — þessar skepnur og allar aörar?“ Frábærlega frítt höfuð kom nú fast uppaö brjósti hans — meS stórum augum, þýðlegum einsog hjartaraugu, sem þéttr ennis-toppr huldi til hálfs, og litlum hvössum eyrum. sem hölluðust vel fram, meS opnum nösum og efra flipan- um í stöðugri hreyfing. „Hver ert þú?“ — svo spurði skepnan eins skýrt og maör myndi nokkurn tíma hafa talaö. Ben Húr kannaöist viS einn þeirra fjögra, kapphlaups- hestanna, sem hann hafði séð á skeiövellinum, og rétti opna höndina undir eins aö hinni fögru skepnu. „Þeir munu segja þér, guSlastararnir, — veröi dagar

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.