Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1912, Side 43

Sameiningin - 01.02.1912, Side 43
395 á söndum úti og voru þá hafSir til reiSar; en nú — eg veit ekki, hvaS segja skal —■ er í mér kvíSi, því að þeir eru í fyrsta sinni undir oki, og þaS er undir svo mörgu komiS, hvernig fer. Skapið hafa þeir, og allra hesta fljótastir eru þeir .og þolnastir. Finni eg þann mann, sem viS þá kann aS eiga, þá bera þeir sigr úr býtum. Svo framarlega sem þú, ísraels son! ert maSrinn, þá sver eg, aS sá dagr, er leiddi þig hingaS, skal reynast heilladagr. Gjörðu nú grein fyrir sjálfum þér.“ „Nú veit eg“ — tók Ben Húr til máls—, „hvernig á því stendr í kærleiksmálum Araba, aS hestar þeirra ganga börnum þeirra næst ; og líka veit eg, hví hestar Araba eru beztu hestar í heimi; en, kæri herra sjeik! eg vildi, aS þú dœmdir mig ekki eftir orðum einum; því einsog þú veizt bregSast loforS manna öll stundum. Veit mér fœri á a?S reyna mig fyrst á einhverjum bala hér nálægt, og fá mér fákana fjóra til stjórnar á morgun." h>aö fœröist ab nýju fjör í andlit Ilderims, og hann ætlaði a?5 segja eitthvað; en Ben Húr varS fyrri til og mælti: „Bíddu allra snöggvast, gó'öi herra sjeik! Leyf mér aö halda áfram. Af skólameisturunum í Róm hefi eg margar lexíur lært, og grunaöi mig sízt, aö þær myndi koma mér að haldi þá er eins stendr á og nú. Eg skal segja þér þaö, aö þótt þessir synir eyðimerkrinnar sé eins fljótir á hlaupi og örn á flugi hver um sig og þolnir eins- og ljón, þá mun þeim þó mistakast, sé þeir ekki til þess tamdir aö hlaupa saman undir oki. Því hugsa um þaö, herra sjeik! aö meðal þeirra fjögra er einn, sem seinastr er á hlaupi, og einn fljótastr; og þarsem sá, er seinastr er tii hlaups, ræör ávallt kappleiknum, þá stafar þaö, ef mis- tekst, ávallt af þeim, er hraðast hleypr. Svo var þaö í dag; sá, sem stýröi hestunum, kunni ekki að stilla bezta hestinn eftir lakasta hestinum. Má vera, að mér takist ekki betr, þótt eg reyni; en fari svo, þá skal eg segja þér frá því; að því vinn eg eið. Geti mér því tekizt aö blása hestunum öllum sama anda í brjóst, svo að þeir undir á- hrifum vilja míns fylgist aö á skeiðinu allir fjórir einsog einn væri. þá skalt þú hljóta sesterza-þúsundirnar og kransinn, og eg kem hefnd minni fram. Hvað segir þú til þessa?“ Ilderim hlustaði á og greiddi skeggið á meðan. Loks mælti hann hlæjandi: „Eg hefi nú betra álit á þér en áör, ísraels son! Við höfum orðtak eitt útí eyöimörkinni: ‘Ef þú sýör matinn með orðum, þá skal eg gefa þér heilt haf af viðbiti.’ Þú skalt hafa hestana á morgun.“

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.