Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1912, Qupperneq 47

Sameiningin - 01.02.1912, Qupperneq 47
399 „Arríus, son Arríusar." „Og- þó ert þú ekki Rómverji." „Allir ættmenn mínir voru GySingar." „Voru Gyðingar — sagðirðu það? Eru þeir ekki á lífi?" Spurningin l)ar vott uni næma eftirtekt, þótt hún væri blátt áfrarn; en Ilderim losaði Ben.Húr við að svara henni. „KomiS !“ — mælti hann til þeirra; „málsverðrinn er til.“ Ben Húr rétti Balthasar handlegginn og leiddi hann að borðinu, og komu þeir sér þar brátt fyrir á dúkunum, sem undir þá voru breiddir, að austrlenzkum sið. Þeim voru fœrðar þvottaskálar, og þóu þeir sér svo um hendrn- ar og þerrðu; að nterki gefnu af sjeiknum hættu þjónarnir við verk sitt og Egyptinn bar þessi bœnarorð fram með skjálfandi rödd og heilagri tilfinning: „Þú, faðir allra, guð! — það, sem vér höfum hér, er frá þér. Þigg þakkargjör‘5 vora og blessa oss, svo vér fáum haldið áfram að gjöra þinn vilja." Þafö var sama bœnin, sem hinn góði maðr hafði borið fram með þeirn brœðrum hans, Kaspar hinum gríska og Melkíor Flindúa; töluðu þeir þá sína tunguna hver, en það tungnatal haf'öi í för með sér undr hinnar guðlegu návistar viS máltíðina í eyðimörkinni mörgum árurn áðr en hér var komið í sögunni. Borðið, sem þeir svo tafarlaust gengu að, var, svo sem menn geta ímyndað sér, auðugt bæði að aðal-réttum og sælgæti því, er mest þótti til koma í Austrlöndum; meðal þess, er fram var borið, voru kökur nýbakaðar, garðávext- ir, kjöt tómt, ýmislega matreitt, samblönd kjöts og grað- ávaxta, kúamjólk, hunang og smjör; tekið skal fram, að allt þetta var etið eða drukkið án allra borðáhalda, er nú tíðkast, — engir hnífar eða gafflar, engar skeiðar, engir bollar eða diskar; og meðan á þessum þætti máltíðarinnar stóð, var lítið sagt, því rnenn voru hungraðir. En meðan verið var að snæða eftirmatinn, var það á annan veg. Þeir þóu sér aftr um hendrnar. tóku af sér kjöltudúkana. og eítir að sett hafði verið á borðið að nýju, og áköfustu matarlystinríi var fullnœgt, voru þeir til þess búnir að eiga samrœður og hlusta á. Nú með því að í samsæti þessu voru þeir menn, er vér könnumst við — Arabi, Gyðingr og Egypti—, sem allir jafnt trúðu á einn guð, gat á því tímaskeiði aðeins verið eitt samrœðuefni; og hver þeirra þriggja myndi sjálfkjör- inn til þess öðrum fremr að hafa orðið, ef ekki hann, sem svo nálægt því hafði komizt, að honum hlotnaðist persónu- leg opinberan guðdómsins sjálfs,—hann, sem séð hafði guð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.